Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Star Trek: Nemesis
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hef séð margar Star Trek myndir og ekki þótt þær mjög merkilegar en þessi slær allt út. Þó að Piccard sé mun flottari en Kirk þá nær hann ekki að draga áhöfn sína nema hálfa ferð áfram og ég var farinn að geispa eftir 10 min. Söguþráðurinn í þessari mynd er einhver sá versti í kvikmyndasögunni og það hefði verið hægt að koma þessu fyrir í hálftíma sjónvarpsþætti án þess að missa neitt úr og það hefði gert þetta spennandi. Þeir sem hafa gaman af Star Trek gætu samt haft gaman af þessari mynd en ef þú lesandi góður hefur ekki gaman af þessu þá myndi ég bíða eftir spólunni eða bara eftir að hún verður endursýnd á stöð 2. ég ráðlegg engum að sjá þennan fjanda :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei