Ástfangnar konur með flestar Golden Globe tilnefningar

Carol, kvikmynd um tvær konur sem verða ástfangnar á sjötta áratug síðustu aldar í New York, fengu flestar tilnefningar til Golden Globe verðlaunanna, eða fimm talsins, en tilkynnt var um hvaða þættir og myndir fengju tilnefningar, í Hollywood í dag. Meðal annars er Carol tilnefnd sem besta mynd. Golden Globe verðlaunin þykja jafnan gefa góðar vísbendingar um hverjir fá Óskarsverðlaunin, sem afhent verða 28. febrúar á næsta ári.

carol

Þrjár kvikmyndir fengu fjórar tilnefningar hver; The Big Short, mynd um alþjóðlegu veðlánakrísuna á síðasta áratug, óbyggðamyndin The Revenant, og hin sjálfsævisögulega Steve Jobs, um stofnanda og forstjóra Apple tölvurisans.

Verðlaunin verða afhent þann 10. janúar nk. og kynnir verður grínistinn Ricky Gervais.

„Þetta er frábær mynd,“ sagði Matt Atchity, aðalritstjóri gagnrýnendavefjarins Rottentomatoes.com, um Carol, í samtali við Bloomberg vefsíðuna.  „Það er auðvelt að sjá afhverju hún er tilnefnd, og hún hefur einnig glys og glaums-eiginleikann. Myndin er einnig mjög fallega kvikmynduð.“

Carol hefur nú þegar verið valin sem besta mynd ársins af New York Critics Circle.

Smelltu hér til að sjá lista yfir allar tilnefningarnar.