Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

¡Three Amigos! 1986

Fannst ekki á veitum á Íslandi

They're Down On Their Luck And Up To Their Necks In Senoritas, Margaritas, Banditos And Bullets!

104 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 45% Critics
The Movies database einkunn 52
/100

Þrír atvinnulausir leikarar úr þöglu myndunum, fara (eftir að kona úr þorpinu biður þá um hjálp óafvitandi um að þeir séu ekki alvöru hetjur ) fyrir misskilning inn í mexíkóskt þorp sem bófagengi herjar á og gerir íbúum lífið leitt. Leikararnir þrír, Ned, Lucky Day og Dusty Bottoms leika Lone Ranger persónur í myndum sínum, en hér verða þeir að... Lesa meira

Þrír atvinnulausir leikarar úr þöglu myndunum, fara (eftir að kona úr þorpinu biður þá um hjálp óafvitandi um að þeir séu ekki alvöru hetjur ) fyrir misskilning inn í mexíkóskt þorp sem bófagengi herjar á og gerir íbúum lífið leitt. Leikararnir þrír, Ned, Lucky Day og Dusty Bottoms leika Lone Ranger persónur í myndum sínum, en hér verða þeir að leika hlutverkin í alvörunni og eiga í höggi við hinn alræmda þorpara El Guapo, sem þeir telja vera frægasta leikarann á svæðinu. Þeir komast hinsvegar fljótt að því að El Guapo er enginn leikari, heldur grimmur bófaforingi sem kúgar þorpsbúa. Hann rænir hinni fögru dóttur bæjarstjórans, Carmen, og nú er eina von fólksins að þessir þrír fremur hæfileikalitlu leikarar, girði sig í brók og bjargi Carmen og þorpinu.... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd er sígild, Steve Martin, Chevy Chase og Martin Short fara á kostum sem 3 bíómyndahetjur sem ákveða að lifa sem hetjur í alvöru og stöðva hinn alræmda El Guapo frá því að eyðileggja líf borgara í litlu þorpi í Mexíkó.

Frábær mynd mæli eindregið með að þú sjáir hana
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Geðveik mynd, fyndin og allt það, bara geðveik:) Flott og bara já.. fyndin.. hehe.. Hefur alltaf verið ein af þessum uppáhalds gamanmyndum mínum.. :) Góð..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þrír aular sem leika aðalhlutverk í kvikmyndaseríu á tímum þöglu myndanna fara til Mexíkó þar sem þeir halda að þeir eigi að leika fyrir almúgan en komast seint og síðar meir að því að þeir eiga að berjast við raunverulegan óþokka. Aðalleikararnir eru allir í stuði að fjölmörg snilldaratriði sem fá mann til að hlæja aftur og aftur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Með þeim bestu gamanmyndum sem hafa verið gerðar.

Ég ákvað að taka mér þessa mynd á leigu þar sem það voru orðin nokkur ár síðan ég sá hana síðast og ég mundi að þetta hafi verið góð mynd.

Og ég mundi rétt.

Þessi mynd er gargandi snilld, og ef þú hefur ekki séð hana þá skaltu drífa þig í því, því öll höfum við gott af því að hlægja.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn