1911 – Jackie Chan gerir byltingu

Stikla fyrir næstu mynd Jackie Chan er komin á netið. Myndin kallast ýmist bara 1911 eða The 1911 Revolution upp á ensku, og fjallar um Xinhai byltinguna 1911, þar sem uppreisn var gerð gegn Qing keisara ættinni, og segja má að hafi verið upphafið að Kína nútímans. Myndin er gerð í tilefni af 100 ára afmæli byltingarinnar, og er einnig 100 mynd Jackie Chan.

Chan leikur ekki aðeins aðalhlutverkið, heldur er einnig framleiðandi og með leikstjóri ásamt Zhang Li, sem hefur áður verið kvikmyndatökumaður í myndum eins og Red Cliff. Greinilegt er að engu hefur verið tilsparað í gerð myndarinnar, þetta er stríðsepík. Þá er gaman að sjá Chan á skjánum aftur, og að sanna sig í hlutverkum sem krefjast ekki mikillar kung-fu notkunar. Ég ætla allavega að reyna að sjá hana. Hér er trailerinn: