Aðalleikarar
Leikstjórn
Þunn og fljótgleymd, en ég hló!
DreamWorks Animation hefur alltaf virkað á mig eins og frændsystkini Pixar, sem reynir sífellt að vera jafn gott en tekst það nánast aldrei. Þeir mega þó eiga það að myndirnar þeirra eru oftast kryddaðar góðum húmor, sem bætir aðeins upp fyrir það innihald sem hefur mikið vantað hjá þeim undanfarið... sál.
Monsters vs. Aliens er einmitt tilvalið dæmi um svona lagað. Myndin er skemmtileg, virkilega fyndin á köflum en samt er voða takmörkuð umhyggja fyrir persónunum og það gerir myndina frekar óminnisstæða þegar uppi er staðið. Mig langaði virkilega mikið til þess að sjá meira af þeim frábæru karakterum sem hér er að finna, en þeir gera bara svo ósköp lítið annað en að punga út bröndurum og taka þátt í hasarnum.
Hugmyndin á bakvið myndina er hins vegar brilliant, og það er auðséð að aðstandendur eru miklir kvikmyndanördar sem hafa unnið heimavinnuna. Monsters vs. Aliens er einn stór óður til gamaldags skrímslamynda, þar sem m.a.s. helstu persónur vitna í þekkt fyrirbæri. BOB (talsettur af Seth Rogen) er augljós tilvísun í The Blob, The Missing Link (Will Arnett - maður sem ég dýrka í Arrested Development-þáttunum) stælir The Creature from the Black Lagoon, Dr. Cockroach (Hugh Laurie) er The Fly, Susan/Ginormica (Reese Witherspoon) er The 50 ft. Woman og Insectosaurus (??) er með öllum líkindum japanska fyrirbærið Mothra. Hvað geimverurnar varða þá vitnar handritið í allt frá Star Trek til E.T. og Close Encounters. Þetta gefur allt saman til kynna að aðstandendur hafi haft mikinn áhuga á myndinni og greinilega sýnt metnað með henni. Bara verst hvað hún gerir svo mikið en samt eitthvað svo lítið.
Ég fílaði raddirnar mjög vel. Hugh Laurie fannst mér bera mest af ásamt Kiefer Sutherland. Reese Witherspoon fær þó mesta heiðurinn, býst ég við, enda hennar persóna sú eina sem fær eitthvað að gera af viti, og hefur einhverja almennilega karakterþróun. Mér fannst að hin "skrímslin" hefðu mátt fá svipaða athygli því öll myndin er hennar saga. Frekar þá að breyta titlinum úr Monsters vs. Aliens yfir í "Susan and the Monsters Fight Some Aliens" því þetta olli mér talsverðum vonbrigðum. Maður gerir sér óneitanlega væntingar til epískari baráttu, sem maður fær varla.
Mér hefði ekki fundist neitt að því að troða aðeins meira innihaldi inn í ræmuna gegnum persónurnar því þessi mynd er svo fjandi einföld. Brandararnir eru reyndar margir frábærir og sumir skemmtilega súrir ("Evidently they eat lead"). Grafíkin er sömuleiðis glæsileg og útlitið almennt frábært. Myndin kemur líka SVAKALEGA vel út í þrívídd og virkar í versta falli sem glæsileg æfing í flottri grafík. En sem betur fer er aðeins meira á bakvið myndina. Samt fannst mér eins og útlitið hafi reynt allan tímann að kæfa einfaldleikann í handritinu. Það virkar upp að vissu marki, en maður sér fljótt í gegnum það.
Á endanum finnst mér eins og ég hafi fengið aðeins hluta af frábærri fjölskyldumynd. Húmorinn er til staðar ásamt massaflottri tölvuteikningu og öflugu skemmtanagildi. Það vantar samt alla hlýju inn í myndina og finnst manni heildin ógurlega tóm, þar sem að manni líkar ekki nægilega vel við aðalpersónurnar. DreamWorks þarf að bæta sig í svona löguðu.
6/10
DreamWorks Animation hefur alltaf virkað á mig eins og frændsystkini Pixar, sem reynir sífellt að vera jafn gott en tekst það nánast aldrei. Þeir mega þó eiga það að myndirnar þeirra eru oftast kryddaðar góðum húmor, sem bætir aðeins upp fyrir það innihald sem hefur mikið vantað hjá þeim undanfarið... sál.
Monsters vs. Aliens er einmitt tilvalið dæmi um svona lagað. Myndin er skemmtileg, virkilega fyndin á köflum en samt er voða takmörkuð umhyggja fyrir persónunum og það gerir myndina frekar óminnisstæða þegar uppi er staðið. Mig langaði virkilega mikið til þess að sjá meira af þeim frábæru karakterum sem hér er að finna, en þeir gera bara svo ósköp lítið annað en að punga út bröndurum og taka þátt í hasarnum.
Hugmyndin á bakvið myndina er hins vegar brilliant, og það er auðséð að aðstandendur eru miklir kvikmyndanördar sem hafa unnið heimavinnuna. Monsters vs. Aliens er einn stór óður til gamaldags skrímslamynda, þar sem m.a.s. helstu persónur vitna í þekkt fyrirbæri. BOB (talsettur af Seth Rogen) er augljós tilvísun í The Blob, The Missing Link (Will Arnett - maður sem ég dýrka í Arrested Development-þáttunum) stælir The Creature from the Black Lagoon, Dr. Cockroach (Hugh Laurie) er The Fly, Susan/Ginormica (Reese Witherspoon) er The 50 ft. Woman og Insectosaurus (??) er með öllum líkindum japanska fyrirbærið Mothra. Hvað geimverurnar varða þá vitnar handritið í allt frá Star Trek til E.T. og Close Encounters. Þetta gefur allt saman til kynna að aðstandendur hafi haft mikinn áhuga á myndinni og greinilega sýnt metnað með henni. Bara verst hvað hún gerir svo mikið en samt eitthvað svo lítið.
Ég fílaði raddirnar mjög vel. Hugh Laurie fannst mér bera mest af ásamt Kiefer Sutherland. Reese Witherspoon fær þó mesta heiðurinn, býst ég við, enda hennar persóna sú eina sem fær eitthvað að gera af viti, og hefur einhverja almennilega karakterþróun. Mér fannst að hin "skrímslin" hefðu mátt fá svipaða athygli því öll myndin er hennar saga. Frekar þá að breyta titlinum úr Monsters vs. Aliens yfir í "Susan and the Monsters Fight Some Aliens" því þetta olli mér talsverðum vonbrigðum. Maður gerir sér óneitanlega væntingar til epískari baráttu, sem maður fær varla.
Mér hefði ekki fundist neitt að því að troða aðeins meira innihaldi inn í ræmuna gegnum persónurnar því þessi mynd er svo fjandi einföld. Brandararnir eru reyndar margir frábærir og sumir skemmtilega súrir ("Evidently they eat lead"). Grafíkin er sömuleiðis glæsileg og útlitið almennt frábært. Myndin kemur líka SVAKALEGA vel út í þrívídd og virkar í versta falli sem glæsileg æfing í flottri grafík. En sem betur fer er aðeins meira á bakvið myndina. Samt fannst mér eins og útlitið hafi reynt allan tímann að kæfa einfaldleikann í handritinu. Það virkar upp að vissu marki, en maður sér fljótt í gegnum það.
Á endanum finnst mér eins og ég hafi fengið aðeins hluta af frábærri fjölskyldumynd. Húmorinn er til staðar ásamt massaflottri tölvuteikningu og öflugu skemmtanagildi. Það vantar samt alla hlýju inn í myndina og finnst manni heildin ógurlega tóm, þar sem að manni líkar ekki nægilega vel við aðalpersónurnar. DreamWorks þarf að bæta sig í svona löguðu.
6/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Rob Letterman, Conrad Vernon, Albert Hogsett, Jonathan Aibel, Amy Stiller
Framleiðandi
Paramount/Dreamworks Animation
Vefsíða:
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
3. apríl 2009
Útgefin:
15. október 2009