Náðu í appið
Analyze This
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Analyze This 1999

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 3. september 1999

New York's most powerful gangster is about to get in touch with his feelings. YOU try telling him his 50 minutes are up.

103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 69% Critics
The Movies database einkunn 7
/10
The Movies database einkunn 61
/100
Tilnefnd til tveggja Golden Globe verðlauna; sem besta gamanmynd og Robert de Niro fyrir leik. Vann American Comedy Awards sem besta mynd. Ýmsar aðrar tilnefningar og verðlaun.

Ben Sobol, geðlæknir, á við ýmis vandamál að etja: sonur hans njósnar um sjúklinga hans þegar þeir eru að opna sig í stólnum hjá honum, foreldrar hans vilja ekki mæta í væntanlegt brúðkaup hans og vandamál sjúklinga hans eru allt of hversdagsleg og leiðinleg. Paul Vitti, Mafíuguðfaðir, á einnig við ýmis vandamál að etja : hann fær skyndileg kvíðaköst... Lesa meira

Ben Sobol, geðlæknir, á við ýmis vandamál að etja: sonur hans njósnar um sjúklinga hans þegar þeir eru að opna sig í stólnum hjá honum, foreldrar hans vilja ekki mæta í væntanlegt brúðkaup hans og vandamál sjúklinga hans eru allt of hversdagsleg og leiðinleg. Paul Vitti, Mafíuguðfaðir, á einnig við ýmis vandamál að etja : hann fær skyndileg kvíðaköst á almannafæri, hann er búinn að missa hæfileikann til að drepa fólk og "besti vinurinn" er farinn að svíkja hann á ögurstundu. Dag einn, rekst Ben á einn af bílum Vittis. Ben skilur eftir nafnspjaldið sitt og í kjölfarið kemur Don Paul Vitti sjálfur í heimsókn á stofuna hjá honum, en hann þarf að fá lækningu við vandamálum sínum innan tveggja vikna, þegar allir Guðfeðurnir eiga fund saman. Nú upphefjast krefjandi tímar fyrir Ben, brúðkaupið er á næsta leiti, eini sjúklingurinn hans vill geta leitað til hans hvenær sem er sólarhringsins, og alríkislögreglan pressar á hann að njósna um Paul Vitti. Og hvernig læknarðu sjúkling sem er vanur að leysa öll vandamál með byssu. ... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (14)


Mjög skemmtileg mynd sem lætur mig koma í gott skap með góðum leikurum eins og Billy Crystla og Robert Deniro. Analyze that fjallar um það að sálfræðingur sem heitir Ted Sobols sem leikinn er af honum Billy Crystal,á hamingjulegt líf og ætlar að gifta sig. ENN einn daginn kemur einn illasti og vondi mafíósi sem heitir Paul Vitti(Robert Deniro) og ætlar til hans og vill fara í meðferð. Hann veit allt hvert sálfræðingurinn er að fara og lætur aðra elta hann fyrir þá. Ted verður ákærður af löggunni og allt fer nátturulega í steik með hann Ted og líka hann Paul. Mér fannst nú þessi mynd bara fín og það er æðislegt að geta sjáð mafíu grínmynd því að það er til lítið af því. Leikararnir brugðust mér ekki heldur, Billy Crystal leikur sálfræðinginn bara mjög vel og sömuleiðis Robert Deniro sem hinn vondi Paul Vitti. Lisa Kudrow leikur konu hans Ted ágætlega enn það er ekkert mikið hlutverk fyrir hana sem hún þarf að leika í þessari mynd. Þessi mynd er mjög góð og vonum að það komi fleiri svona myndir(Það er reyndar komið framhald af þessari) og vonum líka að hún verði jafn góð og þessi. Lokaorð mín á þessa mynd er eiginlega bara góða skemmtun og ég vona að fólk fari og hlægið af þessari. Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ógeðlega fyndin mynd sem spúffar algjörlega Godfather. Billy Cristal leikur sálfræðing eins og venjulega og DeNiro er glæpaforingi sem fer í meðferð hjá honum. Vel leikin mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög fyndin og vel leikin mynd, Billy Cristal leikur alltaf sálfræðing. Cristal leikur auðvitað sálfræðing sem fær nýjan mann í sálfræðingu (DeNiro) sem er mafíósi. Mjög góð mynd og aðeins betri en númer tvö.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Paul Vitti (Robert De Niro) er höfuðpaur einnar stærstu mafíufjölskyldu New York borgar. Eftir að hann verður fyrir skotáras verður hann sífellt fyrir kvíða- og óttaköstum. Hann leitar þá til sálfræðingsins Ben Sobel (Billy Crystal). Ben er heiðarlegur borgari sem vill ekkert við hann gera en neiðist til að lækna hann. Þegar Paul fær köst lætur hann ná í Ben sama hvað hann er að gera og nær í hann um nætur og í brúðkaup. Einnig er tilvonandi eiginkonu (Lisa Kudrow) Ben meinilla við þennan nýja sjúkling hans.

Robert De Niro er alveg ótrúlega góður í hlutverki mafíósans og sannar hér að jafn góður grínleikari og alvarlegri leikari. Billy Crystal er heldur ekki síðri í hlutverki sálfræðingsins. Lisa Kudrow sést ekki það mikið í myndinni og er það skömm miðað við hvað hún er brilliant grínleikona.

Harold Ramis (Groundhog Day) stendur sig með eindæmum vel og er þessi mynd hans ekki síðri en Groundhog Day.

Analyze This er stórskemmtileg grínmynd og mæli ég með að þið sjáið De Niro og Crystal í S- inu sínu.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágætis gamanmynd, svona hálfpartinn af gamla skólanum, en er að mestu leyti borin uppi af aðalleikurunum tveim. Ekki beint frumleg, en ágætis skemmtun sem ætti að höfða til flestra og víða kaflar þar sem menn eiga auðvelt með að skella uppúr.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn