Náðu í appið
Öllum leyfð

That Thing You Do! 1996

In every life there comes a time when that dream you dream becomes that thing you do.

108 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 94% Critics
The Movies database einkunn 71
/100

Myndin segir skáldaða sögu af popphljómsveit sem er stofnuð ári eftir að Bítlarnir komu og tókum Bandaríkin með trompi árið 1964. Djassgeggjarinn Guy Patterson, sem er ekkert alltof ánægður að þurfa að vinna í raftækjabúð fjölskyldunnar, er ráðinn í bandið Oneders ( sem fær seinna nafnið Wonders ) eftir að trommari sveitarinnar, Chad, handleggsbrotnar.... Lesa meira

Myndin segir skáldaða sögu af popphljómsveit sem er stofnuð ári eftir að Bítlarnir komu og tókum Bandaríkin með trompi árið 1964. Djassgeggjarinn Guy Patterson, sem er ekkert alltof ánægður að þurfa að vinna í raftækjabúð fjölskyldunnar, er ráðinn í bandið Oneders ( sem fær seinna nafnið Wonders ) eftir að trommari sveitarinnar, Chad, handleggsbrotnar. Eftir að Guy kemur með fjóra/fjórðu rokk taktinn inn í ballöðu sem söngvari hljómsveitarinnar Jimmy samdi, þá slær lagið í gegn. Myndin er þannig dæmisaga um margar bandarískar hljómsveitir sem reyndu að feta í fótspor Bítlanna og slá í gegn með svipaða tónlist. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Þetta er all time uppáhaldið mitt... þegar ég er lasin get ég horft á hana oft á dag án þess að fá ógeð. Eru það ekki bestu myndirnar :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Kvikmyndin That Thing You Do er fyrsta leikstjórnarverkefni óskarsverðlaunaleikarans Tom Hanks, en hann er einnig höfundur handritsins ásamt því að leika eitt af helstu aðalhlutverkunum. Myndin hefst árið 1964 er bítlaæðið stóð sem hæst, og segir frá Guy Patterson sem starfar yfir sumarið sem afgreiðslumaður í raftækjaverslun föður síns. Þar selur hann brauðristar og útvarpstæki, en þegar vinnudegi lýkur og Guy á tíma fyrir sjálfan sig heldur hann til niður í kjallara þar sem hann æfir sig á trommur svo klukkustundum skiptir. Með öðrum orðum þá er hann tilbúinn til að hlaupa í skarðið þegar trommuleikari einnar hljómsveitarinnar í bænum forfallast rétt fyrir hæfileikakeppni. Einum mánuði síðar hefur líf hans breyst svo um munar. Hljómsveitin, sem heitir The Wonders, slær hressilega í gegn með laginu That Thing You Do og fær samning við öflugt útgáfufyrirtæki í Hollywood. Þar með er hafið ferðlag hljómsveitarmeðlimanna um Bandaríkin og þau eiga eftir að fá að kynnast frægðinni af eigin raun - nokkuð sem var bara fjarlægur draumur nokkrum vikum áður. Með aðalhlutverkin fer hópur ungra úrvalsleikara, má þar nefna þau Tom Everett Scott, Jonathon Schaech, Liv Tyler, Ethan Embry og Steve Ahn ásamt Tom Hanks sem leikur framkvæmdastjóra útgáfufyrirtækisins Play-Tone Records. Einnig birtast í myndinni þau Kevin Pollak, Chris Isaak og Rita Wilson (eiginkona Tom Hanks). Myndina prýðir síðan fjöldi góðra laga auk titillagsins That Thing You Do sem náði miklum vinsældum víða um heim. Stórskemmtileg mynd sem allir ættu að kunna að meta. Ég gef henni þrjár stjörnur og mæli með að allir þeir sem ekki hafa séð hana drífi í því!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn