Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Sorority Boys 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 14. júní 2002

The only way to become one of the boys again... is to become one of the girls.

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 12% Critics
The Movies database einkunn 25
/100

Eftir að þrír fyrirferðarmiklir strákar eru reknir úr bræðralagshúsinu, þá klæða þeir sig upp í kvenmannsföt og sækja um í "ljótu stelpu" systrafélagið, "Hundakofann", þar sem þeir telja sig munu passa vel inn. Í þessu nýja umhverfi, þá fara þeir í naflaskoðun, og átta sig á því hvað þeir hafa komið illa fram við konur í gegnum árin. Þegar... Lesa meira

Eftir að þrír fyrirferðarmiklir strákar eru reknir úr bræðralagshúsinu, þá klæða þeir sig upp í kvenmannsföt og sækja um í "ljótu stelpu" systrafélagið, "Hundakofann", þar sem þeir telja sig munu passa vel inn. Í þessu nýja umhverfi, þá fara þeir í naflaskoðun, og átta sig á því hvað þeir hafa komið illa fram við konur í gegnum árin. Þegar þeir fá boð um að koma í "hundafangara" partý í gamla bræðralagshúsið, þá ákveða þeir að fara, til að ná í dótið sitt meðal annars, og gera upp við fortíðina.... minna

Aðalleikarar


Ég held að stjörnufjöldinn segir í raun allt sem segja þarf!! En að vísu er best að segja aðeins frá þessari ferlegu bíóupplifun. Satt að segja hef ég ekki orðið vitni af jafn mikilli leiðindi og Sorority Boys; Hún er ófyndin, hallærisleg, þunn, fyrirsjáanleg og það versta er að hún fylgir klisjunni fullkomlega. Söguþráðurinn er bara innantóm klisja í dulbúningi. Í fyrri hlutanum er plottið nokkuð skondið, en með tímanum, þá verður hún að þessari glötuðu og fáránlegu steypu. Persónur myndarinnar eru of flatar til að maður geti farið að sýna samúð með þeim, og húmorinn er á svo lágu plani að maður fer næstum því að hlæja bara vegna þess að brandararnir reyna að vera fyndnir. Ég bið leikstjóra þessarar myndar að hugsa sinn gang áður en hann kemur nálægt kvikmyndagerð í framtíðinni. Hápunkturinn við Sorority Boys er hinn grínistinn Harland Williams, sem er hreint út sagt óborganlegur (enda er einkunnin bara fyrir hann), og hefði hann ekki verið viðstaddur í þessari mynd, þá hefði ég sjálfsagt gengið út úr hléinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sorority Boys er frekar dæmigerð gamanmynd um bræðra- og systrafélög í

bandarískum háskólum og allt sukkið sem fylgir þeim. Þrír félagar vakna upp

við vondan draum einn daginn þegar þeir eru reknir úr bræðrafélagi sínu og

verða að finna sér annan samastað. Atburðarásin þróast út í það að þeir

gerast klæðskiptingar og ganga í systrafélag, en stelpurnar þar halda auðvitað

að þeir séu kynsystur sínar. Um leið og þeir reyna öll ráð til að komast

aftur inn í bræðrafélagið sitt fá þeir að kynnast áður óþekktum hliðum

veikara kynsins og komast í snertingu við kvennlegu hliðar sínar sem aldrei fyrr.

Lítið er um þekkta leikara hér, en flestir komast þó þokkalega frá sínu. Sérstaklega

fer Harland Williams (sem hefur komið fram í flestum myndum Farelli bræðranna) á kostum

eftir að hann er kominn í kvenn-haminn sinn. Sorority Boys náði vel að uppfylla þær

takmörkuðu væntingar sem ég hafði til hennar og rétt rúmlega það. Þrátt fyrir að hér gangi

flest út á neðanbeltis húmor og að myndin skilji ekki mikið eftir sig getur verið

gaman af svona myndum einstöku sinnum. Því skelli ég tveimur og hálfri stjörnu á Sorority Boys.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn