Christoph Waltz hrellir í Horrible Bosses 2

Austurríski leikarinn og Óskarsverðlaunahafinn Christoph Waltz hefur verið ráðinn til að leika í framhaldinu af gamanmyndinni Horrible Bosses og slæst þar í hóp með einvalaliði leikara, eins og Jason Bateman, Jason Sudeikis, Charlie Day, Jamie Foxx, Jennifer Aniston, Kevin Spacey og Chris Pine. 

Christoph+Waltz+Django+Unchained+Comic+Con+4xEe0n_o3W_x

New Line framleiðslufyrirtækið hefur einnig gefið út frumsýningardag fyrir myndina, en myndin verður frumsýnd 28. nóvember 2015.

Waltz og Pine munu leika feðga sem hrella aðal persónur myndarinnar sem nýir „hræðilegir“ yfirmenn.

Upprunalega Horrible Bosses myndin gekk glimrandi vel í miðasölunni og þénaði 201 milljón Bandaríkjadala á alheimsvísu.

Samkvæmt frétt Variety kvikmyndavefsins þá hefur Waltz komið til greina í hlutverkið um nokkra hríð, en óvíst var hvort að hann hefði tíma.

Waltz á einnig í viðræðum um að leika í aðalþorparann í Tarzan, sem Warner Bros. framleiða.