Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Kung Pow: Enter the Fist
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er að mínu mati alger snild. Loksins gerði einhver grín af illa talsettum bardagamyndum svo um munaði. Það er alveg sama hversu oft ég horfi á þessa mynd ég ligg alltaf í hláturs krampa. Ending myndarinnar er alveg ótrúleg og ef þú ert opinn fyrir humor líkt og er í naked gun myndunum þ.e.a.s. alveg sama hversu vitlaust það er, látum það flakka humor, þá er þessi mynd ábyggilega með þeim bestu. En ég vill líka benda á það að þessi mynd er fyrir sumum alger þvæla og það er ekkert að því svo sem en gallinn er bara sá að þeir falla í þá gryfju að taka myndina allt of alvarlega. Þegar horft er á þessa mynd þá á viðkomandi að hafa það fast í huga að þetta er bara heilalaust grín og líkt og í teiknimyndunum þá er allt leyfilegt svo langt sem það nær. Góða skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei