Fred Willard látinn

Bandaríski gamanleikarinn Fred Willard er látinn, 86 ára að aldri. Dóttir hans staðfesti þetta í yfirlýsingu en þar segir að hann hafi látist á aðfaranótt laugardags í faðmi fjölskyldunnar.

Willard er þekktur fyrir ýmis hlutverk í fjölmörgum kvikmyndum og þáttum, en á meðal hans þekktustu eru í vinsælum myndum á borð við This is Spinal Tap, Waiting for Guffman og þáttunum Modern Family. Má þó heldur ekki gleyma Idle Hands, Anchorman og Best in Show.

Margir frægir einstaklingar minnast leikarans á samfélagsmiðlinum Twitter, þar á meðal Steve Martin, Billy Crystal, Christina Applegate, Chelsea Peretti, Kevin Smith, John Cusack, Jane Lynch, Steve Carell og fleiri.