Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Ungfrúin góða og húsið
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Góð og vönduð kvikmynd þar sem dálítið af íróníu er beitt. Það er í raunini engin ein aðalpersóna. Sagan gerist í húsi hjá vel efnuðu fólki sem hefur það mjög gott í lífinu, svolítið finst mér verið að hæðast að hærra setta fólkinu í myndinni, það er kalt verið að gera grín að þeim, hegðun þeirra og persónum m.a. Guðný Halldórsdóttir er bæði handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar og sér hún um allt sem gerist, og gerir það vel. Myndin er byggð á smásögu föður hennar, nóbelskáldsins Halldór Kiljans Laxness. Guðný gerir myndina ekki beint eftir sögunni heldur hefur hún breytt ýmsu. Myndina túlka ég sem harmleik, þó svo að þessi harmræna persóna hafi ekki borið mikið á sér. Þannig held ég að Guðný hafi viljað hafa hana, og tókst henni bara nokkuð vel með það. En til þess þurfti hún að breyta ýmsu, tóni sögunnar og persónunum, persónusköpuninni. Og það tekst bara ótrúlega vel hjá henni. Rannveig er þessi undirgefna persóna, sem blæs ekki móti neinu heldur gerir allt sem henni er sagt að gera en systir hennar hún Þuríður er aftur á móti ákveðnari, hún lætur sko ekki vaða yfir sig. Maður sér greinilegan mun á skáldsögunni og kvikmyndinni, Guðný tókst að breyta sögunni á góðan hátt. Þegar maður horfir á myndina kemst túlkunin vel til skila, ætlunarverk handritshöfundar er að skila sér. Henni tókst að breyta skáldsögu föður síns í lifandi mynd sem heppnaðist mjög vel. Þessi pæling líka í enda sögunnar þar sem tákn velsæmis er fyrir Þuríði og tákn einlægni fyrir Rannveigu. Þessi tákn þýða að þær systur hafa náð sáttum, fyrirgefningu eða náð. Tákn milli góðs og ills.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei