Fréttir

Hvetur fólk til að rífa sig upp úr sófanum: „Netflix má ekki vinna þennan bardaga“


„Það þarf að vera ástæða til að fólk fari út úr húsi og horfi ekki á kvikmynd á iPhone-síma“

Breski kvikmyndagerðarmaðurinn Edgar Wright, sem er best þekktur fyrir myndirnar Shaun of the Dead, Hot Fuzz, Baby Driver og fleiri, stuðlar að mikilvægi þess að fólk sæki kvikmyndahús. Á undanförnum árum hefur aðsókn í bíó dvínað með tilkomu fleiri streymisveita og aukins framboðs í afþreyingarefni. Wright segir slíka þróun eðlilega… Lesa meira

Ósýnilegi maðurinn nær ekki í hælana á Sonic hérlendis


Það stöðvar ekkert Sonic, þó The Invisible Man hafi gert heiðarlega tilraun til þess.

Bíómyndin um hraðskreiða broddgöltinn Sonic hefur reynst óstöðvandi á íslenska bíóaðsóknarlistanum undanfarnar þrjár vikur. Áhuginn á tölvuleikjapersónunni víðfrægu hefur hvergi dvínað en tæplega fjögur þúsund manns sáu myndina um helgina og er heildaraðsókn Sonic the Hedgehog skriðin yfir tuttugu þúsund manns samkvæmt upplýsingum frá FRÍSK. Spennutryllirinn The Invisible Man náði… Lesa meira

Klassa drusla væntanleg í apríl – „Við fórum svolítið á hörkunni í gegnum allt“


„Þetta orð var oft notað til að gera lítið úr manni og er að vissu leyti enn gert í dag,“ segir Ólöf Birna, leikstjóri og handritshöfundur.

Ólöf Birna Torfadóttir, leikstjóri og handritshöfundur, hefur margt á sinni könnu þessa dagana en hún frumsýnir sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd í byrjun apríl, en hún ber heitið Hvernig á að vera klassa drusla. Með aðalhlutverkin fara þær Ásta Júlía Elíasdóttir og Ylfa Marín Haraldsdóttir en leikararnir Þorsteinn Bachmann,… Lesa meira

Jarðarför í sex hlutum – Sjáðu fyrsta sýnishorn


Þættirnir verða sex talsins og eru framleiddir af Glassriver Productions. Nú er fyrsta sýnishornið lent.

Um páskana verður frumsýnd glæný þáttaröð með Þórhalli (Ladda) Sigurðssyni í lykilhlutverki en þættirnir bera heitið Jarðarförin mín og má nú sjá fyrsta sýnishorn úr seríunni. Þættirnir verða sex talsins og eru framleiddir af Glassriver Productions. https://www.youtube.com/watch?v=sa-LVeeFUzw Laddi fer með hlutverk manns sem greinist með ólæknandi heilaæxli sama dag og… Lesa meira

Mulan á bið vegna kórónaveirunnar


Lengi hefur verið áætlað að útgáfa endurgerðarinnar verði ein af stærri myndum ársins víða um heim.

Disney stórveldið neyðist til þess að fresta útgáfu nýju Mulan kvikmyndarinnar í Kína vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Menn hafa lengi búist við að útgáfa endurgerðarinnar verði ein af stærri myndum í Kína í ár en víða um heim bíða margir hennar með mikilli eftirvæntingu. Áætlaður frumsýningardagur myndarinnar í landinu var… Lesa meira

Aðdáendur æfir yfir nýjum upplýsingum um Palpatine


Ýmsir umræðuþræðir varðandi The Rise of Skywalker hafa verið í brennidepli en einn sá umtalaðasti er í garð keisarans alræmda.

Eins og eflaust er mörgum Star Wars-aðdáendum er kunnugt voru viðtökurnar við nýjustu og níundu mynd svonefndu Skywalker-sögunnar, The Rise of Skywalker, vægast sagt blendnar. Ef marka má gagnrýnendavefinn Rotten Tomatoes hefur engin leikin Star Wars kvikmynd hlotið slakari dóma og hafa margir hverjir verið duglegir að deila um gæði… Lesa meira

Eftirminnilegustu persónur í íslenskri kvikmyndasögu – Þessar urðu fyrir valinu


Hvaða persónur í íslenskum kvikmyndum hafa staðið upp úr sögunni í gegnum áraraðirnar?

Hvaða persónur í íslenskum kvikmyndum hafa staðið upp úr sögunni í gegnum áraraðirnar? Þessu hafa eflaust margir spurt sig um enda úr ýmsu að taka þegar kemur að karakterum sem eiga sinn sess í hjörtum og menningarsögu landans. Leikkonan og kvikmyndagerðarkonan Telma Huld Jóhannesdóttir (Webcam, Eden) birti nýverið færslu í… Lesa meira

Vongóður um Independence Day 3


Þýski leikstjórinn Roland Emmerich hefur ekki gefið upp vonina að þriðja Independence Day-bíómyndin verði að veruleika. Framhald hinnar stórvinsælu innrásarmyndar frá 1996 leit dagsins ljóst heilum tuttugu árum síðar og hlaut bæði slakar viðtökur frá áhorfendum jafnt sem gagnrýnendum og dræma aðsókn miðað við væntingar framleiðenda. Þrátt fyrir litla eftirspurn…

Þýski leikstjórinn Roland Emmerich hefur ekki gefið upp vonina að þriðja Independence Day-bíómyndin verði að veruleika. Framhald hinnar stórvinsælu innrásarmyndar frá 1996 leit dagsins ljóst heilum tuttugu árum síðar og hlaut bæði slakar viðtökur frá áhorfendum jafnt sem gagnrýnendum og dræma aðsókn miðað við væntingar framleiðenda. Þrátt fyrir litla eftirspurn… Lesa meira

Síðasta mynd Jóhanns talin á meðal þeirra bestu á Berlinale


Fyrsta kvikmynd Jóhanns í leikstjórasætinu, og jafnframt hans síðasta verk, var heimsfrumsýnd í Berlín við stórgóðar viðtökur.

Kvikmyndin Last and First Men var nýverið heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín við frábærar viðtökur. Um er að ræða fyrstu kvikmynd Jóhanns Jóhannssonar heitins en hann skrifaði og leikstýrði verkinu auk þess að semja hluta af tónlistinni.  Jóhann var að leggja lokahönd á kvikmyndina þegar hann lést í febrúar árið… Lesa meira

Fyrstu viðbrögð við Síðustu veiðiferðinni jákvæð: „Manni verkjar í andlitið af hlátri“


Gamanmyndin Síðasta veiðiferðin segir frá vinahópi og árlegum veiðitúr þeirra, sem oft hefur endað með ósköpum. Í þetta skiptið hyggjast þeir taka ferðina alvarlega og slaka á í ruglinu auk þess að njóta náttúrunnar, en eins og oft er sagt er erfitt að kenna gömlum hundum að sitja og fara…

Gamanmyndin Síðasta veiðiferðin segir frá vinahópi og árlegum veiðitúr þeirra, sem oft hefur endað með ósköpum. Í þetta skiptið hyggjast þeir taka ferðina alvarlega og slaka á í ruglinu auk þess að njóta náttúrunnar, en eins og oft er sagt er erfitt að kenna gömlum hundum að sitja og fara… Lesa meira

Vinsælast á Netflix á Íslandi í dag – Blind ást á toppnum


Þetta eru 10 vinsælustu titlarnir á Netflix í dag. Ertu örugglega búin/n að uppfæra áhorfslistann þinn?

Notkun Íslendinga á streymisveitunni Netflix hefur aukist stöðugt á undanförnum misserum og virðist vera nóg af framboði efnis sem hentar einum og hverjum. Nýverið tók streymisveitan upp á því að birta lista yfir tíu vinsælustu titla í hverju landi, en þar falla kvikmyndir, sjónvarpsþættir, heimildarmyndir og allt tilheyrandi undir sama… Lesa meira

Barist fyrir ástinni með fullar hendur – Stafræn myndasaga aðgengileg


Það má ýmislegt segja um Daniel Radcliffe, en maðurinn velur sér sjaldan dæmigerð hlutverk. Nú er myndasaga byggð á handriti Guns Akimbo aðgengileg.

Spennu- og gamanmyndin Guns Akimbo hefur vakið talsverða athygli í kjölfar frumsýningarinnar á kvikmyndahátíðinni í Toronto í fyrra. Myndin er frumsýnd um helgina og skartar hinum góðkunna Daniel Radcliffe í aðalhlutverki, en í kjölfar velgengni Harry Potter-seríunnar hefur leikarinn verið þekktur fyrir skrautleg hlutverk og frumlegar kvikmyndir. Sem dæmi má… Lesa meira

Noomi rifjar upp íslenskukunnáttuna og æskuna á Flúðum: „Ég lofa því að ég er ekki kvenleg“


Leikkonan Noomi Rapace er fyrsti gestur Loga Bergmanns í nýrri þáttaröð Með Loga, sem sýndur verður í kvöld í Sjónvarpi Símans, en í þættinum rifjar hún upp hlýjar minningar frá Íslandi, þar sem hún bjó með móður sinni og íslenskum stjúpföður í sveitinni á Flúðum. Má þess geta að Noomi…

Leikkonan Noomi Rapace er fyrsti gestur Loga Bergmanns í nýrri þáttaröð Með Loga, sem sýndur verður í kvöld í Sjónvarpi Símans, en í þættinum rifjar hún upp hlýjar minningar frá Íslandi, þar sem hún bjó með móður sinni og íslenskum stjúpföður í sveitinni á Flúðum. Má þess geta að Noomi… Lesa meira

Lengsta Bond-mynd sögunnar í vændum


Bíógestir og ekki síður Bond-unnendur mega búast við þokkalega langri setu næstkomandi apríl, en nýjasta kvikmyndin um njósnara hennar hátignar, sem ber heitið No Time to Die, verður lengsta Bond-myndin sem gerð hefur verið til þessa. Segja heimildir að lokaútgáfa myndarinnar sé fullkláruð og sé 163 mínútur að lengd, eða…

Bíógestir og ekki síður Bond-unnendur mega búast við þokkalega langri setu næstkomandi apríl, en nýjasta kvikmyndin um njósnara hennar hátignar, sem ber heitið No Time to Die, verður lengsta Bond-myndin sem gerð hefur verið til þessa. Segja heimildir að lokaútgáfa myndarinnar sé fullkláruð og sé 163 mínútur að lengd, eða… Lesa meira

Bestu búningar kvikmyndasögunnar – Hverjir bera af?


Öskudagurinn hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgum landsmönnum eða netverjum sem stunda samfélagsmiðla. Eins og ýmsum er kunnugt hefst þessi dagur ávallt á sjöundu viku fyrir páska og er yfirleitt á bilinu 4. febrúar til 10. mars. Dagur þessi á sér langa sögu sem rekja má til þess siðar að…

Öskudagurinn hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgum landsmönnum eða netverjum sem stunda samfélagsmiðla. Eins og ýmsum er kunnugt hefst þessi dagur ávallt á sjöundu viku fyrir páska og er yfirleitt á bilinu 4. febrúar til 10. mars. Dagur þessi á sér langa sögu sem rekja má til þess siðar að… Lesa meira

Hryllingsmynd í anda #metoo – „Spenna, drungi og skelfing“


Spennuhrollurinn The Invisible Man er frumsýnd nú um helgina og tekur glænýjan, nýstárlegan snúning á sígildu sögu H.G. Wells. Myndinni er leikstýrt af ástralska kvikmyndagerðarmanninum Leigh Whannell og sér hann einnig um handritið. Whannell hefur farið yfir nokkuð víðan völl í spennugeiranum og var á meðal upprunalegu aðstandenda Saw- og…

Spennuhrollurinn The Invisible Man er frumsýnd nú um helgina og tekur glænýjan, nýstárlegan snúning á sígildu sögu H.G. Wells. Myndinni er leikstýrt af ástralska kvikmyndagerðarmanninum Leigh Whannell og sér hann einnig um handritið. Whannell hefur farið yfir nokkuð víðan völl í spennugeiranum og var á meðal upprunalegu aðstandenda Saw- og… Lesa meira

Hrottalegir víkingar á Íslandi


Í fyrrahaust var greint frá því að bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Robert Eggers væri með hefndarsögu í bígerð sem nefnist The Northman. Um er þar að ræða víkingamynd sem gerð er eftir handriti sem Eggers skrifaði í samvinnu við rithöfundinn Sigurjón Birgi Sigurðsson, betur þekktan sem Sjón. Saga myndarinnar gerist á Íslandi…

Í fyrrahaust var greint frá því að bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Robert Eggers væri með hefndarsögu í bígerð sem nefnist The Northman. Um er þar að ræða víkingamynd sem gerð er eftir handriti sem Eggers skrifaði í samvinnu við rithöfundinn Sigurjón Birgi Sigurðsson, betur þekktan sem Sjón. Saga myndarinnar gerist á Íslandi… Lesa meira

Opnar sig um fráfall Jóhanns: „Hann var mér sem bróðir í listsköpuninni“


„Ég féll samstundis fyrir hljómum Jóhanns. Það er virðuleg depurð í verkum hans og í grunninn snýst tónlistin um eina djúpstæða spurningu: „Hvers vegna svarar Guð ekki símtölum okkar?““ Svo mælir fransk-kanadíski leikstjórinn Denis Villeneuve en minnist tónskáldsins Jóhanns Jóhannssonar með fögrum orðum í samtali við vefmiðilinn Deadline, tveimur árum eftir…

„Ég féll samstundis fyrir hljómum Jóhanns. Það er virðuleg depurð í verkum hans og í grunninn snýst tónlistin um eina djúpstæða spurningu: „Hvers vegna svarar Guð ekki símtölum okkar?““ Denis Villeneuve og Jóhann Jóhannsson. Svo mælir fransk-kanadíski leikstjórinn Denis Villeneuve en minnist tónskáldsins Jóhanns Jóhannssonar með fögrum orðum í samtali… Lesa meira

Enginn nær Sonic


Tvö efstu sæti íslenska bíóaðsóknarlistans eru óbreytt eftir sýningar helgarinnar, en hinn hraðskreiði Sonic: The Hedgehog og æringjarnir í Klovn: The Final sitja í tveimur efstu sætunum aðra vikuna í röð. Þriðja sætið fellur svo Óskarsverðlaunamyndinni Parasite í skaut, en hún rauk upp aðsóknarlistann eftir að hún var valin besta…

Tvö efstu sæti íslenska bíóaðsóknarlistans eru óbreytt eftir sýningar helgarinnar, en hinn hraðskreiði Sonic: The Hedgehog og æringjarnir í Klovn: The Final sitja í tveimur efstu sætunum aðra vikuna í röð. Þriðja sætið fellur svo Óskarsverðlaunamyndinni Parasite í skaut, en hún rauk upp aðsóknarlistann eftir að hún var valin besta… Lesa meira

Verstu framhaldsmyndir allra tíma


Breska blaðið The Independent hefur birt á vef sínum nýjan lista yfir 27 verstu framhaldsmyndir allra tíma, og kennir þar ýmissa slæmra grasa. Blaðið segir að listinn sé tekinn saman í tilefni af væntanlegu framhaldi kvikmyndarinnar PS I Love You. Í frétt blaðsins segir að ef að mynd hafi töluna…

Breska blaðið The Independent hefur birt á vef sínum nýjan lista yfir 27 verstu framhaldsmyndir allra tíma, og kennir þar ýmissa slæmra grasa. Blaðið segir að listinn sé tekinn saman í tilefni af væntanlegu framhaldi kvikmyndarinnar PS I Love You. Í frétt blaðsins segir að ef að mynd hafi töluna… Lesa meira

Leigumorðingi missir minnið


Hinn grjótharði kvikmyndaleikari Liam Neeson hefur verið ráðinn til að leika aðalhlutverkið í glæpatryllinum Memory, í leikstjórn Martin Campbell. Tökur myndarinnar eiga að hefjast í Bandaríkjunum í ágúst á þessu ári, en í myndinni mun Neeson leika leigumorðingja sem glímir við minnistap. Hann leggur á flótta eftir að hann neitar…

Hinn grjótharði kvikmyndaleikari Liam Neeson hefur verið ráðinn til að leika aðalhlutverkið í glæpatryllinum Memory, í leikstjórn Martin Campbell. Tökur myndarinnar eiga að hefjast í Bandaríkjunum í ágúst á þessu ári, en í myndinni mun Neeson leika leigumorðingja sem glímir við minnistap. Hann leggur á flótta eftir að hann neitar… Lesa meira

Broddgöltur á toppinn og Parasite rýkur upp listann


Það kemur ekki á óvart að Sonic: The Hedgehog hafi farið beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um helgina, því myndin fjallar um leiftursnöggan bláan broddgölt. Þá má segja að velgengni næst vinsælustu kvikmyndarinnar, Klovn: The Final, komi ekki á óvart heldur, því þar eru á ferð æringjar og Íslandsvinir miklir,…

Það kemur ekki á óvart að Sonic: The Hedgehog hafi farið beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um helgina, því myndin fjallar um leiftursnöggan bláan broddgölt. Þá má segja að velgengni næst vinsælustu kvikmyndarinnar, Klovn: The Final, komi ekki á óvart heldur, því þar eru á ferð æringjar og Íslandsvinir miklir,… Lesa meira

Leikur einn afkastamesta fjöldamorðingja sögunnar


Leikararnir Jessica Chastain og Eddie Redmayne munu leiða saman hesta sína í spennutryllinum The Good Nurse, að því er Variety kvikmyndaritið greinir frá. Myndin verður fyrsta kvikmynd danska A War leikstjórans Tobias Lindholm á ensku. Kvikmyndin fjallar um Charlie Cullen, hjúkrunarfræðing, sem er talinn vera einn afkastamesti fjöldamorðingi allra tíma,…

Leikararnir Jessica Chastain og Eddie Redmayne munu leiða saman hesta sína í spennutryllinum The Good Nurse, að því er Variety kvikmyndaritið greinir frá. Myndin verður fyrsta kvikmynd danska A War leikstjórans Tobias Lindholm á ensku. Kvikmyndin fjallar um Charlie Cullen, hjúkrunarfræðing, sem er talinn vera einn afkastamesti fjöldamorðingi allra tíma,… Lesa meira

Indiana Jones 5 í gang í apríl


Harrison Ford, aðalleikari kvikmyndarinnar Call of the Wild, eða Óbyggðirnar kalla, sem frumsýnd verður hér á Íslandi um næstu helgi, 21. febrúar, segir að tökur á fimmtu Indiana Jones kvikmyndinni, gætu hafist næsta sumar. Hollywoodstjarnan, sem er orðin 77 ára gömul, staðfesti í spjallþætti Ellen DeGeneres, að hann myndi ná…

Harrison Ford, aðalleikari kvikmyndarinnar Call of the Wild, eða Óbyggðirnar kalla, sem frumsýnd verður hér á Íslandi um næstu helgi, 21. febrúar, segir að tökur á fimmtu Indiana Jones kvikmyndinni, gætu hafist næsta sumar. Indiana Jones og faðir hans. Hollywoodstjarnan, sem er orðin 77 ára gömul, staðfesti í spjallþætti Ellen… Lesa meira

Klassa druslur í bíó í apríl


Þann þriðja apríl næstkomandi verður ný íslensk gamanmynd frumsýnd í kvikmyndahúsum Senu, sem ber heitið Hvernig á að vera klassa drusla. Leikstjóri og handritshöfundur er Ólöf Birna Torfadóttir, en þetta er fyrsta kvikmynd hennar í fullri lengd. Myndin fjallar um þrælvana sveitapíu sem grípur borgarbarnið vinkonu sína með sér út…

Þann þriðja apríl næstkomandi verður ný íslensk gamanmynd frumsýnd í kvikmyndahúsum Senu, sem ber heitið Hvernig á að vera klassa drusla. Leikstjóri og handritshöfundur er Ólöf Birna Torfadóttir, en þetta er fyrsta kvikmynd hennar í fullri lengd. Steinunn Ólína og stelpurnar. Myndin fjallar um þrælvana sveitapíu sem grípur borgarbarnið vinkonu… Lesa meira

Hetjuleg frammistaða


Kvikmyndin um andhetjuna Harley Quinn, Birds of Prey, með Margot Robbie í aðalhlutverki, sigldi beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um nýliðna Óskarshelgi. Herramennirnir í The Gentlemen áttu því frekar skamma viðdvöl á toppnum, og þurfa nú að sætta sig við annað sæti listans. Þriðja sætið, rétt eins og í síðustu…

Kvikmyndin um andhetjuna Harley Quinn, Birds of Prey, með Margot Robbie í aðalhlutverki, sigldi beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um nýliðna Óskarshelgi. Herramennirnir í The Gentlemen áttu því frekar skamma viðdvöl á toppnum, og þurfa nú að sætta sig við annað sæti listans. Skrautleg persóna. Þriðja sætið, rétt eins og… Lesa meira

Hildur er No Brainer í nótt segir akademíumeðlimur


Karlkyns framleiðandi og meðlimur í Óskarsakademíunni fjallar nafnlaust af fullri hreinskilni um hvaða Óskarsverðlaunahafa hann kaus, en dómur hans er birtur á vefsíðunni The Hollywood Reporter. Verðlaunin sjálf verða veitt í nótt að íslenskum tíma, eða frá klukkan 1 – 4. Að sjálfsögðu tjáir hann sig um hvað hann kaus…

Karlkyns framleiðandi og meðlimur í Óskarsakademíunni fjallar nafnlaust af fullri hreinskilni um hvaða Óskarsverðlaunahafa hann kaus, en dómur hans er birtur á vefsíðunni The Hollywood Reporter. Verðlaunin sjálf verða veitt í nótt að íslenskum tíma, eða frá klukkan 1 - 4. Að sjálfsögðu tjáir hann sig um hvað hann kaus… Lesa meira

Cats tilnefnd til átta Razzie verðlauna


Grínverðlaunin Razzie, þar sem Hollywood velur það sem verst þykir ár hvert í kvikmyndunum, verða veitt á næstunni, og nú hafa tilnefningarnar verið birtar. Eins og marga hefði getað grunað þá er söngvamyndin Cats áberandi á lista yfir tilnefningar, og fjórir aðalleikarar eru tilnefndir sem verstu leikarar ársins, þau James…

Grínverðlaunin Razzie, þar sem Hollywood velur það sem verst þykir ár hvert í kvikmyndunum, verða veitt á næstunni, og nú hafa tilnefningarnar verið birtar. Köttur úti á götu. Eins og marga hefði getað grunað þá er söngvamyndin Cats áberandi á lista yfir tilnefningar, og fjórir aðalleikarar eru tilnefndir sem verstu… Lesa meira

Harðsoðin og ræðin séntilmenni


Hasskóngurinn Mickey Pearson (Matthew McConaughey) hefur komið sér upp miklu veldi í London og hefur selt varning sinn og forðast langan arm laganna við góðan orðstír meðal allra í undirheiminum. Nú vill hann selja ríkidæmi sitt hæstbjóðanda og njóta seinni hluta lífs síns í makindum ásamt konu sinni Rosalind (Michelle…

Hasskóngurinn Mickey Pearson (Matthew McConaughey) hefur komið sér upp miklu veldi í London og hefur selt varning sinn og forðast langan arm laganna við góðan orðstír meðal allra í undirheiminum. Nú vill hann selja ríkidæmi sitt hæstbjóðanda og njóta seinni hluta lífs síns í makindum ásamt konu sinni Rosalind (Michelle… Lesa meira

Heiðursmenn heilluðu


Heiðursmennirnir hans Guy Ritchie í The Gentlemen voru vinsælasta kvikmyndin um nýliðna helgi í bíóhúsum landsmanna, en myndin sendi toppmynd síðustu tveggja vikna, Bad Boys for Life niður í annað sæti íslenska bíóaðsóknarlistans. Þriðja sætið féll svo hinni margverðlaunuðu 1917 í skaut. Tvær nýjar kvikmyndir auk Gentlemen, bættust í bíóhúsin…

Heiðursmennirnir hans Guy Ritchie í The Gentlemen voru vinsælasta kvikmyndin um nýliðna helgi í bíóhúsum landsmanna, en myndin sendi toppmynd síðustu tveggja vikna, Bad Boys for Life niður í annað sæti íslenska bíóaðsóknarlistans. Heiðursmenn. Þriðja sætið féll svo hinni margverðlaunuðu 1917 í skaut. Tvær nýjar kvikmyndir auk Gentlemen, bættust í… Lesa meira