15 bestu mafíumyndirnar

Mafíumyndir njóta alltaf vinsælda og því tókum við saman fimmtán myndir sem þú verður að sjá áður en þú snýrð tánum upp í loft.

Þarna eru að sjálfsögðu sígildar bófamyndir eins og Guðfaðirinn 1 og 2, Scarface og Brother, svo dæmi séu tekin.

Kíktu á listann:

The Godfather (1972)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn9.2
Rotten tomatoes einkunn 97%
The Movie db einkunn4/10

Sagan hefst þegar "Don" Vito Corleone, yfirmaður mafíufjölskyldu í New York, er með fjölskyldu og vinum í brúðkaupi dóttur sinnar. Heittelskaður sonur hans, Michael, er nýkominn heim úr stríðinu, en ætlar sér ekki að koma til starfa hjá föður sínum. Í gegnum líf Michaels ...

Myndin fékk þrjú Óskarsverðlaun. Marlon Brando fyrir bestan leik í aðalhlutverki ( neitaði að taka við þeim ), Besta mynd og Besta handrit.


GoodFellas (1990)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.7
Rotten tomatoes einkunn 94%
The Movie db einkunn8/10

Henry Hill er smábófi, sem tekur þátt í ráni ásamt Jimmy Conway og Tommy De Vito, tveimur bófum sem stefna hátt innan glæpaheimsins. Félagarnir tveir drepa alla aðra sem taka þátt í ráninu, og byrja að feta sig hægt og rólega upp metorðastigann í mafíunni. Velgengni félaganna,...

Joe Pesci fékk Óskarsverðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki. Tilnefnd alls til 6 Óskara. Fékk 5 BAFTA verðlaun, auk fjölda annarra verðlauna.


Once Upon a Time in America (1984)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.3
Rotten tomatoes einkunn 86%
The Movie db einkunn8/10

Saga af litlum hópi glæpamanna í New York af Gyðingaættum í byrjun 20. aldarinnar, sem nær yfir 40 ára tímabil. Sagan er sögð að mestu í gegnum endurlit í leiftursýn fram og aftur í tíma, en aðalpersónan er David "Noodles" Aaronson, og félagar hans þeir Max, Cockeye og Patsy, og...


The Departed (2006)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.5
Rotten tomatoes einkunn 91%
The Movie db einkunn6/10

Í suðurhluta Bostonborgar á lögreglan í stríði við írsk-bandarísku mafíuna. Hinn ungi lögreglumaður Billy Costigan, sem vinnur á laun, er ráðinn til að smygla sér í raðir glæpagengis undir stjórn Frank Costello. Á meðan Billy öðlast fljótt traust Costello, þá hefur Colin...

Óskarsverðlaun: Besta mynd, besti leikstjóri, besta klipping.


Casino (1995)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.2
Rotten tomatoes einkunn 79%
The Movie db einkunn8/10

Sam 'Ace' Rothstein, glæpatengdur spilavítiseigandi í Las Vegas, reynir að halda uppi venjulegum lífsstíl með konunni sinni, Ginger. Nicky Santoro, æskuvinur Ace sem nú er orðinn stór karl í mafíunni, kemur í bæinn með ill áform sem munu trufla líf Ace. ...

Golden Globe-Besta leikkona í hlutverki í dramamynd: Sharon Stone. Stone tilnefnd til Óskarsverðlauna einnig.


The Untouchables (1987)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.8
Rotten tomatoes einkunn 83%
The Movie db einkunn8/10

Alríkislögreglumaðurinn Elliot Ness safnar saman úrvalsliði til að berjast gegn mafíuforingjanum Al Capone, og notar til þess óhefðbundar aðferðir meðal annars, en sögusviðið er mafíustríðin á þriðja áratug 20. aldarinnar. ...

Sean Connery fékk Óskarsverðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki. Var tilnefnd til Óskars fyrir búning, tónlist og listræna stjórnun.


The Good Shepherd (2006)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.7
Rotten tomatoes einkunn 56%
The Movie db einkunn6/10

Óreiðukennt upphaf leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, er sagt í gegnum sögu eins manns. Fámáli einfarinn Edward Wilson stýrir leynilegum aðgerðum leyniþjónustunnar CIA í Svínaflóa. Þjónustuna grunar að Castro hafi fengið njósn af aðgerðunum, þannig að Wilson leitar að ...


Donnie Brasco (1997)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.7
Rotten tomatoes einkunn 88%
The Movie db einkunn8/10

Sönn saga um FBI-manninn Joe Pistone sem kemst inn í mafíuna í New York og starfar þar á laun undir dulnefninu Donnie Brasco. Hann á að safna sönnunargögnum gegn glæpamönnunum. Þar vekur hann athygli mafíósans Lefty Ruggiero sem líst vel á strákinn og tekur hann undir sinn ...

Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir handrit byggt á áður útgefnu efni.


Eastern Promises (2007)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.6
Rotten tomatoes einkunn 89%

Ljósmóðirin Anna kemst yfir rússneska dagbók ungrar stúlku, sem lést á sjúkrahúsinu við barnseignir. Anna er staðráðin í að finna samastað handa nýfædda barninu og fær tilboð frá veitingahúsaeiganda til að þýða bókina, en sá er einnig foringi rússnesku mafíunnar þar ...


The Big Sleep (1946)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.9
Rotten tomatoes einkunn 96%
The Movie db einkunn4/10

Einkaspæjarinn Philip Marlowe er ráðinn til starfa af auðugum herforingja til að upplýsa um og stöðva dóttur hans, Carmen, frá því að verða fjárkúguð vegna spilaskulda. Marlow sekkur djúpt í vef ástarþríhyrnings, kúgunar, morðs, fjárhættuspila og skipulagðrar ...


Scarface (1983)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.3
Rotten tomatoes einkunn 79%
The Movie db einkunn8/10

Þegar Fidel Castro forseti Kúbu opnar höfnina í Mariel á Kúbu, þá sendir hann 125.000 kúbanska flóttamenn til að sameinast fjölskyldum sínum í Bandaríkjunum. Á meðal þessara flóttamanna þá er einn sem er óvenju metnaðargjarn, en sá heitir Tony Montana. Tony og vinur hans ...


The Irishman (2019)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.8
Rotten tomatoes einkunn 95%

Leigumorðingi mafíunnar horfir yfir farinn veg, og mögulegan þátt sinn í morðinu á verkalýðsleiðtoganum Jimmy Hoffa. Frank “The Irishman” Sheeran, hefur margt á sinni könnu. Hann er fyrrum stjórnandi hjá verkalýðsfélagi og leigumorðingi, en hann lærði síðarnefnda fagið ...

Tilnefnd til fimm Golden Globe verðlauna. Sem besta mynd, besta leikstjórn, og besta handrit, og leikur Al Pacino og Joe Pesci. Tilnefnd til tíu Óskarsverðlauna.


American Gangster (2007)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.8
Rotten tomatoes einkunn 81%

Þegar einn af stærstu dópkóngum Manhattan geispar golunni grípur einkabílstjórinn hans, Frank Lucas (Denzel Washington), tækifærið og kemur sér í valdastöðu. Frank er harður í horn að taka og er farinn að stjórna eiturlyfjabransa borgarinnar áður en langt um líður. Þökk sé ...


The Godfather: Part II (1974)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn9
Rotten tomatoes einkunn 96%
The Movie db einkunn7/10

Saga Corleone mafíufjölskyldunnar í New York heldur áfram. Myndin segir frá því þegar "Don" Vito Corleone var ungur að árum á Sikiley á Ítalíu. Hann flytur svo til New York í byrjun 20. aldarinnar. Fylgst er með uppgangi sonar hans Michael Corleone á sjötta áratug 20. aldarinnar ...

Tilnefnd til 11 Óskarsverðlauna. Vann 6; Besta leikstjórn, besta tónlist, besta mynd, besti leikur í aukahlutverki ( De Niro ), besta handrit og besta listræna stjórnun.


Brother (2000)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.1
Rotten tomatoes einkunn 47%
The Movie db einkunn5/10

Japanskur mafíósi, Takashi, er sendur í útlegð til Bandaríkjanna. Hann kemur sér fyrir í Los Angeles þar sem yngri bróðir hans býr og kemst að því að þó að hann sé í nýju landi, þá eru reglurnar enn þær sömu, og þeir reyna að ná yfirráðum yfir eiturlyfjasölu í ...