Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Choke er skrítin en skemmtileg mynd um algjöran lúser með kynlífsfíkn, Victor Mancini, leikinn af Sam Rockwell. Titillinn vísar í iðju hans að þykjast kafna á veitingastöðum svo hann getið stolið einhverju af fólkinu sem reynir að bjarga honum, frekar low. Victor þarf að eiga við móður sína, leikin af Anjelica Huston, sem er hálf brengluð og orðin spítalamatur. Huston og Rockwell eru virkilega góð en þeirra frammistaða heldur myndinni uppi nánast ein og sér. Myndin fer í stefnur sem ég sá ekki fyrir. Það eru ekki allir það sem þeir virðast vera og á tímabili veit maður ekki alveg hvað maður á að halda. Það er töluvert um erótík þar sem Victor er stöðugt að berjast við kynlífslöngun með ókunnugum en ræður ekki við alvöru sambönd.
Myndin er gerð eftir bók Chuck Palahniuk sem skrifaði líka Fight Club. Það eru ákveðnar hliðstæður með Fight Club sem Palahniuk hefur haldið í. Það er farið á eins konar AA fundi fyrir kynlífsfíkla og persónur eru hálf ráðvilltar og reyna að finna sig í lífinu. Twist í myndinni geta líka minnt á Fight Club...þegar maður er að reyna að finna samlíkingu.
Siðlaus og ánægð með það!
Sam Rockwell er nokkurn veginn staddur núna þar sem Robert Downey Jr. var áður en hann komst inn í mainstream-ið; Hann er svakalega hæfur en um leið ferlega vanmetinn leikari sem hefur sýnt eins fjölbreyttar hliðar á sjálfum sér og leikarar eru venjulega hæfir um. Hvort sem honum er ætlað að vera sjarmerandi, ógeðfelldur (gleymum ekki Wild Bill úr The Green Mile) eða óþolandi þá stendur hann sig eins og hetja nánast alltaf. Vonandi fær hann tækifærið til að brjótast út og sýna góðu hliðar í Hollywood-stórmynd á næstunni. Sjáum hvað verður úr honum eftir Iron Man 2 - þótt ég væri meira til í að sjá hann taka að sér aðalhlutverk í þannig mynd. Skondið einmitt hvernig ofurhetjumyndir eiga það til að skjóta hæfileikaríkum mönnum upp á stjörnuhimininn.
Allavega, þá er Choke mynd sem er alfarið í hans höndum. Það er líka stórfurðulegt hversu erfitt er að aðlaga bækur Chucks Palahniuk að hvíta tjaldinu - rétt leikaraval er aðeins eitt af mörgu sem þarf að takast vel. Fyrir þá sem ekki vita þá skrifaði Palahniuk Fight Club-bókina, en hvað myndirnar varða þá eiga Choke og Fight Club lítið sameiginlegt nema kolsvartan húmor og smekklaus hegðun karakteranna. Ekki er nóg að segja að Choke sé bíómynd útötuð í ósmekklegum bröndurum, heldur er smekkleysa meira eða minna tónn myndarinnar. Endilega trúið mér þegar ég segi að þeir sem hneykslast auðveldlega verða ekki mjög hrifnir af myndinni.
Myndin helst annars undarlega vel á floti. Húmorinn er svartur en aldrei langsóttur, handritið er pínu sturlað en aldrei ójarðbundið og mannlegi þátturinn týnist aldrei og er ræman óvenju áhrifarík á köflum. Clark Gregg stendur sig vel sem bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar og heldur mjög góðu jafnvægi á milli húmors og alvarleika. Skiptingin virkar aldrei neitt óviðeigandi og kemur tónninn ljómandi vel út. Choke er fraumraun Greggs sem leikstjóri, en venjulega hefur hann skotið upp kollinum í aukahlutverkum. Hann er einn af þessum mönnum sem flestir þekkja sem "Æ já... Þessi gaur!" Annað hvort það eða Agent Coulson úr Iron Man.
Leikframmistöðurnar eru auðvitað þrælgóðar. Rockwell blæs miklu lífi í kynlífssjúka skítseiðið sem þykist ekki vera góð sál fyrir fimmkall - en áhorfandinn veit betur. Manni líkar hvorki illa né vel við hann. Hann er meira vonlaus og sorglegur en það er sjálfsagt partur af þróuninni hans. Anjelica Huston leikur mömmu hans af stakri prýði með smá kryddi af geðveiki og Brad William Henke er stórskemmtilegur sem besti vinurinn sem vill svo til að er krónískur sjálfsfróari.
Það sem Choke hefði kannski mátt gera betur er að vanda sig betur með frásögnina - á sumum stöðum a.m.k. Stundum í miðri senu hoppar hún aftur í tímann með nokkuð kjánalega staðsettum flashback-senum. Senur sem skipta miklu máli en hvernig þær grípa stundum fram í fyrir öðrum senum verður pínu þreytandi. Hvort sem að þetta er galli í handritinu eða leikstjórninni er ég ekki alveg viss um, en engu að síður bitnar það bæði á Gregg, sem hefði átt að vanda sig betur með baksöguna.
En þrátt fyrir vissa galla er þessi bleksvarta gamanmynd svo frumleg og sérstök að það er erfitt að fíla hana ekki. Síðan er hún bara svo kvikindislega fyndin að hálfa væri nóg.
7/10
Sam Rockwell er nokkurn veginn staddur núna þar sem Robert Downey Jr. var áður en hann komst inn í mainstream-ið; Hann er svakalega hæfur en um leið ferlega vanmetinn leikari sem hefur sýnt eins fjölbreyttar hliðar á sjálfum sér og leikarar eru venjulega hæfir um. Hvort sem honum er ætlað að vera sjarmerandi, ógeðfelldur (gleymum ekki Wild Bill úr The Green Mile) eða óþolandi þá stendur hann sig eins og hetja nánast alltaf. Vonandi fær hann tækifærið til að brjótast út og sýna góðu hliðar í Hollywood-stórmynd á næstunni. Sjáum hvað verður úr honum eftir Iron Man 2 - þótt ég væri meira til í að sjá hann taka að sér aðalhlutverk í þannig mynd. Skondið einmitt hvernig ofurhetjumyndir eiga það til að skjóta hæfileikaríkum mönnum upp á stjörnuhimininn.
Allavega, þá er Choke mynd sem er alfarið í hans höndum. Það er líka stórfurðulegt hversu erfitt er að aðlaga bækur Chucks Palahniuk að hvíta tjaldinu - rétt leikaraval er aðeins eitt af mörgu sem þarf að takast vel. Fyrir þá sem ekki vita þá skrifaði Palahniuk Fight Club-bókina, en hvað myndirnar varða þá eiga Choke og Fight Club lítið sameiginlegt nema kolsvartan húmor og smekklaus hegðun karakteranna. Ekki er nóg að segja að Choke sé bíómynd útötuð í ósmekklegum bröndurum, heldur er smekkleysa meira eða minna tónn myndarinnar. Endilega trúið mér þegar ég segi að þeir sem hneykslast auðveldlega verða ekki mjög hrifnir af myndinni.
Myndin helst annars undarlega vel á floti. Húmorinn er svartur en aldrei langsóttur, handritið er pínu sturlað en aldrei ójarðbundið og mannlegi þátturinn týnist aldrei og er ræman óvenju áhrifarík á köflum. Clark Gregg stendur sig vel sem bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar og heldur mjög góðu jafnvægi á milli húmors og alvarleika. Skiptingin virkar aldrei neitt óviðeigandi og kemur tónninn ljómandi vel út. Choke er fraumraun Greggs sem leikstjóri, en venjulega hefur hann skotið upp kollinum í aukahlutverkum. Hann er einn af þessum mönnum sem flestir þekkja sem "Æ já... Þessi gaur!" Annað hvort það eða Agent Coulson úr Iron Man.
Leikframmistöðurnar eru auðvitað þrælgóðar. Rockwell blæs miklu lífi í kynlífssjúka skítseiðið sem þykist ekki vera góð sál fyrir fimmkall - en áhorfandinn veit betur. Manni líkar hvorki illa né vel við hann. Hann er meira vonlaus og sorglegur en það er sjálfsagt partur af þróuninni hans. Anjelica Huston leikur mömmu hans af stakri prýði með smá kryddi af geðveiki og Brad William Henke er stórskemmtilegur sem besti vinurinn sem vill svo til að er krónískur sjálfsfróari.
Það sem Choke hefði kannski mátt gera betur er að vanda sig betur með frásögnina - á sumum stöðum a.m.k. Stundum í miðri senu hoppar hún aftur í tímann með nokkuð kjánalega staðsettum flashback-senum. Senur sem skipta miklu máli en hvernig þær grípa stundum fram í fyrir öðrum senum verður pínu þreytandi. Hvort sem að þetta er galli í handritinu eða leikstjórninni er ég ekki alveg viss um, en engu að síður bitnar það bæði á Gregg, sem hefði átt að vanda sig betur með baksöguna.
En þrátt fyrir vissa galla er þessi bleksvarta gamanmynd svo frumleg og sérstök að það er erfitt að fíla hana ekki. Síðan er hún bara svo kvikindislega fyndin að hálfa væri nóg.
7/10
Váá!
Vá, ég er ekki að skilja þetta...Þetta er ótrúleg mynd. Sögu þráður the By the Way geðveikur og leikurinn er mjög flottur. Þessi persóna "Victor" er mjög djúp. Það hefur gerst mjög mikið í æsku hans sem hann gerir framtíðinni (nanfið "Choke"). Það er ótrúlega skemmilegt að hlusta á þessa persónu tala í hausnum á sér. Þessar pælingar. Maður sér hvernig hann hugsar og það fyndið. Söguþráður er mjög skondinn og einfaldur. Mamma hans er að gleyma hvernig sonur hennar lítur úr (það er Victor), hann er ástfanginn, hann vill ekki að hún deyji og hann er að kljást við vinnuna sína. Snillingurinn Sam Rockwell túlkar þessa persónu á mjög skemmtilegan hátt. Hann hefur þessar tilfinningar sem hann er ekki mikið fyrir að sýna. Hann er meira svona gerir það sem honum langar til að gera. Höfundur myndirinar er Chuck Palahniuk og skrifaðu einnig bókina Fight Club sem var leikstýrð af meistaranum David Fincher. Það er rosalega gaman að horfa á hvaða þessar tvær myndir eru líkar. Rosalega miklar pælingar í þeim og rosalega áhugaverðar persónur. Sögurnar eru einnig flottar. Mjög vel leiknar og hafa skemmtilegan húmor. Ég mæli hiklaust með þessari mynd (báðum myndunum).
Skemmtileg, fyndin, vel leikinn en eitt : alltof stutt.
Vá, ég er ekki að skilja þetta...Þetta er ótrúleg mynd. Sögu þráður the By the Way geðveikur og leikurinn er mjög flottur. Þessi persóna "Victor" er mjög djúp. Það hefur gerst mjög mikið í æsku hans sem hann gerir framtíðinni (nanfið "Choke"). Það er ótrúlega skemmilegt að hlusta á þessa persónu tala í hausnum á sér. Þessar pælingar. Maður sér hvernig hann hugsar og það fyndið. Söguþráður er mjög skondinn og einfaldur. Mamma hans er að gleyma hvernig sonur hennar lítur úr (það er Victor), hann er ástfanginn, hann vill ekki að hún deyji og hann er að kljást við vinnuna sína. Snillingurinn Sam Rockwell túlkar þessa persónu á mjög skemmtilegan hátt. Hann hefur þessar tilfinningar sem hann er ekki mikið fyrir að sýna. Hann er meira svona gerir það sem honum langar til að gera. Höfundur myndirinar er Chuck Palahniuk og skrifaðu einnig bókina Fight Club sem var leikstýrð af meistaranum David Fincher. Það er rosalega gaman að horfa á hvaða þessar tvær myndir eru líkar. Rosalega miklar pælingar í þeim og rosalega áhugaverðar persónur. Sögurnar eru einnig flottar. Mjög vel leiknar og hafa skemmtilegan húmor. Ég mæli hiklaust með þessari mynd (báðum myndunum).
Skemmtileg, fyndin, vel leikinn en eitt : alltof stutt.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Fox Searchlight
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
3. apríl 2009
Útgefin:
6. ágúst 2009