Fraser þráir viðurkenningu föður síns

The Mummy og George of the Jungle leikarinn Brendan Fraser hefur verið ráðinn til að leika á móti Max Irons og Mira Sorvino í sjónvarpsþáttaröðinni Condor. Þættirnir verða 10 talsins.

Myndin er innblásin af pólitískum spennutrylli Sydney Pollack frá árinu 1975, Three Days of the Condor, og fjallar um Joe Turner, sem Irons leikur, sem er ungur fulltrúi hjá leyniþjónustunni CIA. Það reynir á hann þegar hann kemst á snoðir um hræðilega en eitursnjalla áætlun sem setur líf milljóna manna í hættu.

 

Fraser mun leika Nathan Fowler, duglegan en dálítið óstöðugan fulltrúa sem starfar einhversstaðar mitt á milli leyniþjónustunnar  og einkafyrirtækis.  Það sem hvetur hann áfram er hatur hans á öfgakenndri Islamstrú, en einnig þráir hann viðurkenningu föður síns.  Hann á dóttur sem hann elskar heitt, en sú ást, og ofstæki hans, rekast ekki vel saman.

Síðast sást til Fraser í þriðju þáttaröð The Affair as Gunther, þar sem hann lék fangavörð. Næstu myndir hans eru sjálfstæðar kvikmyndir;  The Field og Behind the Curtain of Night.