Her Mel Gibson ræðst til atlögu – Ný stikla!

Nýja „rauðmerkta“ stiklan úr Machete Kills er ekki fyrir viðkvæma en í henni rekur aðalhetjan, Machete, garnirnar ( bókstaflega ) úr fólki, sneyðir af höfuð og útlimi og ýmislegt fleira er sýnt sem ekki er við hæfi barna. Leikstjórinn, Robert Rodriguez, er enda þekktur fyrir, ásamt því að gera barnamyndir eins og Spy Kids og fleiri,  að gera myndir með fáránlegu ofbeldi, þar sem blóðið streymir í stríðum straumum.

machetekills-stills4

Machete Kills er framhald myndarinnar Machete sem Rodriguez gerði árið 2010, en handritið skrifaði Kyle Ward. 

Í Machete Kills þá er þorparinn Machete ráðinn af forseta Bandaríkjanna ( Charlie Sheen ) til að ráðast gegn klikkuðu illmenni og vopnasala ( Mel Gibson ) sem er bæði byltingarsinnaður og vellauðugur, og ætlar að koma á allsherjar stjórnleysi um öll hin byggðu ból. En áður en Machete getur barist við illmennið þá þarf hann að afgreiða her leigumorðingja sem er hver öðrum illskeyttari.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Danny Trejo, Jessica Alba og Michelle Rodriguez mæta aftur til leiks úr fyrri myndinni en nýir leikarar aðrir en þeir sem áður hafa verið nefndir eru m.a. Amber Heard, Sofia Vergara, Antonio Banderas, Cuba Gooding Jr,, Demian Bichir, Lady Gaga, Alexa Vega og William Sadler.

Myndin er væntanleg í bíó á Íslandi 27. september nk.