Grænland Binoche opnar Berlín

Nýjasta mynd frönsku leikkonunnar Juliette Binoche, Nobody Wants the Night, verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Berlín sem hefst þann 5. febrúar nk.  samkvæmt frétt Indiewire.Um er að ræða frumsýningu myndarinnar, sem er eftir spænska leikstjórann Isabel Coixet.  Myndin tekur þátt í alþjóðlegri keppni hátíðarinnar.

binoche

Myndin gerist árið 1908 á norðurheimskautinu og á Grænlandi. Ásamt Binoche leika helstu hlutverk Rinko Kikuchi og Gabryel Byrne.

„Isabel Coixet hefur skapað áhrifamikið og næmt portrett af tveimur konum í öfgafullum kringumstæðum,“ sagði stjórnandi hátíðarinnar, Dieter Kosslick. Þessvegna verður þetta fyrsta myndin sem sýnd verður í Dolby Atmos [hljóðkerfinu] í Berlinale Palast [þar sem nýjar myndir á hátíðinni eru frumsýndar].“

Einnig verður á hátíðinni frumsýnd nýjasta mynd Terrence Malick sem margir bíða spenntir eftir, Knight of Cups.