Aðalleikarar
Leikstjórn
Mjög skemmtileg mynd sem lætur mig koma í gott skap með góðum leikurum eins og Billy Crystla og Robert Deniro. Analyze that fjallar um það að sálfræðingur sem heitir Ted Sobols sem leikinn er af honum Billy Crystal,á hamingjulegt líf og ætlar að gifta sig. ENN einn daginn kemur einn illasti og vondi mafíósi sem heitir Paul Vitti(Robert Deniro) og ætlar til hans og vill fara í meðferð. Hann veit allt hvert sálfræðingurinn er að fara og lætur aðra elta hann fyrir þá. Ted verður ákærður af löggunni og allt fer nátturulega í steik með hann Ted og líka hann Paul. Mér fannst nú þessi mynd bara fín og það er æðislegt að geta sjáð mafíu grínmynd því að það er til lítið af því. Leikararnir brugðust mér ekki heldur, Billy Crystal leikur sálfræðinginn bara mjög vel og sömuleiðis Robert Deniro sem hinn vondi Paul Vitti. Lisa Kudrow leikur konu hans Ted ágætlega enn það er ekkert mikið hlutverk fyrir hana sem hún þarf að leika í þessari mynd. Þessi mynd er mjög góð og vonum að það komi fleiri svona myndir(Það er reyndar komið framhald af þessari) og vonum líka að hún verði jafn góð og þessi. Lokaorð mín á þessa mynd er eiginlega bara góða skemmtun og ég vona að fólk fari og hlægið af þessari. Takk fyrir
Ógeðlega fyndin mynd sem spúffar algjörlega Godfather. Billy Cristal leikur sálfræðing eins og venjulega og DeNiro er glæpaforingi sem fer í meðferð hjá honum. Vel leikin mynd.
Mjög fyndin og vel leikin mynd, Billy Cristal leikur alltaf sálfræðing. Cristal leikur auðvitað sálfræðing sem fær nýjan mann í sálfræðingu (DeNiro) sem er mafíósi. Mjög góð mynd og aðeins betri en númer tvö.
Paul Vitti (Robert De Niro) er höfuðpaur einnar stærstu mafíufjölskyldu New York borgar. Eftir að hann verður fyrir skotáras verður hann sífellt fyrir kvíða- og óttaköstum. Hann leitar þá til sálfræðingsins Ben Sobel (Billy Crystal). Ben er heiðarlegur borgari sem vill ekkert við hann gera en neiðist til að lækna hann. Þegar Paul fær köst lætur hann ná í Ben sama hvað hann er að gera og nær í hann um nætur og í brúðkaup. Einnig er tilvonandi eiginkonu (Lisa Kudrow) Ben meinilla við þennan nýja sjúkling hans.
Robert De Niro er alveg ótrúlega góður í hlutverki mafíósans og sannar hér að jafn góður grínleikari og alvarlegri leikari. Billy Crystal er heldur ekki síðri í hlutverki sálfræðingsins. Lisa Kudrow sést ekki það mikið í myndinni og er það skömm miðað við hvað hún er brilliant grínleikona.
Harold Ramis (Groundhog Day) stendur sig með eindæmum vel og er þessi mynd hans ekki síðri en Groundhog Day.
Analyze This er stórskemmtileg grínmynd og mæli ég með að þið sjáið De Niro og Crystal í S- inu sínu.
Ágætis gamanmynd, svona hálfpartinn af gamla skólanum, en er að mestu leyti borin uppi af aðalleikurunum tveim. Ekki beint frumleg, en ágætis skemmtun sem ætti að höfða til flestra og víða kaflar þar sem menn eiga auðvelt með að skella uppúr.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Ken Lonergan, Peter Tolan, Harold Ramis, Kenneth Lonergan
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
3. september 1999
VHS:
17. janúar 2000