Vinsælast í USA - 16. til 18. okt. 2017

1. sæti - Aftur á lista
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Christopher Landon
Söguþráður Tree Gelbman er ung kona sem vaknar upp í ókunnugu rúmi á skólavist og botnar ekkert í hvernig hún komst þangað. Um það þýðir þó lítið að hugsa því Tree á afmæli í dag og drífur sig bara heim. Dagurinn breytist hins vegar í skelfingu um kvöldið þegar á hana er ráðist og hún er myrt á hrottalegan hátt af grímuklæddum fanti. En um leið og Tree deyr vaknar hún upp aftur í ókunnuga rúminu á skólavistinni að morgni afmælisdagsins – eins og þetta hafi allt saman verið draumur. Eftir að hafa gengið í gegnum sama hryllinginn nokkrum sinnum án þess að koma við vörnum áttar Tree sig á því að eina leiðin til að stöðva þennan tímahring sem hún er föst í og um leið koma í veg fyrir morðið á sjálfri sér er að hún uppgötvi upp á eigin spýtur hver morðinginn er og vinni á honum áður en dagur er að kvöldi kominn. En þetta plan er hægara sagt en framkvæmt ...
2. sæti - Aftur á lista
SpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Denis Villeneuve
Söguþráður Sérsveitarmaðurinn Officer K, kemst á snoðir um dularfullt mál úr fortíðinni. Til að aðstoða sig við rannsóknina þarf hann að hafa uppi á Rick sem hafði horfið þrjátíu árum fyrr, þ.e. eftir að hafa leyst sitt síðasta verkefni. Leit K ber árangur að lokum, en með ófyrirsjáanlegum afleiðingum ...
3. sæti - Aftur á lista
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Martin Campbell
Söguþráður Eftir að yngsta og eina eftirlifandi dóttir veitingastaðareigandans Quangs lætur lífið í sprengjuárás IRA í London leitar hann bæði til lögreglunnar og leyniþjónustunnar til að fá það uppgefið hverjir séu grunaðir um verknaðinn, enda ákveðinn í að ganga á milli bols og höfuðs á þeim sjálfur – sem allra fyrst.
4. sæti - Aftur á lista
DramaHrollvekja
Leikstjórn Andres Muschietti
Söguþráður Þegar sjö vinir í bænum Derry í Maine-ríki Bandaríkjanna komast á snoðir um að í holræsum bæjarins er á kreiki óvættur sem ber að öllum líkindum ábyrgð á hvarfi margra ungmenna í gegnum árin ákveða þau að rannsaka málið á eigin ábyrgð.
5. sæti - Aftur á lista
RómantískDrama
Leikstjórn Hany Abu-Assad
Söguþráður Par lifir af flugslys í fjalllendi þar sem þau þurfa að treysta á hvoru öðru og komast í öruggt skjól, illa slösuð.
6. sæti - Aftur á lista
SpennumyndGamanmyndSpennutryllirGlæpamyndSögulegÆviágrip
Leikstjórn Doug Liman
Söguþráður Myndin segir kostulega sögu flugmannsins, eiturlyfjasmyglarans og CIA-uppljóstrarans Barrys Seal sem var flugmaður sem eftir að hafa flogið vélum flugfélagsins TWA frá 1966 til 1974 ákvað að söðla hressilega um og gerast stórtækur eiturlyfjasmyglari fyrir hinn stóra, kólumbíska Medellín-eiturlyfjahring þar sem hann tók m.a. við skipunum beint frá Pablo Escobar. Í hátt í tíu ár tókst Barry síðan að smygla ógrynni af kókaíni til Bandaríkjanna og efnaðist mjög enda fékk hann um hálfa milljón Bandaríkjadala fyrir hvert flug. Að því kom þó að hann var handtekinn og árið 1984 var hann dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir þær smyglferðir sem sönnuðust á hann. Þá brá hann á það ráð að gerast uppljóstrari fyrir bandarísku leyniþjónustuna CIA og það samstarf og sönnunargögnin sem Barry aflaði átti m.a. eftir að verða veigamikill þáttur í Iran-Contra-hneykslinu mikla sem skók bandarísk stjórnmál á níunda áratug síðustu aldar. Þar með er sagan þó ekki öll sögð því Barry lumaði á sínu eigin einkatrompi í þeim blekkingarleik sem nú hófst – sem við segjum ekki nánar frá hér til að skemma ekki fléttuna og upplifunina fyrir þeim áhorfendum sem þekkja ekki sögu Barrys Seal til hlítar.
7. sæti - Aftur á lista
SpennumyndGamanmyndÆvintýramynd
Leikstjórn Matthew Vaughn
Söguþráður Eftir að höfuðstöðvar Kingsman-leyniþjónustunnar í Bretlandi eru sprengdar í tætlur uppgötva þeir Gary „Eggsy“ Unwin og Merlin að til eru bandarísk systursamtök kóngsmannanna, Statesman-leyniþjónustan, og fá í framhaldinu aðstoð starfsmanna hennar til að berjast við hættulegasta óvin mannkyns til þessa, glæpasamtökin Gullna hringinn.
8. sæti - Aftur á lista
SpennumyndGamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Langt, langt í burtu er eyjan og borgin Ninjago. Þar búa þau Lloyd, Jay, Kai, Cole, Zane og Nya sem á daginn þurfa að glíma við skólann, skólalífið og öll hin hversdagsmálin en á kvöldin við alls konar skrímsli og óvætti sem herja á Ninjago auk hins valdagráðuga og illa Lords Garmadon – sem er faðir Lloyds. The LEGO Ninjago Movie er þriðja LEGO-kubbamyndin en þær fyrri, The LEGO Movie og The LEGO Batman Movie, slógu hressilega í gegn í kvikmyndahúsum heimsins enda einstaklega skemmtilegar og fyndnar, viðburðaríkar, vel gerðar – og innihalda góðan boðskap. Það er óhætt að fullyrða að The LEGO Ninjago Movie er bíóupplifun fyrir alla fjölskylduna Therouxeins og hún gerist best. Myndin verður sýnd bæði með íslensku og ensku tali en á ensku eru það þau Dave Franco, Justin , Jackie Chan, Olivia Munn, Kumail Nanjiani, Michael Peña, Zach Woods, Fred Armisen, Abbi Jacobson og Kaan Guldur sem tala fyrir helstu persónurnar.
9. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndSöngleikurTeiknimynd
Leikstjórn Jayson Thiessen
Söguþráður Lífið í höfuðborg smáhestanna gæti varla verið fullkomnara en það er, enda byggt á gleði, söng, ævintýrum og órjúfanlegum vinaböndum. En þegar hin vonda og valdagráðuga Tempest Shadow ákveður að taka völdin ásamt ófrýnilegum þjónum sínum neyðast smáhestarnir undir forystu prinsessunnar Skystar til að ferðast þvert í gegnum Smáhestaland og freista þess að finna nýja bandamenn sem geta hjálpað þeim.
10. sæti - Aftur á lista
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Stephen Frears
Söguþráður Viktoría Englandsdrottning vingast við ungan Indverja að nafni Abdul Karim.
11. sæti - Aftur á lista
DramaÆviágrip
Leikstjórn Reginald Hudlin
Söguþráður Mynd um Thurgood Marshall á yngri árum, fyrsta þeldökka dómarann við hæstarétt Bandaríkjanna, þegar hann rekur eitt þekktasta mál sitt.
12. sæti - Aftur á lista
DramaHrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Niels Arden Oplev
Söguþráður Læknanemar rannsaka mörk lífs og dauða, og upplifa ýmHvernig er að deyja? Hvað hugsar maður á dauðastundinni? Verður allt svart og kannski bara tómið eitt, eða sér maður eitthvert ljós eins og sumir sem hafa verið lífgaðir við hafa sagt að þeir hafi séð? Hvernig er að vera dáinn? Fer vitundin eitthvað? Fer maður út úr líkamanum? Er líf eftir dauðann? Þessar spurningar og margar aðrar sem tengjast dauðanum hafa lengi leitað á menn án þess að nokkur hafi getað veitt fullnægjandi svör við þeim. Ein af þeim sem langar að finna svörin er læknisfræðineminn Courtney (Ellen Page) sem fær dag einn þá brjálæðislegu hugmynd að deyja í tilraunaskyni, nokkuð örugg um að verða lífguð við af samnemanda sínum áður en það er orðið of seint. Með þessu hyggst hún komast að því í eitt skipti fyrir öll hvað gerist í dauðanum. Tilraunin heppnast, eða þannig lítur það út í byrjun, en ekki án eftirmála sem enginn hefði getað séð fyrir ...islegt, þar til skuggahliðar tilrauna þeirra fara að setja líf þeirra í hættu.
13. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÆviágripÍþróttamynd
Söguþráður Sönn saga af tennisleik bestu tenniskonu í heimi, Billie Jean King, og fyrrum meistarans og flagarans Bobby Riggs, árið 1973.
14. sæti - Aftur á lista
Drama
Leikstjórn Angela Robinson
Söguþráður Saga sálfræðingsins William Moulton Marston, um samþykki og vitund eiginkonu hans á sambandi hans við hjákonuna, og því hvernig hann bjó til ofurhetjuna Wonder Woman, og deilurnar sem teiknimyndasagan olli.
15. sæti - Aftur á lista
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Michael Cuesta
Söguþráður Eftir að unnusta Mitch Rapp er myrt í hryðjuverkaárás ákveður hann að helga líf sitt baráttunni gegn hryðjuverkamönnum og gengur til liðs við bandarísku leyniþjónustuna. Þar nýtur hann leiðsagnar Stans Hurley sem er þaulvanur í baráttunni og áður en langt um líður er komið að fyrsta verkefninu: Að stöðva dularfullan hryðjuverkamann sem kallast „Draugurinn“ og er að reyna að koma þriðju heimsstyrjöldinni í gang.
16. sæti - Aftur á lista
Drama
Leikstjórn Sean Baker
Söguþráður Myndin gerist sumar eitt, og segir frá hinni bráðgeru 6 ára gömlu Moonee, og ævintýrum hennar þar sem hún býr í grennd við Disney World skemmtigarðinn.
17. sæti - Aftur á lista
Spennutryllir
Leikstjórn Chris Stokes
Söguþráður Michael og Madison Roland ætla að eyða lífinu saman, þar til stjórnsemi Michael fer úr böndunum og hjónabandið er ekki lengur eins fullkomið og í fyrstu mátti ætla. Með hjálp bestu vinkonu sinnar, þá ákveður Madison að forða sér úr hjónabandinu. Eftir að hafa tekið upp ný persónueinkenni, þá hittir hún Alex Stone, og finnur ástina á nýjan leik. Allt gengur vel, þar til Michael kemst að því hvar Madison er niðurkomin, og nú hefst martröðin á nýjan leik.
18. sæti - Aftur á lista
DramaGlæpamyndTeiknimynd
Söguþráður Líf og dularfullur dauðdagi hollenska listmálarans Vincent Van Gogh.
19. sæti - Aftur á lista
DramaFjölskyldumynd
Leikstjórn Mitch Davis
Söguþráður Ungur faðir fer með níu ára gömlum syni sínum, fjölskylduhundinum, og tveimur bestu vinum sonar síns í fjallgöngu í Koloradó, en þeir verða allir fyrir eldingu á leiðinni.
20. sæti - Aftur á lista
SpennumyndGamanmyndVísindaskáldskapurÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Þegar þeim Gru og Lucy er sparkað úr starfi eftir að þau klúðra mikilvægu verkefni og skósveinarnir ákveða að yfirgefa Gru vegna skorts hans á glæpsamlegu innræti ákveða þau Lucy að gera gott úr öllu og einbeita sér að heimilislífinu og uppeldi fósturdætranna. En þá uppgötvar Gru að hann á tvíburabróður.
Vinsælast í bíó - 16. til 18. okt. 2017