Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Fight Club 1999

Frumsýnd: 5. nóvember 1999

Mischief. Mayhem. Soap. / How much can you know about yourself if you've never been in a fight?

139 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 80% Critics
The Movies database einkunn 67
/100
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hljóðbrellur. Tilnefnd til Brit verðlauna fyrir tónlist.

Jack (Edward Norton) þjáist af svefnleysi og ofan á það lifir hann fyrir fína og flotta hluti sem hann á í dásamlegri íbúð sinni. Það verður þó ekki fyrr en að hann missir hér um bil allt saman að líf hans snýst algjörlega við. Hann kynnist sérvitrum einstaklingi að nafni Tyler Durden (Brad Pitt), og fyrr en varir hefur Durden kynnt hann fyrir bardagastað... Lesa meira

Jack (Edward Norton) þjáist af svefnleysi og ofan á það lifir hann fyrir fína og flotta hluti sem hann á í dásamlegri íbúð sinni. Það verður þó ekki fyrr en að hann missir hér um bil allt saman að líf hans snýst algjörlega við. Hann kynnist sérvitrum einstaklingi að nafni Tyler Durden (Brad Pitt), og fyrr en varir hefur Durden kynnt hann fyrir bardagastað í neðanjarðarsenunni. Fltjólega dragast þeir inn í mikla hringiðu þar sem hlutirnir verða stjórnlausir, og þeir keppa um ástir og völd. En fljótt tekur "klúbburinn" stefnu sem enginn gat spáð fyrir um. Þegar sögumaðurinn fær að vita af leyndri áætlun bardagaklúbbs Tyler, þá þarf hann að viðurkenna fyrir sjálfum sér þann napra sannleika að Tyler er kannski ekki sá sem hann segist vera.... minna

Aðalleikarar

Ekki bara kvikmynd
Kvikmyndin Fight Club (David Fincher, 1999) er nokkurn veginn eins og laukur, það er hægt að horfa einungis á ysta lag hennar en sé betur að gáð má finna önnur lög undir. Í myndinni er mikil þjóðfélagsádeila og „einnar-línu-speki“ sem vekur upp spurningar. Þessir þættir sem slíkir duga þó ekki til að gera mynd sem virkilega sker sig úr. Þrátt fyrir getu fléttunnar til að koma á óvart þá skapa þessir þættir samt afar hefðbundna sölumynd. Hún er ofbeldisfull, hröð og svöl, sem ég tel vera mjög gott. En á Fight Club eru hliðar sem bjóða upp á dýpri lestur. Skoði maður myndina náið má nefnilega sjá að hún tekur sjálfa sig ekki eins alvarlega og allar heimspekilegu einræðurnar sem Tyler Durden (Brad Pitt) gefur til kynna. Það er sú hlið sem gefur færi á að sjá myndina ekki bara sem mynd um firrt samfélag, heldur einnig sem sjálfsádeilu á slíkan boðskap, sem myndin þó afneitar aldrei alveg. Með fullri virðingu fyrir Daníeli Águst Gautasyni þá hentar myndin aðeins þeim sem eru kominr yfir svo kallaðan þroskaþröskuld sem Daníel Á, virðist greinilega ekki vera kominn yfir enda er Útlitið og tónlistin ekki það eina sem höfðar til markhópsins. Sagan er nákvæmlega það sem þessi markað hópur vill fá.

Sagan fjallar í stuttu máli um Jack (Edward Norton) sem er orðinn þræll Ikea-bylgjunnar. Hann býr einn í íbúð í fjölbýlishúsi, eða „skjalaskáp fyrir unga framagjarna menn,“ eins og hann kallar það, þegar skyndilega er ibúð hans sprengd og líf hans snýst algerlega við, Eftir þetta hittir hann síðan Tyler Durden. Tyler er allt sem Jack er ekki, hann er svalur, sjálfum sér nógur og fer alltaf eigin leiðir. Tyler bíður Jack að búa hja sér með einu skilirði og það er að hann kýli hann. Úr því þróast slagsmál sem draga dilk á eftir sér. Þeir kumpánar skemmta sér nefnilega svo vel að þetta verður að lífsstíl og brátt bætast fleiri í hópinn. Þar með fæðist Fight Club.

Í heildina litið er Fight Club ekki mynd heldur meira bara upplifun sem þú getur upplifað aftur og aftur heima hjá þér. Án efa einhver besta og svalasta mynd sem nokkrn tíman hefur verið gerð. Leikstjórnin og kvikmyndartakan er fullkominn í alla staði, andrúmslofið er gert en magnaðar með frábærum leik hjá öllum í myndinni sérstaklega hjá Brad Pitt sem Tyler Durden.

