Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Virgin Suicides
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég fór á þessa mynd vissi ég lítið sem ekkert um hana en ég bjóst þó við einhverju góðu, þar sem ég hafði heyrt mjög góða hluti um þessa mynd. Svo skemmdi heldur ekki fyrir að Kirsten Dunst er í miklu uppáhaldi hjá mér. En þegar myndin var búin og ég ætlaði að finna orð til að segja um hana, þá bara átti ég ekki neitt. Hún er sorgleg en samt ekki svoleiðis að maður liggji grenjandi yfir henni. Hún bara lætur mann vera eitthvað svo tómann og hugsandi eftir á. Hún er bara svo eitthvað viðkvæm. En ég ætla að gefa henni þrjár og hálfa stjörnu því að þetta er mynd sem að kemst nálægt því að vera meistaraverk. Alger snilld. Þótt að hún sé kannski ekki fyrir alla þá mæli ég með því að sem flestir fari og leigji þessa mynd þegar hún kemur út á video, því að hún er sko þess virði og alveg meira en það get ég sagt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei