Aðalleikarar
Leikstjórn
Þetta er nú skemmtileg mynd með snillingnum Eddie Murphy sem leikur hér afríkan prins. Coming to America er ekkert meistaraverk en samt sem áður er þetta ágætis grínmynd. Myndinn fjallar um prins sem fer til Ameríku að leita sér að konu í Ameríku(held það). Hann fer með bróður sínum til Ameríku sem er svona böggandi gaurinn í myndinni sem er eiginlega bara skemmtilegt. Ég sá þessa mynd þessa mynd fyrir löngu síðan en ég man það að prinsinn fær ömurlega íbúð og enginn má vita að hann var ríkur. Mér fannst nú þessi mynd
bara ágæt og sennilega er þetta ein af skárstu myndum af honum Eddie Murphy. Ég mæli með henni fyrir þá sem vilja nú helst hlæja. takk fyrir
Eddie Murphy leikur Akeem, pjattaðan, ungan prins frá Zamunda. Á 21. afmælisdegi sínum hittir hann tilvonandi brúði sína en hann vill ekki giftast henni svo hann fer til Ameríku til að finna konuna sem hann vill. Hann hittir unga stúlku svo þá er ekkert annað að gera en að vinna hug hennar og hjarta. Mjög vel gerð og skemmtileg mynd, ein af þeim myndum sem maður hefur alltaf gaman af. Ég gef henni þrjár og hálfa.
Eitt af meistarastykkjum Eddie Murphy. Hann leikur afrískan prins sem kemur til Bandaríkjanna og sannar það í eitt skipti fyrir öll að glöggt er gests augað. Með því að gera grín að öllu og öllum eins og Eddie er einum lagið. Ég vil þó benda á að þessi mynd er aðeins skemmtileg ef maður er Eddie Murphy aðdáandi, á meðan sumar nýrri mynda hans eru ekki einu sinni skemmtilegar ÞÓ maður sé aðdáandi hans!