Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Öðruvísi gamanmynd
Ég hef lengi beðið eftir mynd sem er undir beinum áhrifum Wes Anderson og ég tel mig hafa fundið hana. Þetta er algert Wes Anderson RIPOFF þegar kemur að stílnum, myndatöku, leikstjórn, leik og bara allt!
Myndin fjallar um gistingu hljómsveitar yfir eina nótt í einhverjum skítabæ sem má eflaust líkja við Blönduós. Hópurinn skiptist í 3 hluta og við fylgjumst með hverjum hluta á frekar fyndinn hátt.
Það sem mér fannst sérstakt við þessa mynd var að langfyndnustu atriðin eru þau sem ekkert er talað í, algerlega no dialogue. Myndin er ótrúlega fyndin framanaf, líklega með mörgum af fyndnustu atriðum sem ég hef séð það sem af er ári en þegar líður á seinni hluta hennar þá verður hún of þunglamaleg, enda er hún með ansi djúpu ívafi.
Þetta leiðir til þess að myndin verður fullkaflaskipt að mínu mati, sem mér finnst rosalega leiðinlegt því það var eins og hún gæti ekki ákveðið hvort hún væri gamanmynd eða drama. Vissulega er ótrúlega gaman að horfa á myndir sem eru samanfléttar á þannig hátt en þessi mynd var það bara alls ekki, hún er eins og svart og hvítt.
Myndin er samt sem áður alls ekki fyrir alla, þeir sem eiga eftir að fíla hana eru þeir sem finnst gaman að þurfa að leita eftir húmornum, og eru allavega ekki jafnhrifnir af bröndurum sem liggja á yfirborðinu. Mesti húmorinn fer í það að hlægja að aðstæðum persónanna í myndinni, líkt og gerist í The Office eða eitthvað þvíumlíkt. 3 stjörnur.
Ég hef lengi beðið eftir mynd sem er undir beinum áhrifum Wes Anderson og ég tel mig hafa fundið hana. Þetta er algert Wes Anderson RIPOFF þegar kemur að stílnum, myndatöku, leikstjórn, leik og bara allt!
Myndin fjallar um gistingu hljómsveitar yfir eina nótt í einhverjum skítabæ sem má eflaust líkja við Blönduós. Hópurinn skiptist í 3 hluta og við fylgjumst með hverjum hluta á frekar fyndinn hátt.
Það sem mér fannst sérstakt við þessa mynd var að langfyndnustu atriðin eru þau sem ekkert er talað í, algerlega no dialogue. Myndin er ótrúlega fyndin framanaf, líklega með mörgum af fyndnustu atriðum sem ég hef séð það sem af er ári en þegar líður á seinni hluta hennar þá verður hún of þunglamaleg, enda er hún með ansi djúpu ívafi.
Þetta leiðir til þess að myndin verður fullkaflaskipt að mínu mati, sem mér finnst rosalega leiðinlegt því það var eins og hún gæti ekki ákveðið hvort hún væri gamanmynd eða drama. Vissulega er ótrúlega gaman að horfa á myndir sem eru samanfléttar á þannig hátt en þessi mynd var það bara alls ekki, hún er eins og svart og hvítt.
Myndin er samt sem áður alls ekki fyrir alla, þeir sem eiga eftir að fíla hana eru þeir sem finnst gaman að þurfa að leita eftir húmornum, og eru allavega ekki jafnhrifnir af bröndurum sem liggja á yfirborðinu. Mesti húmorinn fer í það að hlægja að aðstæðum persónanna í myndinni, líkt og gerist í The Office eða eitthvað þvíumlíkt. 3 stjörnur.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
11. apríl 2008