Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Spy Kids 2: Island of Lost Dreams 2002

Frumsýnd: 31. janúar 2003

Huge New Adventure - Slightly Larger Spies

100 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 75% Critics
The Movies database einkunn 66
/100

Ný ævintýri þeirra Carmen og Juni Cortez, en þau hafa nú gengið til liðs við njósnastarfsemi fjölskyldunnar sem OSS fulltrúar, á 2. stigi. Nýja verkefnið þeirra er að bjarga heiminum frá brjáluðum vísindamanni sem býr á eldfjallaeyju, þar sem búa erfðafræðilega samsettar nýjar dýrategundir. Á eyjunni virka tól og tæki Cortezanna ekki, og þau þurfa... Lesa meira

Ný ævintýri þeirra Carmen og Juni Cortez, en þau hafa nú gengið til liðs við njósnastarfsemi fjölskyldunnar sem OSS fulltrúar, á 2. stigi. Nýja verkefnið þeirra er að bjarga heiminum frá brjáluðum vísindamanni sem býr á eldfjallaeyju, þar sem búa erfðafræðilega samsettar nýjar dýrategundir. Á eyjunni virka tól og tæki Cortezanna ekki, og þau þurfa að treysta á innsæi sitt og og hvort annað, til að lifa daginn af. ... minna

Aðalleikarar


Þegar maður sá Spy Kids, fékk maður soldið áhyggjur hvað myndi verða um framhaldið. En kemur hún virkilega á óvart hvað varðar gæði og skemmtanagildi. Samleikur krakkanna tveggja er virkilega góður. Útlitið á myndinni er stórkostlega flott, að mínu mati. Og er hún ekkert síðri en forverinn. Robert Rodriguez er einn fjölhæfasti leikstjórinn í bransanum í dag. Hann er með mjög einstaka sýn á myndum sem að er algjör unun að horfa á. Hvort sem hann er að gera film-noir mynd(Sin City), fjölskyldumynd(Spy Kids), spennumynd(Faculty, Desperado), þá kemur hann alltaf með ferska mynd sem að bregst manni ekki. Og hér er enginn breyting. Framhaldið af Spy Kids er mjög gott framhald sem að ég mæli með að allir sjái. Fyrirtaks framhald og mjög góð fjölskylduskemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er frábær mynd fyrir fjölskylduna og er fyndin ég er ekki búin að sjá fyrstu en þetta er nóg fyrir mig að sanna að Spy Kids er ákaflega flott og svöl.Flott tæki og alskonar kvikindi eins og sneðlurnar.allt er dularfullt og alskonar gaman eins og beinagrindur sem eru lifandi.Þetta er frábær skemmtun fyrir vini kunninkja og fjölskildu þannig að þetta er ekkert annað en stórskemmtileg mynd,Endilega skellið ykkur á leigu og fáið hana!!!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Spy kids 2 er frábær skemtun fyrir alla fjölskylduna þar sem höfundurinn leyfir ímyndunaraflinu að ráða. Persónurnar eru vel skapaðar og þá sérstaklega Carmen og Juni. Hinar eru líka frábærar. Ég segi ekki meir nema Spy kids 2er mikið skemtilegri en Spy kids 1. Svo skellið ykkur í bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Frumleg og hugmyndarík
Spy Kids 2 er eitthvað sem maður kallar saklaus traust fjölskylduskemmtun, enda hefur sérgrein hins bráðskemmtilega leikstjóra, Roberts Rodriguez, ávallt verið sú að skemmta fólki með fjölbreyttum og ferskum hætti. Hún er að mínu mati töluvert betri mynd heldur en sú fyrri, þótt það muni ekki miklu. Ég býst við að það sem gerir þetta að betri mynd er að hún fer aðeins óhefðbundnari leiðir en forverinn gerði.

Spy Kids var skemmtileg, hröð, fyndin en allan tímann fremur standard í keyrslu. Spy Kids 2 fer algjörlega eftir heimagerðri uppskrift. Hún er litríkari, fjörugri, steiktari, innihalds- og hugmyndaríkari en almennt ánægjulegri. Húmorinn er líka prýðilega heppnaður. Svolítið barnalegur, en það er tilgangurinn. Brandararnir missa þó sjaldan marks og eru betur skrifaðir en maður venjulega tekur eftir. Tæknibrellurnar eru líka alveg stórskemmtilegar. Þær eru jú, hálf hallærislegar og virðast stundum vera úr 10 ára gamalli mynd eða meira, en það er víst bara hluti af gamninu (enda sterk tilvísun í Harryhausen-brellurnar) og það er vel augljóst að Rodriguez hafi sjálfur skemmt sér stórvel við gerð myndarinnar, sem og nánast ALLIR leikararnir.

Þetta er hin besta skemmtun, fyrir unga sem aldna, stóra sem smáa og því skelli ég umsvifalaust meðmæli á hana. Það er einnig voða erfitt að standast þá freistingu að horfa á Antonio Banderas og Ricardo Montalban (Khan sjálfur) rífast eins og hundur og köttur.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Robert Rodriguez er að gera geysiskemmtilega hluti með þessum öðrum kafla af áætluðum þríleik um spæjarakrakkana Carmen og Juni. Honum voru boðnir miklu meiri peningar til að gera þessa mynd númer tvö, en hann afþakkaði pent og ákvað að gera hana fyrir nákvæmlega sömu upphæð og hann gerði fyrstu myndina fyrir. Þetta gerði það að verkum að hann gat gert myndina nákvæmlega eins og honum sýndist, án þess að stúdíóið skipti sér of mikið af því hvað hann væri að gera. Hann fékk því frið til að láta ímyndunaraflið, sköpunargleðina, og ánægjuna af kvikmyndagerð ráða, og útkoman er hreint út sagt frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Þetta er ekta svona mynd sem foreldrar geta farið með krakkana sína á og skemmt sér jafnvel betur en þau. Krakkarnir sem fara með aðalhlutverkin í myndinni standa sig mjög vel, sem og allir aðrir leikarar. Steve Buschemi er sérstaklega alltaf skemmtilegur, og allir virðast hafa skemmt sér konunglega við gerð þessarar myndar. Allar brellur eru stórskemmtilegar, ekki endilega góðar, en skemmtilegar, frumlegar, og greinilega í anda Ray Harryhausen. Um er að ræða alveg hreint frábæra skemmtun, og maður uppgötvar aftur barnið í sér við að horfa á þessa mynd. Ráðlagt fyrir alla þá sem vilja glotta út í annað og skemmta sér vel.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn