Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Hellboy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eftir að hafa séð þessa mynd var fyrsta hugsunin vonbrigði. Hér er ekkert fylgt eftir þeim blöðum sem myndin er eftir. Það vantar alla þá dulúð og hroll sem finnst í blöðunum. Myndin er í raun bara enn einn Hollywood hasar með rauðum manni með risa stórann handlegg í aðalhlutverki.

Þó svo að myndasögurnar fela einnig í sér heimsbjörgun þá er það ekki eins yfirþyrmandi og í myndinni.

Ástarsambönd og sorgir eiga ekki heima í svona myndum. Því miður þá er þetta bara svona og ekkert hægt að gera í því.

Góðir búningar og frábærar brellur svo ein stjarna, annars er það ekkert annað en aðrar myndir hafa nú í dag...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Anacondas
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ágætis mynd til að skella í tækið þegar skriðið er upp í rúm og verið að fara að sofa.

Fyrir þá sem fannst fyrri myndin vera góð þá ætti ekkert endilega að þrögva þessari upp á samvisku ykkar.

Söguþráðurinn er óskaplega þunnur og frekar erfitt að þola sumar persónurnar.

Hér segir frá því að vísindamenn hafa fundið blóm í miðjum Amazon frumskógi. Þetta tiltekna blóm er lykillinn að æskubrunninum. Vandinn er sá að það blómstrar aðeins á 7 ára fresti og svo vill til að það eru aðeins fáar vikur eftir þar til það fölnar og bíða verður í önnur 7 ár. Hópur vísindamanna fer í leit að blóminu og bráðum lenda þau í ógöngum og það fer að þrengja að þeim þegar risastórar kyrkjuslöngur fara að finnast.

Þó svo að myndin sé fyrirsjáanlega þunn þá er fínt að horfa á hana eins og segir svona bara þegar ekkert annað er að horfa á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Be Cool
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Finasta afþreyingarefni. Hún er fyndinn í gegn vel skrifuð og flott gerð. Hún mynnir óneitanlega á Get shorty og í samanburði má segja að þær séu nokkuð líkar.

Í stuttu fjallar myndin um Chili Palmer(John Travolta) sem er búinn að fá nóg af kvikmyndarbransanum og skellir sér í tónlistariðnaðinn. Eins og í fyrri myndinni þá vilja allir vera með og verður útkoman frábær gamanmynd.

Mjög skemmtilegt er að sjá hvernig mörgum frægum persónum er skotið inn í og má þá helst nefna Steven Tyler sem leikur hér í sinni fyrstu kvikmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Secret Window
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér er á ferðinni góð mynd með sérstökum söguþræði sem má þó telja vera nokkuð nýttan nú í dag.

Myndin hefur góða punkta og er með skemtilegri flækju sem leysist á mjög góðan hátt.

Þrátt fyrir góðan leik Johnny Deeps þá verður að segjast að í heild sé myndin ekki sérstaklega merkileg og telst ekki neitt annað en góð afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei