Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi fræga menntaskólagamnmynd sem fæddi af sér milljón-eftirlíkingar, hefur ekki staðist tímans tönn vel. Húmorinn hefur elst misvel, sumt virkar ágætlega á meðan annað er frekar vitlaust og ófyndið. Líður þokkalega áfram og er forvitnileg út af leikhópnum sem margir hverjir áttu eftir að gera stærri hluti.
Mynd sem oft hefur verið hermt eftir, oftast illa. Bræðrafélag í háskóla í Bandaríkjunum er fullt af fyllibyttum, dópistum og fólki sem yfirleitt hefur minni áhuga á lærdómnum en skemmtunum. Rektorinn vill þá burt og fær til þess aðstoð óvinabræðrafélags. Þetta er í stuttu máli heimskuleg gamanmynd, oft fyrirsjáanlegt en alveg ægilega fyndin. John Belushi fer sérstaklega á kostum. Takið eftir Kevin Bacon og Tom Hulce (Amadeus).
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Universal Pictures
Vefsíða:
Aldur USA:
R