Kvikmyndagagnrýnandinn Roger Ebert hefur birt lista sinn yfir 20 bestu myndir ársins hingað
til. Hann segir árið hafa verið gott ár kvikmyndalega séð, en hann
hefði viljað sjá ákveðnar myndir fá betri dreifingu og eftirtekt.
Listinn
er ekki númeraður, Ebert segist vera búinn að fá nóg af númeruðum
listum í bili og að þessi listi sé einungis gerður til þess að fagna
þeim myndum sem hafa skarað framúr á árinu sem nú fer senn að líða.
Á listanum má sjá margar vel þekktar myndir, t.d. WALL·E sem Ebert segir vera bestu Sci-Fi myndina í mörg ár, The Dark Knight, Frost/Nixon, Milk, Iron Man og W. Þess má til gamans geta að The Band’s Visit og Happy-Go-Lucky eru einnig á listanum, en þær komu báðar í bíó hér á Íslandi á vegum Græna Ljóssins.
Listinn er afar áhugaverður fyrir kvikmyndaáhugafólk, og hann má lesa með því að smella hér.

