Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Heilsteypt en skortir eitthvað...
Ridley Scott er greinilega farinn í einhverskonar kast að gera eins margar kvikmyndir og hann getur þar sem maðurinn er sjötíu ára gamall og á ekki það mörg góð ár eftir. Seinast var það A Good Year sem hvarf sporlaust og Kingdom of Heaven sem feilaði í kvikmyndahúsum en kom aftur sterkt inn sem director\'s cut á DVD, núna á næstunni má búast við þremur kvikmyndum í viðbót áður en þessum áratugi er lokið sem gerir heildartöluna ellefu leikstýrðar kvikmyndir á einum áratugi. Þá tel ég aðeins þau verkefni sem Ridley Scott er að leikstýra og ekki þau sem hann framleiðir einnig, áður fyrr voru það tvö til þrjú ár á milli myndanna hans en núna leikstýrir hann nánast eina kvikmynd á ári. American Gangster hinsvegar, er sú allra nýjasta þessa stundina og er kvikmynd sem mig hefur langað að sjá alveg síðan ég frétti frá henni fyrst. Ég hef mikla aðdáðun af Ridley Scott en maðurinn er auðvitað mistækur og nær ekki að gefa frá sér meistarastykki hvert einasta skipti, en ég var alls ekki fyrir neinum vonbrigðum með American Gangster. Myndin hefur skemmtilega sögu sem má líkja við Scorsese myndir eins og Goodfellas og Casino þar sem fjallað er um ólögleg atferli aðalsögupersónunnar. Denzel Washington leikur þá aðalpersónu sem heitir Frank Lucas sem var einu sinni heróin konungurinn í Harlem kringum 1970, en það sem American Gangster gerir öðruvísi en Scorsese myndirnar er að fjalla um lögguna sem er að reyna fella glæpasamtökin hans og heitir sá maður Richie Roberts og er leikinn af honum Russell Crowe. Kannski er best að minnast á að myndin er byggð á sönnum atburðum, hve sönn hún er í raun og veru veit ég ekki þar sem ég veit persónulega voða lítið um þessa atburði sem eru í myndinni. Eins og undantekningarlaust allar Ridley Scott myndir þá er American Gangster virkilega vel gerð og flott, myndatakan, klippingin, umhverfið, hljóðið og allt þannig tengt er ekki hægt að kvarta um. Ég er þó frekar spældur út í meðferðina á söguefninu því það hefur svo mikið uppá að bjóða og mér fannst það ekki vera nógu vel nýtt. Ég myndi segja að helsti gallinn við myndina sé skortur á spennu, þetta er löng mynd þar sem margt gerist á löngu tímabili með mörgum persónum sem skipta máli. Washington og Crowe voru í góðum málum yfir alla myndina en nánast hver einasta aukapersóna var innihaldslaus og/eða dæmigerð, mér var persónulega nánast alveg sama um allar persónur í myndinni sem er frekar slæmt fyrir svona gerð af kvikmynd. Þetta er galli sem hefði auðveldlega geta drepið myndina, en þetta er einnig persónubundið og þetta er aðeins mín persónulega skoðun gagnvart þessu. Svo af hverju er ég að gefa myndinni þrjár stjörnur? Því ég hafði vel gaman af myndinni, þó að hún sýndi ekkert nýtt þá fjallar um merkilegt tímabil og um merkilega atburði sem ég sjálfur vissi alls ekki nóg um. American Gangster þó hún sé svipuð þeim, er hún ekki nálægt því að geta keppt við meistarastykki eins og Goodfellas eða Casino, en hún er góð mynd þrátt fyrir það og stendur fyrir sínu.
Ridley Scott er greinilega farinn í einhverskonar kast að gera eins margar kvikmyndir og hann getur þar sem maðurinn er sjötíu ára gamall og á ekki það mörg góð ár eftir. Seinast var það A Good Year sem hvarf sporlaust og Kingdom of Heaven sem feilaði í kvikmyndahúsum en kom aftur sterkt inn sem director\'s cut á DVD, núna á næstunni má búast við þremur kvikmyndum í viðbót áður en þessum áratugi er lokið sem gerir heildartöluna ellefu leikstýrðar kvikmyndir á einum áratugi. Þá tel ég aðeins þau verkefni sem Ridley Scott er að leikstýra og ekki þau sem hann framleiðir einnig, áður fyrr voru það tvö til þrjú ár á milli myndanna hans en núna leikstýrir hann nánast eina kvikmynd á ári. American Gangster hinsvegar, er sú allra nýjasta þessa stundina og er kvikmynd sem mig hefur langað að sjá alveg síðan ég frétti frá henni fyrst. Ég hef mikla aðdáðun af Ridley Scott en maðurinn er auðvitað mistækur og nær ekki að gefa frá sér meistarastykki hvert einasta skipti, en ég var alls ekki fyrir neinum vonbrigðum með American Gangster. Myndin hefur skemmtilega sögu sem má líkja við Scorsese myndir eins og Goodfellas og Casino þar sem fjallað er um ólögleg atferli aðalsögupersónunnar. Denzel Washington leikur þá aðalpersónu sem heitir Frank Lucas sem var einu sinni heróin konungurinn í Harlem kringum 1970, en það sem American Gangster gerir öðruvísi en Scorsese myndirnar er að fjalla um lögguna sem er að reyna fella glæpasamtökin hans og heitir sá maður Richie Roberts og er leikinn af honum Russell Crowe. Kannski er best að minnast á að myndin er byggð á sönnum atburðum, hve sönn hún er í raun og veru veit ég ekki þar sem ég veit persónulega voða lítið um þessa atburði sem eru í myndinni. Eins og undantekningarlaust allar Ridley Scott myndir þá er American Gangster virkilega vel gerð og flott, myndatakan, klippingin, umhverfið, hljóðið og allt þannig tengt er ekki hægt að kvarta um. Ég er þó frekar spældur út í meðferðina á söguefninu því það hefur svo mikið uppá að bjóða og mér fannst það ekki vera nógu vel nýtt. Ég myndi segja að helsti gallinn við myndina sé skortur á spennu, þetta er löng mynd þar sem margt gerist á löngu tímabili með mörgum persónum sem skipta máli. Washington og Crowe voru í góðum málum yfir alla myndina en nánast hver einasta aukapersóna var innihaldslaus og/eða dæmigerð, mér var persónulega nánast alveg sama um allar persónur í myndinni sem er frekar slæmt fyrir svona gerð af kvikmynd. Þetta er galli sem hefði auðveldlega geta drepið myndina, en þetta er einnig persónubundið og þetta er aðeins mín persónulega skoðun gagnvart þessu. Svo af hverju er ég að gefa myndinni þrjár stjörnur? Því ég hafði vel gaman af myndinni, þó að hún sýndi ekkert nýtt þá fjallar um merkilegt tímabil og um merkilega atburði sem ég sjálfur vissi alls ekki nóg um. American Gangster þó hún sé svipuð þeim, er hún ekki nálægt því að geta keppt við meistarastykki eins og Goodfellas eða Casino, en hún er góð mynd þrátt fyrir það og stendur fyrir sínu.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
16. nóvember 2007