P.S. Ástæðan fyrir því að ég kalla karekter Edwards „Jack“ er út af því „Jack“ er eina nafnið sem við heyrum hann nota um sjálfan sig og þótt við vitum að hann heiti annað þá notum ég það til aðgreiningar (hann er titlaður „narrator“ í hlutverkaskrá). Einnig vill ég taka það fram að ég þekki Daníel Ágúst persónulega.

10/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ömurleg mynd
Þetta er nú bara ömurleg mynd.Skil ekki af hverju öllum vinnst hún góð.
Edward Norton (American History X, The Incredible Hulk) er nú bara lélegur leikari. Hann leikur nafnlausa aðalpersónuna sem er svo leiðinlegur að það er grátlegt. Brad Pitt (Mr. & Mrs. Smith, The Curious Case of Benjamin Button)er nú besti leikarinn í myndinni en er samt mjög pirrandi sem Tyler Durden. Helena Bonham Carter (Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street, Alice in Wonderland) er nú mjög disturbing karakter sem hefði mátt sleppa fyrir einhverja aðra.
Handritið er mjög slappt fyrir utan kannski twistið í endanum en það hjálpar ekki neitt.
Aldrei horfa á þessa mynd.

Quote:
Richard Chesler: Is that your blood?
Narrator: Some of it, yeah.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rule nr 1 2 and 3 You do not talk about Fight Club
Vá vá og aftur vá Fight Club er eitt það stærsta kvikmyndameistarastykki allra tíma og er ekki hægt annað en að vera argandi glaður og jafnvel tárast af gleði hversu mikil hamingja og hversu mikil snild þessi kvikmynd er. Aldrei nokkurn tímann hef ég séð eins stórkostlegan leik(og þá á ég sérstaklega við Brad Pitt sem Tyler Durden).

Fight Club er eins af þessum kvikmyndum sem mun aldrei gleymast. Þessi kvikmynd er einfaldlega það sick geggjuð að fólk á enn eftir að tala um hana 2200 eða eitthvað í þá áttina því er fyrir víst. Ég held svei mér þá að David Fincher hafi skapað eitthvað mun meira en bara kvikmynd úr þessari fáránlega geðveikri bíómynd.

Fight club sjálf ef við snúum okkur af gerð myndarinnar þá er ekki aðeins leikaranir sem standa uppúr þrátt fyrir geðsjúkann leik Brad Pitts sem Tyler durden og Edwards Norton sem sögumanninn en í raun hinn eini og sanni Tyler durden. Söguþráður myndarinar er rugl vel skrifaður sem og myndataka sem er perfect. Leikaranir awesome, frábær leikstjórn, og bara ekkert meira sem hægt er að segja um þetta meistarastykki David Finchers. Myndin segir sig sjálf.

Þó ég skrifa nú þessa gagnrýni frekar seint á meðan við hvenar myndin kom út þá vildi ég bara koma því frá mér hvað mér finnst um þessa snild og skora ég einfaldlega á alla sem ekki hafa séð þessa snild að hunskast niðrá videoleigu en ná í hana á netinu STRAX!.

10/10 enginn spurning.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mögnuð!
Fight Club er mynd sem allir verða að sjá einhvern tímann.

Hún fjallar um mann sem að lifir leiðinlegu skrifstofulífi án kærustu eða skemmtunar. Einn daginn kynnist hann Tyler sem að kennir honum að skemmta sér vel í lífinu og stofna þeir saman neðanjarðar fight club. Meira er ekki hægt að segja um söguþráðinn því að myndin skylst ekki fyrr en í lok hennar.

Fight Club er án efa ein af top 10 uppáhaldsmyndunum mínum! Það er ekkert að henni, myndatakan góð, leikurinn frábær og söguþráðurinn frumlegur. Ég sá þessa mynd í fyrsta sinn í 10 tommu sjónvarpi og missti aldrei athyglina. Ég mæli með þessari mynd við alla, hvort sem þeir séu fyrir hasar eða ekki þessi mynd snýst ekkert bara um nafnið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mögnuð!
Fight Club er án efa ein af top 10 uppáhaldsmyndunum mínum! Það er ekkert að henni, myndatakan góð, leikurinn frábær og söguþráðurinn frumlegur. Ég sá þessa mynd í fyrsta sinn í 10 tommu sjónvarpi og missti aldrei athyglina. Ekkert má segja um söguþráðinn því myndin byrjar á ákveðnum stað og endar á allt öðrum.

Ég mæli með þessari mynd við alla, hvort sem þeir séu fyrir hasar eða ekki þessi mynd snýst ekkert bara um nafnið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn