Vinsælast í USA - 19. til 21. jún. 2017

1. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimyndÍþróttamynd
Leikstjórn Brian Fee
Söguþráður Hinn goðsagnakenndi kappakstursbíll Lightning McQueen þarf að víkja fyrir nýrri kynslóð hraðskreiðra kappakstursbíla. Til að fá að aftur að taka þátt í leiknum þá þarf hann að fá aðstoð hjá áhugasömum tæknimanni sem er með sínar eigin hugmyndir um hvernig hægt er að vinna kappaksturinn.
2. sæti - Aftur á lista
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Patty Jenkins
Söguþráður Eftir að Díana prinsessa af Themysciru bjargar lífi breska flugmannsins Steves Trevor árið 1915 segir hann henni af styrjöldinni í Evrópu sem leiðir til þess að Díana ákveður að blanda sér í slaginn og bjarga eins mörgum mannslífum og hún getur. Í Wonder Woman er saga Díönu prinsessu sögð frá upphafi, en hún er af grískum guðum komin, fædd á eyjunni Themysciru og alin upp af Amasónunum sem þar búa, en þær hafa það hlutverk að halda verndarhendi yfir mannkyninu. Díana veit reyndar ekki, a.m.k. ekki til að byrja með, yfir hvaða guðlegu kröftum hún ræður í raun og kemst ekki að því fyrr en hún þarf nauðsynlega á þeim að halda. En þótt Díana sé öflug bardagakona hefur hún aldrei áður komið á mannaslóðir og þekkir því lítið sem ekkert til margra mannasiða sem óhætt er að segja að komi henni spánskt fyrir sjónir, eins og til dæmis að klæða sig í borgaralegan fatnað. Hvernig berst hún í pilsi?
3. sæti - Aftur á lista
DramaTónlistarmyndÆviágrip
Leikstjórn Benny Boom
Söguþráður Myndin segir sanna sögu hins þekkta rapptónlistarmanns, ljóðskálds og aðgerðasinna, Tupac Shakur. Sagt er frá uppvexti hans í New York og hvernig hann varð einn þekktasti og áhrifaríkasti tónlistarmaður heims, áður en hann lést 25 ára gamall.
4. sæti - Aftur á lista
SpennumyndHrollvekjaÆvintýramynd
Leikstjórn Alex Kurtzman
Söguþráður Eftir að ævintýramaðurinn Nick Morton finnur fyrir tilviljun kistu hinnar fornu prinsessu Ahmanet sem var grafin lifandi á sínum tíma fyrir hrottalegan glæp ákveður hann að láta flytja múmíu hennar til Lundúna. Það hefði hann ekki átt að gera. The Mummy er hin sígilda saga um baráttuna á milli góðs og ills en þegar prinsessan Ahmanet var kviksett sór hún þess eið að snúa aftur og eyða mannkyninu eins og það lagði sig í hefndarskyni. Sá eini sem á nokkra möguleika á að koma í veg fyrir það er maðurinn sem leysti anda hennar úr læðingi, Nick Morton, en hvernig í veröldinni glímir maður við þá ægikrafta sem hin illa múmía býr yfir?
5. sæti - Aftur á lista
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Johannes Roberts
Söguþráður Tvær systur á ferðalagi í Mexíkó festast inni í hákarlabúri á hafsbotni. Þær eiga aðeins eins klukkutíma skammt af súrefni eftir, og mannætuhákarlar svamla í kringum búrið. Nú er úr vöndu að ráða.
6. sæti - Aftur á lista
SpennumyndGamanmyndÆvintýramynd
Söguþráður Jack Sparrow skipstjóri á á brattann að sækja enn á ný þegar illvígir draugar, undir stjórn erkióvinar hans Salazar skipstjóra, sleppa úr þríhyrningi djöfulsins, ákveðnir í að drepa hvern einasta sjóræningja á sjó .. þar á meðal hann. Eina von Jack liggur í því að finna hinn goðsagnakennda þrífork Pósedons, en hann gefur þeim sem á heldur, algjör vald yfir úthöfunum.
7. sæti - Aftur á lista
GamanmyndDrama
Leikstjórn Lucia Aniello
Söguþráður Gamanmyndin Rough Night segir frá fimm vinkonum sem ákveða að leigja saman strandhús og skella sér út á lífið í tilefni þess að ein þeirra er að fara að gifta sig. Til að byrja með gengur allt vel og vinkonurnar fimm skemmta sér konunglega eða allt þar til óvænt atvik setur risastórt strik í reikninginn. Já, já, það er auðvitað alltaf gaman að hitta vini og skemmta sér en í tilfelli vinkvennanna Jess, Blair, Pippu, Alice og Frankie breytist gleðin í angist þegar ein þeirra verður strippara einum að bana, alveg óvart. Í örvæntingu taka vinkonurnar ákvörðun um að hringja ekki á lögregluna heldur breiða yfir vitneskju sína um dauða mannsins, en sú ákvörðun er auðvitað rakin uppskrift að enn verri vandræðum ...
8. sæti - Aftur á lista
SpennumyndGamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn David Soren
Söguþráður Tveir uppátækjasamir hrekkjalómar, þeir George og Harold, dáleiða skólastjórann og láta hann halda að hann sé hin fáránlega og heimska ofurhetja Herra Nærbuxur, eða Captain Underpants.
9. sæti - Aftur á lista
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn James Gunn
Söguþráður Í myndinni halda útverðir alheimsins áfram að ferðast um alheiminn. Þau þurfa að passa upp á hópinn, og leysa ráðgátuna um foreldra Peter Quill. Gamlir óvinir verða bandamenn, og þekktar persónur úr teiknimyndaheimi Marvel koma hetjunum til bjargar.
10. sæti - Aftur á lista
HrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn Trey Edward Shults
Söguþráður Fjöskyldufaðir hefur útbúið heimili sitt sem öruggast þegar hryðjuverkaógn sem ekki er af þessum heimi, ógnar heiminum, og fjölskyldu hans, eiginkonu og syni. Það reynir á þegar örvæntingarfull ung fjölskylda leitar hælis hjá þeim. Þó allir séu af vilja gerðir, þá grasserar vantraust og ofsóknaræði, og að lokum kemst heimilisfaðirinn að því að hann gæti þurft að fórna sál sinni til að geta verndað fjölskyldu sína.
11. sæti - Aftur á lista
DramaStríðsmyndÆviágrip
Söguþráður Myndin er byggð á sögu ungs sjóliðsforingja, en einstök tengsl hennar við herhund sem hún þjálfaði, bjargaði mörgum mannslífum í stríðinu í Írak. Allt í allt luku þau Megan og Rex 100 verkefnum, þar til lífshættuleg sprenging batt enda á feril þeirra.
12. sæti - Aftur á lista
Gamanmynd
Leikstjórn Seth Gordon
Söguþráður Strandverðinum Mitch Buchannon líst nákvæmlega ekkert á nýjan liðsmann teymis síns, Matt Brody, sem þrátt fyrir að skarta tveimur gullverðlaunum virðist ekki hafa mikið annað til brunns að bera. En þegar þeir Mitch og Matt komast á snoðir um lævísa tilraun hinnar slóttugu Victoriu Leeds til að sölsa undir sig ströndina neyðast þeir til að snúa bökum saman.
13. sæti - Aftur á lista
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Colin Trevorrow
Söguþráður Saga um einstæða móðir tveggja drengja, en annar þeirra býr yfir snilligáfu. Eftir að hún finnur bók sem sonur hennar hefur skrifað um hvernig hægt er að laga hættulegt leyndarmál sem fjölskyldan í næsta húsi býr yfir, þar sem stjúpfaðir beitir ofbeldi, þá reynir hún að hrinda áætluninni í framkvæmd, og á þeirri vegferð uppgötvar hún nýjan tegund styrks sem foreldri.
14. sæti - Aftur á lista
GamanmyndRómantískDrama
Leikstjórn Eleanor Coppola
Söguþráður Anne stendur á krossgötum í lífi sínu. Hún hefur lengi verið gift farsælum og metnaðargjörnum, kvikmyndaframleiðanda, sem hefur þó lítið sinnt hjónabandinu. Hún ákveður í skyndi að fara í óvænt ferðalag frá Cannes til Parísar með viðskiptafélaga eiginmanns síns. Þessi ferð sem upphaflega átti að vera sjö klukkutíma bíltúr, verður kæruleysisleg tveggja daga ævintýraferð, full af rómantískum augnablikum, og verður til þess að endurvekja ást Anne á lífinu.
15. sæti - Aftur á lista
Gamanmynd
Leikstjórn Miguel Arteta
Söguþráður Heildrænn læknir kemur í kvöldverðarboð auðugs viðskiptavinar, eftir að bíllinn hennar bilar.
16. sæti - Aftur á lista
RómantískDramaRáðgáta
Leikstjórn Roger Michell
Söguþráður Ungur Breti ákveður að hefna sín á dularfullri, og fallegri frænku sinni, sem hann heldur að hafi myrt velgjörðarmann hans. En það kemst rót á tilfinningar hans þegar töfrar hennar fara að virka á hann.
17. sæti - Aftur á lista
SpennutryllirVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Ridley Scott
Söguþráður Í myndinni fylgjumst við með geimskipinu Covenant sem er á leiðinni til fjarlægrar plánetu. Þegar þangað er komið þá finna þau David einn og yfirgefinn, en einnig hinar ófrýnilegu Xenomorph geimverur.
18. sæti - Aftur á lista
GamanmyndFjölskyldumynd
Leikstjórn David Bowers
Söguþráður Ferðalag Heffley fjölskyldunnar fer öðruvísi en ætlað var, þegar hún fer í heimsókn til Meemaw að halda upp á 90 ára afmælið, einkum vegna þess að Greg vill komast á tölvuleikjaráðstefnu.
19. sæti - Aftur á lista
GamanmyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Tom McGrath
Söguþráður Myndin segir frá töffaranum Stubbi sem fæðist með allt á hreinu og klár í hvern þann slag sem lífið býður upp á. En fyrst þarf hann ásamt sjö ára bróður sínum og nokkrum öðrum hvítvoðungum að stöðva skæðustu samkeppniskrútt allra barna – hvolpana.
20. sæti - Aftur á lista
RómantískÆvintýramyndSöngleikur
Leikstjórn Bill Condon
Söguþráður Ævintýrið um Fríðu og dýrið segir frá prinsi í álögum sem verður ekki aflétt nema einhver stúlka verði ástfangin af honum áður en rós sem geymd er í höll hans deyr. En hver getur elskað jafn önuga og forljóta skepnu eins og hann?
Vinsælast í bíó - 19. til 21. jún. 2017