Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Miðað við hápólitískt efni þá kýs De Niro að leiða The Good Shepherd í voðalega hæga og ódramatíska stefnu. Myndin er mjög löng, atburðarrásin er hæg, samtölin eru róleg og persónurnar allar kaldar á yfirborðinu. Matt Damon leikur Edward Bell Wilson, skáldaða persónu byggða á raunverulegri manneskju, sem var einn af höfuðpaurunum í sköpun Central Intelligence Agency eða C.I.A gegnum árin 1939 til 1961. Matt Damon nær að sýna mjög góða frammistöðu án þess að sýna neina skýra tilfinningu gegnum alla myndina, útaf þessu þá reynist öll myndin köld á yfirborðinu. The Good Shepherd er annars stútfull af leikurum, en enginn þeirra fær að sýna nein tilþrif þar sem hlutverkin þeirra voru yfirleitt of lítil eða handritið bauð ekki til þess. Fyrir þá sem hafa brennandi áhuga á þessu efni þá ætti myndin að reynast nokkuð áhugaverð, en fyrir alla aðra þá er The Good Shepherd nokkuð örugg leiðindi, myndin er fyrir þá þolinmóðu sem geta setið gegnum langa mynd þar sem fólk talar stanslaust, og þar magnið af hasar eða dramatískum hápunktum eru mjög fáir eða jafnvel ekki til staðar. Myndin endar einnig frekar dauft, en það mætti búast við því miðað við hvernig myndin er uppsett, sagan kemst að sínum endi fyrir áhorfandann og aðalpersónuna en ekki á neinn áhrifaríkann hátt. Það er hinsvegar þetta tilfinningaleysi sem ég fílaði, ný aðferð sem sést sjaldan í kvikmyndum, aldrei fær áhorfandinn neinar upplýsingar um hugsunarhátt persónanna sem gerði þær mjög ótrausverðugar og jafnvel raunverulegri en venjulega sést. Sem skemmtiefni þá er þetta ekki rétta valið en fyrir þolinmæða áhorfendur, þá eru líkurnar mun meiri að þú munir fíla hana. Mér finnst The Good Shepherd mjög fín mynd, og Matt Damon gerir hana þess virði að sjá að mínu mati.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Universal Pictures
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
13. apríl 2007