Fyrir mér er það árlegur viðburður að sjá Super Bowl auglýsingarnar. Ef það væri ekki fyrir þær þá vissi ég örugglega ekki hvað sjálft Super Bowl er. Í þetta sinn voru 10 bíómyndir sem keyptu sér auglýsingapláss í einni af eftirsóknaverðustu auglýsingahléum heims. Til gamans má geta að ef þú átt gömul blá/rauð 3D gleraugu þá er um að gera að setja þau upp þegar þú horfir á Monsters vs. Aliens auglýsinguna. Virkar misvel, ég reyndi fyrst að horfa á hann í fullscreen, en það var ekki fyrr en ég horfði á hann í littlum glugga að ég sá þrívíddina, gaman af því. Nýju svörtu gleraugun sem fylgdu til dæmis með Journey to the Center of the Earth 3D virka ekki. Það kom mér á óvart hvað ein auglýsingin var löng. Auglýsingin fyrir The Year One er nefninlega yfir tvær mínútur. Eitthvað hlítur það að hafa kostað.
Einnig voru dagsetningar fyrir íslenska frumsýningadaga uppfærðir í dag með nokkrum nýjum kvikmyndum. Smelltu á takkann „Væntanlegt“ hér fyrir ofan til að skoða listann.
Hér fyrir neðan má sjá Super Bowl auglýsingarnar.
Up:
Transformers: Revenge of the Fallen:

