Glæpadrama sigraði PIFF

„Viva il cinema“, sagði Hermann Weiskopf einn af kvikmyndagerðarmönnunum sem tóku þátt í Piff (Pigeon International Film Festival) um helgina. Á íslensku myndi það útleggjast sem lifi bíóið. „Þetta er kannski ekki stærsta hátíð í heimi en hún hefur stórt, stórt hjarta,“ bætti hann við.

Nokkrir af verðlaunahöfum hátíðarinnar: Halldóra Harðardóttir, Martin Strange-Hansen, Nika Shahbazzadeh, Oddur Sigþór Hilmarsson, Maxime Coton og Ryan Keller. 

Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá hátíðinni.

Fögnuður og norðurljós

Fjöldi erlendra sem og innlendra kvikmyndagerðarmanna kom til Ísafjarðar til að taka þátt í hátíðinni sem var nú haldin í annað sinn á Ísafirði og Súðavík. Piff lauk svo með verðlaunaafhendingu í beinni útsendingu frá brugghúsinu Dokkunni í gærkvöldi. Í tilkynningunni segir að mikil fagnaðarlæti hafi verið innandyra og litríkur norðurljósadans utandyra, erlendu gestunum til mikillar ánægju.

Erlendir hátíðargestir ásamt skipuleggjendum að borða saman áður en sýningar hefjast.

Sextíu myndir

Um 60 myndir af öllum stærðum og gerðum voru sýndar á hátíðinni en það var pólska myndin 25 Years of Innocense sem var valin besta myndin í fullri lengd. Um er að ræða glæpadrama sem byggir á raunverulegum atburðum sem hneyksluðu pólsku þjóðina. Hún fjallar um unga manninn Tomasz Komenda sem var ranglega sakaður og dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir nauðgun og morð á unglingsstúlku.

Aðrir sigurvegarar voru eftirfarandi: 

Barnamyndir

Besta myndin: The Turnip

Íslenskar stúdentamyndir

Besta kvikmyndatakan: Ásta Jónína Arnardóttir – Downtown (Niðrí bæ) 

Besti leikarinn: Halldóra Harðardóttir – Home (Brestir) 

Besta myndin: Holes (Holur)


Íslensku stúdentamyndirnar: Thelma Hjaltadóttir kynnir hátíðarinnar, Halldóra Harðardóttir, Oddur Sigþór Hilmarsson, Ásta Sól Kristjánsdóttir og Karel Candi. 

Teiknimyndir 

Best Directing: Maxime Coton – Changing Skin 

Best Picture: Prince in a Pastry Shop Documentaries

Best Directing: Katarzyna Warzecha – We Have One Heart

Best Picture: Beloved 

Shakila Samawati og Nika Shahbazzadeh sem hlaut verðlaun sem besti leikarinn í stuttmyndum. Þær komu báðar frá Íran til að sækja hátíðina.

Heimildamyndir

Besti leikstjórinn: Katarzyna Warzecha – We Have One Heart

Besta myndin: Beloved

Stuttmyndir

Besta handritið: Martin Strange-Hansen – On My Mind 

Besta kvikmyndatakan Konrad Miklaszewski – Apple, Chicken, Pigeon 

Besti aukaleikari: Ole Boisen – On My Mind 

Besti leikarinn: Nika Shahbazzadeh – The Untouchable 

Besti leikstjórinn: Xavier Seron – Squish 

Besta myndin: Take and Run (Ala Kachuu) 

Nokkrir af kvikmyndagerðarmönnunum sögðu frá myndum sínum eftir sýningarnar. Hér er hópur þeirra eftir fjölþjóðlegan stuttmyndapakka. Thelma Hjaltadóttir, Martin Strange-Hansen, Mariusz Biernacki, Maxime Couton, Julia Dziworska, Lucia Morciano og 
Marcin Magiera.

Kvikmyndir í fullri lengd

Besta handritið: 25 Years of Innocence 

Besta kvikmyndatakan: Sol’s Journey 

Besti aukaleikari: Ted Dykstra – Happy FKN Sunshine 

Besti leikarinn: Ana José Aldrete – Sol’s Journey 

Besti leikstjórinn: Pawo Choyning Dorji – Lunana: A Yak in a Classroom 

Besta myndin: 25 Years of Innocence