Getraun: The Cabin in the Woods

Þetta ár var varla hálfnað þegar Joss Whedon veitti bíónördum tvær ótrúlega æðislegar gjafir: The Avengers og The Cabin in the Woods. Tvær einstaklega ólíkar myndir en báðar með það sameiginlegt að vera tryllt skemmtilegar og endalaust fyndnar.

Til mikilla leiðinda fékk Skógarkofinn ekki alveg þá bíóaðsókn sem mörgum fannst hann eiga skilið, en þess vegna ætlar Kvikmyndir.is að vekja smá auka athygli á geðveikinni og gefa heppnum notendum DVD eintak af myndinni.
Því miður tókst okkur ekki að fá Blu-Ray disk í hendurnar. Afsakið það. Í helstu Íslensku verslununum verður hún nefnilega ekki í boði á því formatti.

 

(hér myndi yfirleitt fylgja með stikla, en ef þú hefur séð myndina, þá skiptir það í rauninni engu – og ef þú hefur ekki séð hana, þá skaltu alls ekki sjá of mikið úr henni fyrirfram)

Ef þú ert jafnhrifin/n af þessari mynd og meirihlutinn hér á síðunni eða ert ekki búin/n að sjá hana og hefur mikinn áhuga, þá ertu meira eða minna á þeim stað sem við viljum hafa þig. Mér datt í hug að hafa ofsalega einfaldan komment-leik, þar sem notendum síðunnar gefst tækifærið að kynnast betur hvor öðrum, allavega hvað kvikmyndasmekk varðar.

Það eina sem þú þarft að gera er að telja upp þrjár vanmetnustu bíómyndir sem þér dettur í hug. Þær mega tilheyra hvaða bíógeira sem er. Útskýrðu síðan af hverju þér finnst þær vanmetnar í mjög stuttu máli.
Vonandi fáum við hinir bíónördarnir að kynnast einhverju sem við höfðum aldrei áður séð. Ef ekki, þá er alltaf gaman að starta eldfimar umræður í kringum það sem aðrir eru ósammála um.

Á föstudaginn ætla ég að „draga“ út nokkra af handahófi sem hafa unnið DVD diska og mun ég síðan senda þeim Facebook-skilaboð í kringum hádegið.
Hljómar það ekki bara ásættanlega?

 

Stikk: