Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Sunshine
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þvílík mynd, þvílík upplifun, þvílík leikstjórn. Ég er dolfallinn yfir þessu meistaraverki Danny Boyle's. Tæknibrellurnar í þessari mynd eru vel til óskarsverðlauna verðar og gefa 300 t.d. ekkert eftir. Cillian Murphy er stórkostlegur í hlutverki Capa og ef einhver leikari hefur átt skilið óskarinn fyrir frammistöðu í Sci-fi geimmynd þá er það hann. Það eru mjög fáar myndir sem hafa fengið mig til að fella tár og Sunshine tókst það.



Eðli mannsins er sýnt í sinni örvæntingafyllstu mynd og allir leikarar vel valdir í hlutverk sitt enda ekki neitt hægt að setja út á leikinn í þessari mynd. Myndin er byggð á hvað ef kenningum og tekst henni það mjög vel enda hvað ef sólin mundi kulna út? hvað myndum við gera? hvað ef við hefðum þekkinguna til að búa til stjörnu inni í annari stjörnu? myndum við láta á reyna?



Það er ekki mikið hægt að segja um Sunshine án þess að skemma fyrir en hér er á ferðinni ein besta Sci-Fi mynd allra tíma án vafa. Allir kvikmyndaáhugamenn sem og aðrir ættu ekki að láta Sunshine framhjá sér fara. Ef valið er Mr. Bean, Wild Hogs, TMNT og Sunshine þá er valið einfalt.



Arnar
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Prince
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Prince and me er leiðinleg og ófrumleg mynd sem fjallar um fátæka bandaríska konu sem að danaprins verður ástfanginn af en hann lýgur að henni hver hann sé. Húmorinn er í lágmarki og er mjög auðvelt að sjá að hérna er að sjá tíbíska Hollywood ástarmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Italian Job
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Italian Job er létt spennu/gamanmynd sem kom manni verulega á óvart. Þegar hún byrjaði leit hún út fyrir að vera tíbísk bandarísk della en það rættst úr henni. Það er líka eitt skemmtilegt páskaegg inní myndinni í einu bílaatriðinu flækist Spidereman eithvað þarna inní, þetta kemur myndinni ekkert við en bara að benda á það. Italian Job er vel leikin mynd sem allir sem fýla skemmtilegar spennumyndir ættu að hafa gaman af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei