Brad Pitt eltir uppvakninga – kitla

Framleiðendur Zombie stórmyndarinnar World War Z með stórstjörnunni Brad Pitt í aðalhlutverki, ætla að frumsýna nýja stiklu úr myndinni samhliða frumsýningaræðinu í kringum James Bond myndina, Skyfall, sem verður frumsýnd nú um næstu helgi í Bandaríkjunum.

Entertainment Tonight sjónvarpsþátturinn birti í gær stutta kitlu úr stiklunni sem sjá má hér að neðan:

 

Söguþráður myndarinnar er eftirfarandi: Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna á í kappi við klukkuna og örlögin, þegar hann ferðast um heiminn til að reyna að stöðva útbreiðslu uppvakningafaraldurs. 

Myndin verður frumsýnd 21. júní 2013.

Hvernig líst ykkur á Brad Pitt í Zombie bardaga ….