Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Loksins gerir Harold Ramis mynd sem er vel varið að sjá, hann hefur ekki gert mikið af viti síðan Analyze This. The Ice Harvest fjallar um Charlie Arglist (John Cusack) sem er lögmaður fyrir mafíuna sem fær það snilldarráð að ræna frá sínum eigin skjólstæðingum með hjálp Vic Cavanaugh (Billy Bob Thornton), Charlie hefur sín ýmisleg vandarmál, hann á tvö börn með konu sem yfirgaf hann með öðrum manni sem var góður vinur hans og þar með tók hún börnin hans sem eru lítið hrifin af honum lengur. Öll myndin gerist á einum degi og það er á aðfangadegi, sagan flæðir áfram mjög stöðugt og mjög hægt, nánast eins og myndin væri í réttum tíma. Húmorinn er mjög svartur og grófur þegar það kemur að honum, Cusack er eina alvarlega persónan í myndinni, Billy Bob Thornton og Oliver Platt koma með mest áberandi frammistöðurnar, þá sérstaklega hann Platt sem er blindfullur út alla myndina. Mér hefur alltaf fundist Cusack mjög einhæfur leikari og hann er ekkert miklu öðruvísi í Ice Harvest, aðeins þetta hlutverk hentaði honum mjög vel á hans einhæfa hátt. Annars voru það aðeins þeir Thornton og Platt sem stálu myndinni, Connie Nielsen var líka eftirminnanleg sem freistingin hans Charlie Arglist. Gæði myndarinnar liggja aðallega í handritinu og leikurunum því auðveldlega hefði verið hægt að gera Ice Harvest alveg hundleiðinlega mynd og ég væri alls ekki hissa ef mörgum fyndist hún leiðinleg, myndin er hæg, en mér fannst hún vera einmitt þess konar mynd sem þurfti hægan hraða því annars hefði atburðarrásin verið frekar ómerkileg. Besta mynd Ramis síðan Groundhog Day að mínu mati.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Robert Benton, Mathabo Pieterson
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
9. desember 2005