Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Good Shepherd 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 13. apríl 2007

The true story of the birth of the CIA through the eyes of a man who never existed.

167 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 56% Critics
The Movies database einkunn 61
/100

Óreiðukennt upphaf leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, er sagt í gegnum sögu eins manns. Fámáli einfarinn Edward Wilson stýrir leynilegum aðgerðum leyniþjónustunnar CIA í Svínaflóa. Þjónustuna grunar að Castro hafi fengið njósn af aðgerðunum, þannig að Wilson leitar að lekanum. Á meðan hann skoðar málið, þá minnist hann, í leiftursýn aftur í tímann,... Lesa meira

Óreiðukennt upphaf leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, er sagt í gegnum sögu eins manns. Fámáli einfarinn Edward Wilson stýrir leynilegum aðgerðum leyniþjónustunnar CIA í Svínaflóa. Þjónustuna grunar að Castro hafi fengið njósn af aðgerðunum, þannig að Wilson leitar að lekanum. Á meðan hann skoðar málið, þá minnist hann, í leiftursýn aftur í tímann, dauða föður síns, daga sinna sem nemanda í Yale, sambanda, giftingar, njósnastarfa í London, fjarlægðar frá syni sínum, og upphafs Kalda stríðsins, og samskipta við leyniþjónustur Breta og Sovétríkjanna. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Miðað við hápólitískt efni þá kýs De Niro að leiða The Good Shepherd í voðalega hæga og ódramatíska stefnu. Myndin er mjög löng, atburðarrásin er hæg, samtölin eru róleg og persónurnar allar kaldar á yfirborðinu. Matt Damon leikur Edward Bell Wilson, skáldaða persónu byggða á raunverulegri manneskju, sem var einn af höfuðpaurunum í sköpun Central Intelligence Agency eða C.I.A gegnum árin 1939 til 1961. Matt Damon nær að sýna mjög góða frammistöðu án þess að sýna neina skýra tilfinningu gegnum alla myndina, útaf þessu þá reynist öll myndin köld á yfirborðinu. The Good Shepherd er annars stútfull af leikurum, en enginn þeirra fær að sýna nein tilþrif þar sem hlutverkin þeirra voru yfirleitt of lítil eða handritið bauð ekki til þess. Fyrir þá sem hafa brennandi áhuga á þessu efni þá ætti myndin að reynast nokkuð áhugaverð, en fyrir alla aðra þá er The Good Shepherd nokkuð örugg leiðindi, myndin er fyrir þá þolinmóðu sem geta setið gegnum langa mynd þar sem fólk talar stanslaust, og þar magnið af hasar eða dramatískum hápunktum eru mjög fáir eða jafnvel ekki til staðar. Myndin endar einnig frekar dauft, en það mætti búast við því miðað við hvernig myndin er uppsett, sagan kemst að sínum endi fyrir áhorfandann og aðalpersónuna en ekki á neinn áhrifaríkann hátt. Það er hinsvegar þetta tilfinningaleysi sem ég fílaði, ný aðferð sem sést sjaldan í kvikmyndum, aldrei fær áhorfandinn neinar upplýsingar um hugsunarhátt persónanna sem gerði þær mjög ótrausverðugar og jafnvel raunverulegri en venjulega sést. Sem skemmtiefni þá er þetta ekki rétta valið en fyrir þolinmæða áhorfendur, þá eru líkurnar mun meiri að þú munir fíla hana. Mér finnst The Good Shepherd mjög fín mynd, og Matt Damon gerir hana þess virði að sjá að mínu mati.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn