Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Boondock Saints
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fullt hús!! Eins og mjög margir velti ég því fyrir mér afhverju myndin kom ekki í bíó.. Held barasta að þetta sé ein af topp fimm uppáhaldsmyndunum mínum..

féll alvarlega fyrir willem dafoe eftir þessa mynd. norman reedus og sean patrick flanery sýna líka brill leik (þó hreimurinn sé kannski ekki alltaf til fyrirmyndar) sem mcmanus bræður en kall frá guði sendir þá út á götur boston til að útrýma 'vondu köllunum'..

þessi mynd er bara endalaus snilld, tónlistin alveg hreint mögnuð.. ég get horft á þessa mynd aftur og aftur og aftur.... og hef reyndar gert það... ;)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Brothers Grimm
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er hræðileg, hræðileg mynd.. Að horfa á hana var hreinn sársauki. Allt við þessa mynd var vont.. leikur, handrit, brellur.. ALLT! veit eiginlega ekki afhverju ég er að gefa þessu eina stjörnu, hef það bara ekki í mér að vera svo vond að gefa minna..

ég bjóst satt að segja ekki við neinu af þessari mynd en ég varð samt fyrir vonbrigðum. ég hef ekki mikið álit á matt damon eða heath ledger sem leikurum og þetta var þeirra allra versta frammistaða og þá er mikið sagt.. og það sama má segja um monicu bellucci og peter stormare sem mér finnst yfirleitt bæði sýna ágætis leik en þetta var þvílík kvöl.

ég var alveg svakalega ánægð að komast út í grenjandi rigninguna og rokið þegar myndin var loksins búin og þakkaði guði fyrir að hafa ekki þurft að borga mig inn..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei