Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Beint af Disney-færibandinu
Mér finnst ekki ólíklegt að þeir sem eru yfir 12 ára sjái hversu dæmigerð þessi mynd er, og fylgir hún svo sterkt á eftir Disney-reglubókinni að það er nákvæmlega ekkert pláss eftir fyrir nýjungar. Auðvitað pæla yngstu áhorfendur ekkert í slíku, enda held ég að þeir eigi eftir að njóta myndarinnar afar vel. Race to Witch Mountain er hraðskreið og einföld ræma þar sem ávallt er stutt í hasar og háværa eltingarleiki, sem er fínt miðað við að börn eiga oft erfitt með að halda athygli við skjáinn nema það sé nóg að gerast.
En þó svo að þessi mynd virki vel á markhópinn sinn, þá er ég öruggur um að krakkarnir vaxi upp úr því að fíla myndina með aldrinum, sem gerir hana að heldur misheppnaðri fjölskyldumynd. Kannski ekki leiðinlegri, en svo fjandi ómerkilegri að manni gæti ekki verið meira sama. Það vita líka flestir að góðar fjölskyldumyndir eru þær sem tryggja gott skemmtanagildi handa fólki á ÖLLUM aldri.
Race to Witch Mountain virkaði aldrei á mig sem meira en bara þreytt barnamynd. Myndin er ekki vitund fyndin, spennandi eða eitthvað sérlega skemmtileg. Hún er reyndar vel unnin í brelludeildinni, en annars nær það ekki mikið lengra. Handritið er eins hefðbundið og Disney-ævintýri gerast og það er varla ein sena sem ekki fylgir uppskrift að einhverju leyti. Klisjur finnast nánast alls staðar, allt frá einhliða illmenninu til ólíklegu hetjunnar og eltingarleikjanna o.s.frv. Mér finnst líka furðulegt að hér skuli vera um endurgerð að ræða, og þá svona merkilega ófrumlega. Hvenær ætlar Disney að læra að taka oftar áhættur? Læra þeir ekki neitt af Pixar-teiknimyndunum?!
Það er í rauninni ósköp lítið sem hægt er að segja um mynd sem maður hefur séð margoft áður, nema bara með öðruvísi grunnplotti og allt öðrum leikurum. Mig langar líka að geta haft jákvæðari hluti að segja um Dwayne Johnson, sem yfirleitt hefur mikla útgeislun á skjánum. Málið er bara að hann virðist ekki vera að gera neitt annað en að vinna fyrir kaupi sínu, svo hann leggur áberandi minna á sig en venjulega. Hann gerir bara nákvæmlega það sem handritið ætlast til af honum og finnur maður aldrei fyrir því að hann sé að njóta sín e-ð í hlutverkinu.
Fyrir alla fjölskylduna er margfalt betra leikið efni í boði frá Disney ef leitað er nógu vandlega. En ef þetta er einungis spurning um að finna góða barnapíu handa krökkunum, þá ætti Race to Witch Mountain alveg að duga. Ég hef samt persónulega engan áhuga að heimsækja þetta fjall aftur, og sama gildir um litla krakkann í mér.
4/10
Mér finnst ekki ólíklegt að þeir sem eru yfir 12 ára sjái hversu dæmigerð þessi mynd er, og fylgir hún svo sterkt á eftir Disney-reglubókinni að það er nákvæmlega ekkert pláss eftir fyrir nýjungar. Auðvitað pæla yngstu áhorfendur ekkert í slíku, enda held ég að þeir eigi eftir að njóta myndarinnar afar vel. Race to Witch Mountain er hraðskreið og einföld ræma þar sem ávallt er stutt í hasar og háværa eltingarleiki, sem er fínt miðað við að börn eiga oft erfitt með að halda athygli við skjáinn nema það sé nóg að gerast.
En þó svo að þessi mynd virki vel á markhópinn sinn, þá er ég öruggur um að krakkarnir vaxi upp úr því að fíla myndina með aldrinum, sem gerir hana að heldur misheppnaðri fjölskyldumynd. Kannski ekki leiðinlegri, en svo fjandi ómerkilegri að manni gæti ekki verið meira sama. Það vita líka flestir að góðar fjölskyldumyndir eru þær sem tryggja gott skemmtanagildi handa fólki á ÖLLUM aldri.
Race to Witch Mountain virkaði aldrei á mig sem meira en bara þreytt barnamynd. Myndin er ekki vitund fyndin, spennandi eða eitthvað sérlega skemmtileg. Hún er reyndar vel unnin í brelludeildinni, en annars nær það ekki mikið lengra. Handritið er eins hefðbundið og Disney-ævintýri gerast og það er varla ein sena sem ekki fylgir uppskrift að einhverju leyti. Klisjur finnast nánast alls staðar, allt frá einhliða illmenninu til ólíklegu hetjunnar og eltingarleikjanna o.s.frv. Mér finnst líka furðulegt að hér skuli vera um endurgerð að ræða, og þá svona merkilega ófrumlega. Hvenær ætlar Disney að læra að taka oftar áhættur? Læra þeir ekki neitt af Pixar-teiknimyndunum?!
Það er í rauninni ósköp lítið sem hægt er að segja um mynd sem maður hefur séð margoft áður, nema bara með öðruvísi grunnplotti og allt öðrum leikurum. Mig langar líka að geta haft jákvæðari hluti að segja um Dwayne Johnson, sem yfirleitt hefur mikla útgeislun á skjánum. Málið er bara að hann virðist ekki vera að gera neitt annað en að vinna fyrir kaupi sínu, svo hann leggur áberandi minna á sig en venjulega. Hann gerir bara nákvæmlega það sem handritið ætlast til af honum og finnur maður aldrei fyrir því að hann sé að njóta sín e-ð í hlutverkinu.
Fyrir alla fjölskylduna er margfalt betra leikið efni í boði frá Disney ef leitað er nógu vandlega. En ef þetta er einungis spurning um að finna góða barnapíu handa krökkunum, þá ætti Race to Witch Mountain alveg að duga. Ég hef samt persónulega engan áhuga að heimsækja þetta fjall aftur, og sama gildir um litla krakkann í mér.
4/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Mark Bomback, Janie Woods-Morris
Framleiðandi
Walt Disney Pictures
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
20. mars 2009
Útgefin:
8. október 2009