Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Goal!
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er án efa góð, ég hef ekki enn séð hana en ég lék hinsvegar extra í henni. Fjallar um Santiago sem á sér þann draum heitastan að leika fyrir Newcastle. Fínn gaur þessi sem lék Santiago, annars mæli ég eindregið með því að þið farið á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mr. Deeds
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór að sjá þessa vegna þess að ég fíla allar Sandler myndir og mér finnst Winona Ryder vera sætust, ekki smá ástæður til að sjá mynd. Slakasta mynd Sandlers til þessa en alveg ágæt efni til að stytta þetta tilgangslausa líf, jæja skemmtið ykkur yfir henni
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Maid in Manhattan
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mynd sem engin skúringakona ætti að láta framhjá sér fara, alveg ómissandi fyrir alla þá sem vilja taka til í herberginu sínu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Salton Sea
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mynd um dópista, raunir hans og sýnir það að hefndin er sæt þótt seint komi. Val Kilmer er töff en myndina vantar eitthvern neista sem myndi lyfta henni upp, samt ef þú fílar dópista myndir eða ert dópisti þá er þetta fín mynd fyrir þig
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Human Nature
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin var frekar þreytt til lengdar en auðvitað eru topp leikarar þarna á ferð og stíga ekki feilspor hér frekar en fyrri daginn. Ágæt mynd um loðinn kvenmann og ástir hennar
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
What's the Worst That Could Happen?
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Góð mynd, ég er nú einn af þeim sem láta Martin Lawrence fara frekar mikið í taugarnar á mér en hann er alveg ágætur kallinn ég þoli bara ekki rasista comment svartra leikara einsog það sé réttlát að vera alltaf talandi um hvíta sem einhverja lúða og nörda. Þessi mynd er létt gamanmynd sem ætti að skemmta flestum með gott hugarfar og horfa ekki gagnrýnum augum á myndir heldur njóta þeirra.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Die Another Day
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Maður verður víst að vera með hér og fjalla um hina íslensku bond mynd, ég er ekki aðdáðandi bond myndana en varð að kíkja á þessa af því ég fékk boðsmiða, sá ekkert merkilegt við hana og endurspeglaði hún ekkert íslenskt nema númaeraplötu á bíl vúhú algjör snilld og mjög góð landkynning, nú er bara að byggja snjóhúsið í myndinni og græða smá pening
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bowling for Columbine
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd endurspeglar hið ameríska hugarfar og hve heimskt það er. Michael Moore er að gera góða hluti fyrir sig og ameríku með þessari heimildarmynd, gerir Charlton Heston að vonda karlinum sem er formaður byssueigenda samtaka U.S.A

mjög gott framtak sem lætur engann ósnortinn
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Good Girl
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jennifer Aniston (Rachel, kellingin hans Brad Pitt) fer með aðalhlutverkið hér og gerir það vel þótt ég geti nú ekki sagt að það þurfi mikla leikhæfileika til að endurspegla þessa persónu á hvíta tjaldinu. En hún á hér í ástarævintýri sem gift kona, en ég verð nú að segja að það að maður veit að hún sé með Brad Pitt gerir þessa mynd svo asnalega, karlinn hennar er forljótur og hinn 22 ára ásthugi er einnig greppitrýni svo hvað er hún að gera með þeim? en mjög góð mynd fyrir alla
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Matrix
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Braut blað í kvikmyndasögunni, Keanu sannar sig loksins sem alvöru leikari, ég hef alltaf haldið því fram að Keanu sé góður leikari sérstaklega eftir Point Break sem er algjör snilld
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Shawshank Redemption
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ein af mínum uppáhaldsmyndum einsog hjá flestum sem hafa séð hana, Robbins fer með afbragsleik og fær heiðursæti í sal kvikmyndastjarna fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Summer Catch
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fjallar um ungann amerískan pilt (Freddie Prinze,Jr.) sem er mikið efni í hinum leiðinlega leik ameríkana hafnarbolta. Hann kemst í hóp hinna bestu og þarf að sanna sig, hann kynnist stelpu sem er rík en aðeins einn galli, hann er fátækur. Ástir og örlög þeira verða síðan aðal efni myndarinar ásamt frama hans í hafnarbolta. Algjör amerísk klisja en ágætis afþreying fyrir 12-17 ára og þá sem voru fullir í gær(þunnir). Freddie Prinze,Jr. fer með aðalhlutverk þessarar unglingamyndar einsog flestum öðrum, og Matthew Lillard með aukahlutverk hér einsog í öðrum unglingamyndum. Ef þú ætlar að horfa á hana gerðu það þá fordómalaus með heilann núllstilltann. Meðal mynd ef miðað er við unglingamyndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Waking Life
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ótrúleg mynd, umræðan í myndini er snilld, hún segir á gáfulegan hátt pælingar allra í lífinu,eftirlífinu og draumaheiminum. Með merkilegri myndum sem ég hef séð, en ef þú ert að leita að góðri skemmtun þá skaltu snúa þér annað. Þessi mynd reynir á heilabúið og þarf að fylgjast vel með þegar leikaranir eru að tala. Ef þú ert gáfaður þá tekurðu þessa en hinir geta bara farið og tekið Miss Congeniality eða eitthverja klisjumynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Novocaine
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ekki mikið sem kemur á óvart hér, maður veit hvernig myndin endar frá byrjun því maður hefur séð svo margar myndir með sömu formúluna. En samt reyna þeir að gera frumlega mynd og er þessi mynd sérstök á vissan hátt, ekki samt halda að myndin sé léleg því hún er það alls ekki, mjög skemmtileg mynd og ætti engum að leiðast yfir henni
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Quiet American
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sá sem skrifaði á undan mér lýsti myndinni alveg nógu vel svo ég ætla ekki að endurtaka, en þessi mynd er mjög góð á köflum en mér finnst Brendan Fraiser ekki vera rétti maðurinn í þetta hlutverk, persónan er þannig gerð að óþekktur leikari hefði gert þetta betur, vegna þess að allir hafa skoðun á Brendan og á þetta hlutverk ekkert við neinn karakter sem hann hefur sýnt í gegnum árin. Brendan nær sér ekki á strik hér en Caine fer samt með sitt hlutverk af nærgætni og stendur sig alltaf vel enda reynslubolti í bransanum. Góð mynd þótt hún geti dregist soldið á köflum þá mæli ég með henni, en ekki gera þér neinar vonir því þá verða myndirnar alltaf betri fyrir vikið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Irreversible
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd fjallar um nauðgun á konu og hvernig viðbrögð ásthugar hennar verða þegar hann fréttir af atburðinum.

Myndin er einsog mjög margir vita mjög hrottaleg á köflum og alls ekki fyrir viðkvæmar sálir. Ég gubbaði næstum þegar ég sá eitt af fyrstu atriðum myndarinnar, en það sýnir bara hve vel þessi mynd er gerð, hún nær þér frá byrjun og sleppir ekki fyrr en hún hefur lokið sér af (ekki ósvipað og aðalatriði myndarinnar). Memento hefur hitt samherja sinn hér því hún gerist í öfugri tímarröð. Ég verð bara að segja að ef þú hefur áhuga á góðum myndum þá er hún algjör must, jafnvel þótt þú eigir eftir að gubba eða (óhjákvæmilega) hneikslast þá er hún þess virði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Clockstoppers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fjallar um strák sem á pabba sem er vísindamaður og hann lendir í því að uppgötva tæki sem einn fyrrum nemenda pabba hans hafði hannað, þetta tæki getur látið þig fara margfalt hraðar en aðrir. Mennirnir sem sjá um yfirstjórn þessa leyniverkefnis komast að því að vísindamaðurinn hafði fengið eintak af tækinu og verða þeir að komast yfir það en þá hefst eltingaleikur sem leiðir margt forvitnilegt af sér.

Þessi mynd er fín dægrastytting fyrir krakka á aldrinum

8 - 12 ára, mjög Hollywood formúlukennd. Ég get ekki sagt að

hún höfði til mín en ef það vantar eitthverja mynd á laugardagskvöldi fyrir krakkana þá er alveg hægt að horfa á hana með þeim og haft gaman af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei