Topp tíu endurfundir eftir dauðann

Allir sem reynt hafa vita hve sárt það er að missa ástvin. Því er tilhugsunin um að geta mögulega hitt hann aftur betri en allt annað, þó við vitum auðvitað að slíkt er illmögulegt.

Gerðar hafa verið ófáar kvikmyndir um þessar vangaveltur í gegnum tíðina og hér fyrir neðan er topplisti sem við settum saman með hjálp gervigreindarleitarinnar. dejams.com .

Þar má meðal annars sjá Ghost með Patrick Swayse og Demi Moore og City of Angels með Nicolas Cage og Meg Ryan í aðalhlutverkum.

Ghost (1990)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.1
Rotten tomatoes einkunn 75%
The Movie db einkunn7/10

Sam og Molly eru hamingjusamt par og mjög ástfangin. Á leið heim til sín eitt kvöldið, eftir að hafa farið í leikhús, þá mæta þau þjófi í dimmu húsasundi, og Sam er myrtur. Hann uppgötvar að hann er nú orðinn draugur, og uppgötvar að hann var ekki drepinn af neinni ...

Whoopi Goldberg vann Óskarsverðlaun fyrir leik í aukahlutverki og myndin fékk einnig Óskar fyrir handrit. Tilnefnd til þriggja annarra Óskara, þar á meðal sem besta mynd.

Truly Madly Deeply (1990)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.2
Rotten tomatoes einkunn 76%
The Movie db einkunn2/10

Einu sinni var ástfangið par, þau Nina og Jamie. Þau voru svo ástfangin að þau hefðu lifað hamingjusöm til æviloka, en þá deyr Jamie. Nina situr eftir með fullt hús af rottum og iðnaðarmönnum, hún kennir útlendingum ensku, og er þjökuð af vanlíðan og söknuði - en þá ...

Just Like Heaven (2005)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.7
Rotten tomatoes einkunn 54%

Elizabeth Masterson, metnaðarfullur læknir í San Fransisco, gaf sér nánast aldrei tíma í neitt. Þegar systir hennar, tveggja barna móðir, stingur upp á manni fyrir hana til að hitta á stefnumóti, þá lendir hún í hörmulegu bílslysi og fellur í dauðadá. Á sama tíma flytur ...

The Adjustment Bureau (2011)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7
Rotten tomatoes einkunn 72%
The Movie db einkunn7/10

Stjórnum við sjálf örlögum okkar, eða eru önnur öfl að verki. Maður verður þess áskynja hver örlög hans eru, en vill sjálfur gera eitthvað allt annað. En til að breyta örlögunum, verður hann að elta einu konuna sem hann hefur elskað í lífinu um alla New York borg. ...

City of Angels (1998)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.7
The Movie db einkunn6/10

Seth er eirðarlaus engill sem er á vakt í Los Angeles. Hans verkefni er að hugga þá sem eiga um sárt að binda, og fylgja þeim sem deyja til himna. Seth og engillinn vinur hans, Cassiel, velta því oft fyrir sér hvernig það væri nú að vera mannlegur. Þeir geta ekki fundið ...

Myndin var tilnefnd til Golden Globe verðlauna fyrir besta lag í kvikmynd, eftir Alanis Morissette - "Uninvited".

Meet Joe Black (1998)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.2
Rotten tomatoes einkunn 45%
The Movie db einkunn7/10

Bill Parrish, fjölmiðlamógúll, ástríkur faðir og mannvinur, er um það bil að fara að fagna 65 ára afmæli sínu. Dag einn fær hann heimsókn frá sjálfum Dauðanum, í gervi karlmanns að nafni Joe Black. Black ætlaði sér að taka Bill með sér, en af slysni hittast Joe og dóttir ...

Tilnefnd til Razzie verðlauna í flokknum versta endugerð eða framhaldsmynd.

Heart and Souls (1993)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7
Rotten tomatoes einkunn 55%
The Movie db einkunn7/10

Lífsleiður athafnamaður finnur nýjan tilgang eftir að hann fær það verkefni að hjálpa fjórum draugum að uppfylla síðustu óskir sínar áður en þeir flytjast áfram yfir í sumarlandið....

The Lake House (2006)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.8
Rotten tomatoes einkunn 35%

Arkitektinn einmana, Alex Wyler frá Chicago, á í erfiðu sambandi við föður sinn Simon Wyler. Árið 2004 kaupir hann gamalt hús við vatnið, sem er hannað og byggt af föður hans, og þar finnur hann bréf í póstkassanum frá fyrrum leigjanda hússins, hinni einmana Dr. Kate Forster, ...

A Matter of Life and Death (1946)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8
Rotten tomatoes einkunn 97%
The Movie db einkunn8/10

Flugmaðurinn Peter Carter er á leið heim til Englands eftir sprengjuárás á meginlandinu. Flugvélin brennur og fallhlíf hans er ónýt. Hann nær sambandi við June, unga ameríska stúlku sem vinnur fyrir bandaríska flugherinn í Bretlandi. Þau ná saman á (meintum) síðustu andartökum ...

What Dreams May Come (1998)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7
Rotten tomatoes einkunn 52%
The Movie db einkunn6/10

Chris Neilson deyr og fer til himna og uppgötvar að himnaríki er miklu flottara og skemmtilegra en hann hafði gert sér í hugarlund. Það vantar þó einn hlut í himnaríki; konuna hans. Annie, konan hans, framdi sjálfsmorð, og fór til helvítis. Chris ákveður að hætta á að glata ...

Fékk Óskarsverðlaun fyrir tæknibrellur, og var tilnefnd til Óskars fyrir listræna stjórnun. Cuba Gooding Jr. fékk Blockbuster Entertainment awards fyrir leik sinn.