Græna Ljósið flytur í Háskólabíó

Græna ljósið er endurnært eftir sumarfrí og
hefur aftur störf 26. september með
frumsýningu Where in the World Is Osama Bin Laden? nýjustu
myndar Morgan Spurlock, sem hefur jafnað sig
svo vel eftir hamborgaraátið í Super Size Me
að hann hyggst
gera það sem engum öðrum hefur tekist; að
hafa uppi á eftirsóttasta manni jarðríkis,
sjálfum Osama Bin
Laden.

Græna Ljósið hefur flutt höfuðstöðvar sínar í
nýtt og endurbætt Háskólabíó, sem hefur verið
að sækja mjög í sig veðrið undanfarið og eru
það gleðifréttir fyrir okkur og
kvikmyndaáhugamenn. Gullnu reglur Græna
ljóssins
verða sem fyrr í heiðri hafðar; ekkert
hlé, minni auglýsingar og engin truflun.


Fimm í viðbót

Hugljúfa kómedían, Son of Rambow, sló rækilega í gegn á Sundance.
Myndin gerist á öndverðum 9. áratugnum og
fjallar um vinskap, trúna og fjörið sem
fylgir því að vaxa úr grasi.

Michael Haneke endurgerir Funny Games, mynd eftir sjálfan sig, í
Bandaríkjunum. Upprunlega myndin vakti mikla
athygli og óhug fyrir
nokkrum árum síðar. Tim Roth, Naomi Watts og Michael Pitt fara nú með aðahlutverkin og
afraksturinn er mynd sem er alls ekki fyrir
viðkvæma.

Die Welle. er mynd frá
Þýskalandi sem hefur verið að slá öll
aðsóknarmet í heimalandi sínu. Tilraun
um einræði fer úr böndunum og metnaðarfullur
kennari reynir eftir veikum mætti að hafa
stjórn á nemendum sínum.

Nýjasta mynd Woody AllenVicky Cristina Barcelona, sló í gegn á
Cannes í
maí og gagnrýendur eru sammála um að hér sé á
ferðinni
langskemmtilegasta mynd Allen í áraráðir. Að
venju eru
leikararnir ekki af verri endanum; Javier Bardem, Penélope Cruz, Scarlett Johansson o.fl.

Í Choke
fara Sam Rockwell og Anjelica Huston
á kostum. Rockwell leikur kynlífsfíkil sem
gerir hvað sem til að eiga fyrir
sjúkrahúsreikningum móður sinnar. Á daginn
vinnur hann sem leiðsögumaður í endurgerðum
nýlendusveitabæ og á kvöldin þykist hann vera
kafna af matarbitum í því skyni að fá
ókunnuga til að bjarga lífi sínu og verða
honum þar með hændir til æviloka. Byggð á bók
eftir Chuck Palahniuk, höfund Fight Club.

Allir trailerar eru aðgengilegir á undirsíðu myndanna hér á Kvikmyndir.is