Bond vinsælastur, Brad Pitt sækir á

Það kemur kannski engum á óvart en aðra vikuna í röð er nýjasta James Bond myndin, Skyfall, á toppi íslenska DVD / Blu-ray listans. Í öðru sæti, ný á lista er Brad Pitt spennutryllirinn Killing Them Softly og í þriðja sæti, sína fjórðu viku á lista, er Taken 2 með Liam Neeson í aðalhlutverki.

Í fjórða sæti eru svo turtildúfurnar Meryl Streep og Tommy Lee Jones í Hope Springs og í fimmta sæti situr svo rannsóknarlögreglumaðurinn Alex Cross í samnefndri mynd.

Tvær nýjar myndir til viðbótar eru á listanum. Sjálfur Jean Claude Van Damme fer beint í 16. sætið í mynd sinni 6 Bullets og ný í 18. sæti er gamanmyndin Fun Size. 

Sjáðu listann yfir 20 vinsælustu DVD og Blu-ray myndir á Íslandi í dag hér fyrir neðan: