Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Treasure Planet
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Vel heppnuð en vanmetin
Treasure Planet er tvívíð, handteiknuð Disneymynd sem floppaði algjörlega í miðasölu á sínum tíma, að mér skilst. Það finnst mér stórfurðulegt, því að mér finnst hún alveg frábær. Það er eiginlega synd að hún skildi hafa farið fram hjá mér þegar hún kom út 2002, en þá var ég bara 10 ára. Mér hefði ábyggilega fundist hún skemmtileg þegar ég var barn.
En ég sá hana þó í gærkvöldi, 8 árum síðar og þó sumum finnist að ég ætti að vera vaxin upp úr svona myndum þá skemmti ég mér konunglega og vinkonur mínar líka. Persónurnar eru vel gerðar, samtölin skemmtileg og atburðarásin áhugaverð. Þó að persónurnar bresti ekki í söng á þriggja mínútna fresti, þá eru tvö lög í myndinni og eru þau bæði mjög góð.
Mér finnst myndin að mörgu leyti ólík öðrum svipuðum Disney-teiknimyndum, t.d. er unglingsstrákur í aðalhlutverki (en ekki núverandi eða tilvonandi prinsessa) og sagan gerist í geimnum. Hún er byggð á Treasure Island, skáldsögu Robert Louis Stevenson, og eftir að hafa séð myndina langar mig að lesa þá bók (þó að hún gerist á sjónum, ekki í geimnum).
Ég mæli með myndinni við alla sem hafa gaman að skemmtilegum, handteiknuðum Disney-teiknimyndum eða bara skemmtilegum ævintýramyndum yfirleitt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei