Náðu í appið
Bönnuð innan 14 ára

The Rundown 2003

(Welcome to the Jungle)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 24. október 2003

Bulls, guns, whips, gold and one sacred cat

104 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 70% Critics
The Movies database einkunn 59
/100

Til að losna úr klóm mafíósans Billy Walker, þá þarf Beck að fara til Brasilíu og ná í son Walker, Travis, sem dreymir um að verða fornleifafræðingur, og leitar að forna gull líkneskinu the Gato del Diablo. Líkneskið er dýrkað af fólkinu á staðnum, en Cornelius Hatcher, rekstrarstjóri Helldorado námabæjarins, sem kúgar fólkið í nafni gróða, ætlar... Lesa meira

Til að losna úr klóm mafíósans Billy Walker, þá þarf Beck að fara til Brasilíu og ná í son Walker, Travis, sem dreymir um að verða fornleifafræðingur, og leitar að forna gull líkneskinu the Gato del Diablo. Líkneskið er dýrkað af fólkinu á staðnum, en Cornelius Hatcher, rekstrarstjóri Helldorado námabæjarins, sem kúgar fólkið í nafni gróða, ætlar sér ekki að leyfa Travis taka líkneskið á brott. ... minna

Aðalleikarar


Rundown er þannig mynd að plakatið segir allt. Og það sem þú bíst við er það sem þú færð. Það er ekkert mikið lagt í til að styrkja við söguna heldur er þetta ein af þessum B-mynda flickum um hasar og húmor. Henni gekk bara sæmilega allan tímann. Bardagasenurnar voru helvíti flottar. Seann William Scott kemur með Stifler stælana sína og er alveg ágætur. Dwayne Johnson er nokkuð góður leikari finnst mér. Það var gaman að sjá cameo Arnold Schwarzeneggers í byrjuninni, reynið að taka eftir honum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skemmtileg en fljótgleymd
Þeir sem að héldu fram að Vin Diesel ætti eftir að verða næsti Ahnuld Schwarzenegger hafa stórlega skjátlast, því það er hiklaust Dwayne ''The Rock'' Johnson sem hlýtur þann verðuga titil.

Þessi maður getur ekki leikið fyrir fimmaura (svipað og Neggerinn), en hann hefur óneitanlega útgeislun og húmor sem gerir það að verkum að hann nær að eigna sér hvern einasta ramma sem hann er í. The Rundown er ágætis ræma, ekta svona ''afþreyingarmynd.'' Hún er hröð, fyndin, skemmtileg og er laus við öll rólegheit og leiðindi (kostir sem einkenndu ekki mjög margar sumarmyndir í ár). Kunnug andlit eru einnig til staðar; Seann William Scott og Rosario Dawson gera sæmilega hluti þótt Scott missi sig einstaka sinnum í Stifler-taktanna. Christopher Walken er líka augljóslega frábær leikari, en mér fannst vera synd hversu vannýttur hann er hérna. Hann gerir bókstaflega EKKERT, sem dregur myndina töluvert niður miðað við það að illmenni sé um að ræða.

Í heild sinni má vel mæla með þessari mynd, en þá einungis sem afþreyingarefni. Sé einhver að búast við einhverju öðru eru ekki miklar líkur á því að viðkomandi muni fíla hana.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ja hérna hér. Fór á þessa mynd með bæði eftirvæntingar og engar eftirvæntingar. Þ.e. bjóst nú ekki við neinni snilld en allavega smá afþreyingu sem fínt væri á að horfa. Myndin er eins og maður vissi kannski fyrir fram klisjukennd spenna, þ.e. einn harður gaur, einn svona hálfgerður auli og ein flott gella. Sagan fannst mér alveg hræðileg og reynt að koma með einhvern indiana jones fíling í þetta sem mér fannst mistakast hrapalega. Spennan var að mínu mati engin þar sem hvert atriði var fyrisjáanlegra en atriðið á undan. Húmorinn fannst mér líka klikka all verulega jafnvel þótt Stifler (Sean William Scott) hafi átt heiðurinn af honum mestöllum. Rock var að reyna of mikið að vera svalur og sást því vel gegnum það, enda var maðurinn í slow motion helminginn af myndinni. Rosario Dawson (gellan) hefði nú alveg mátt missa sig í myndinni enda var hún bara til að horfa á að mínu mati, enda gerði hún ekkert sem skipti söguþráðinn máli. Fannst mér Christopher Walken koma vel út eins og venjulega en dugði það skammt. Niðurstaða: Hræðileg mynd með lélegum frammistöðum leikara en fær þó hálfa stjörnu fyrir að maður getur hlegið af því hve ömurleg hún er (þegar Rock byrjar að nota byssur: verður ekki fyndnara). Ef þið viljið líða vandræðalega og óska ykkur að þið væruð annars staðar þá endilega kíkið á þessa ræmu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hressileg ævintýramynd sem hægt væri að kalla blöndu af Indiana Jones með Scwarznegger töktum. Wrestling tröllið the Rock fer með aðalhlutverkið og er hann að mínu mati langbesti harðhausinn síðan Svartinaggur var upp á sitt besta. Svei mér ef hann er ekki bara prýðilegur leikari líka. En hitt aðalhlutverkið er í höndum Stifler úr American pie sem á að vera fyndni gaurinn og gefa henni létt yfirbragð, sem hann gerir. Málið er bara að í stað þess að vera neglandi spennumyndsem hún byrjaði með að vera, þá finnst mér fíflalætin í honum fara stundum aðeins of langt og hetjutaktarnir hans Rock fara fram úr hófi. en hei, þetta á að vera Afþreying með stóru A-i og því verður hún ekkert meira en það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágætis bíómynd með samt óvandaðan söguþráð.

Myndin fjallar um að gera verkefni til að geta opna veitangastað en áður enn hann má gera það þarf hann að gera eitt lítið verkefni.

Hann á að koma með son hans til pabba hans(sá sem sendir verkefnin er pabbi hans).

Að MÍNU mati er þetta bara Tja ágætis mynd og Rock og svalur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

10.12.2011

Er Battleship nýja Transformers?

Frá leikstjóranum (og leikaranum) Peter Berg, sem meðal annars færði okkur The Rundown, The Kingdom og Hancock, kemur risastór sumarsprengja sem hefur líklegast verið framleidd til að ná til áhorfendahópa Transformers-...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn