Leikstjóri notar Bin Laden til að fá vegabréfsáritun

Sjálfur Al Quaida leiðtoginn Osama Bin Laden er efni í nýrri mynd frá Bollywood í Indlandi, sem ber heitið „Tere Bin Laden“ sem útleggst eitthvað á þessa leið: Án þín Bin Laden.

Sagan segir frá hugmyndaríkum ungum sjónvarpsmanni sem býr til bíómynd með leikara sem líkist Bin Laden. Hann setur myndina á netið og hún verður fræg í netheimum. Sjónvarpsmaðurinn hyggst síðan nota sínar 15 mínútur af frægð, til að fá að flytja til Bandaríkjanna, eftir að hafa gert nokkrar tilraunir til að fá dvalarleyfi þar í landi.

Í viðtali við Reuters segir leikstjórinn, Abhishek Sharma: „Myndin gerir leikstjórann frægan, og kaldhæðnislega, þá er hann þarna að nota mesta óvin Bandaríkjanna til að búa til jákvæða ímynd af sjálfum sér.“