Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Mynd þessi fjallar um hjón sem eru spæjarar sem vinna fyrir leynilega stofnun. Þegar þau eru send í verkefni, eru þau rænd. Og í allri örvæntingu, veltur það á krökkum þeirra að bjarga foreldrum sínum. Þessi mynd er virkilega skemmtileg og kemur verulega á óvart. Robert Rodriguez kemur hér með ræmu sem að hentar öllum og er mikil skemmtun fyrir alla. Hún er virkilega flott og vel gerð mynd, með ágætis húmor. Ef þið eruð fyrir myndir sem að eru með svona fantasy look og mikið fyrir ævintýramyndir, mæli ég fyrir alla að sjá hana. Annars ættuð þið að sleppa henni. Allavega besta myndin í Spy Kids seríunni.
Já, ég skil ekki alveg hvert leikstjórinn hæfileikaríki Robert Rodriguez (El Mariachi, Desperado) er að fara í sínum ferli, en með Spy Kids virðist hann algerlega hafa verið að vinna sér inn fyrir húsaleigunni. Ekki misskilja mig, Spy Kids er bráðskemmtileg mynd fyrir alla aldurshópa, ég er bara svolítið vonsvikinn með Robert. Jæja, Spy Kids. Fjallar mömmu og pabba, sem er rænt af stjórnanda barnaþáttar í sjónvarpinu (ó, mamma og pabbi eru ofurnjósnarar). Krakkarnir taka sig til og reyna að bjarga þeim. Góð skemmtun, margar aulalegar tæknibrellur, en hefur að geyma góðan húmór og auðþekkjanlegan stíl Rodriguez sem hjálpa til við að gera þetta að aðeins meira en barnamynd. Niðurstaða: Ef þið eigið 700 kall og megið við að missa hann, farið á þessa.
Robert Rodriguez virðist vera tölvuleikjanörd og hans reynsla og geta virðist vera á takmörkuðu sviði. Myndir hans virðast allar vera frá áhrifum tölvuleikja (persónuleikja) eins og t. D. From dust to dawn minnti á tölvuleikinn Dom. En ég ætla ekki að eyða meiri tíma í að skrifa um Spykids en ég eyddi í að horfa á hana. Ég sem sagt gafst upp og kláraði hana ekki. Það kom mér á óvart hversu ódýrar tæknibrellur voru notaðar í henni. Gengur kannski í þrjúbíó.
Spy Kids er alveg þokkalegasta fjölskyldumynd. Hún höfðar að vísu bara til krakka en það má samt sem áður hafa gaman af henni. Að vísu er þetta algjör vitleysa en það er fyrir öllu að börnin hafa gaman af þessari dellu. Þokkaleg mynd sem virkar klukkan 15:00 á sunnudegi.
Ég var pínd á myndina með yngri bræðrum á aldrinum 9-6 ára :( Ég verð bara að segja að þessi mynd er EKKI fyrir 14 ára unglinga, en er fín fyrir krakka á aldri bræðra minna. Brellurnar eru frekar asnalegar og þessar fáránlegu stökkbreytingamonster sucka feitt. En Antonio Banderas er alltaf jafn hot og sexý og eins George Clooney þótt hann sé farinn að gamlast. Mamman í myndinni er undarlega lík Juliu Roberts (í alvöru!). Og já, ég verð bara að segja þetta áður en ég bind enda á þessa umfjöllun, hvers vegna í andsk.... var fjölskyldubíllinn (og fleira drasl inni í húsi fjölskyldunnar) hannaður sem megadjeimsbondnjósnasúpergræja ef foreldrarnir höfðu verið í helgum steini í tíu ár? Ég bara spyr.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$35.000.000
Tekjur
$147.934.180
Vefsíða:
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
1. júní 2001
Útgefin:
21. ágúst 2015
VOD:
21. ágúst 2015
VHS:
10. október 2001