Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Cremaster 2 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi
79 MÍNEnska

Cremaster 2 er myndlistarverk og hluti af hinum svokölluðu Cremaster hring Barneys ( Cremaster er lítill vöðvi í klofi karlmanna ). Þessi mynd er lauslega byggð á ævisögu Gary Gilmore, sem Barney leikur í myndinni. Gilmore fæddist inn í mormónafjölskyldu og var dæmdur til dauða fyrir að myrða tvo menn í Utah, bensíntitt og hótelstarfsmann, þegar hann var... Lesa meira

Cremaster 2 er myndlistarverk og hluti af hinum svokölluðu Cremaster hring Barneys ( Cremaster er lítill vöðvi í klofi karlmanna ). Þessi mynd er lauslega byggð á ævisögu Gary Gilmore, sem Barney leikur í myndinni. Gilmore fæddist inn í mormónafjölskyldu og var dæmdur til dauða fyrir að myrða tvo menn í Utah, bensíntitt og hótelstarfsmann, þegar hann var laus á skilorði eftir að hann var dæmdur fyrir vopnað rán. Aftaka Gilmore var sú fyrsta í Bandaríkjunum í áratug og hlaut mikla athygli fjölmiðla. Hann áfrýjaði ekki dauðadómnum, en kaus frekar dauða fyrir framan aftökusveit. Aftaka hans var almannatengslafíaskó fyrir mormónakirkjuna, þrátt fyrir að báðir mennirnir sem Gilmore drap hafi verið mormónar. Með því að velja það að færa "blóðfórn" fyrir glæpi sína þá var Gilmore veitt syndaaflausn og átti rétt á öllum ávinningi momónaskírnar sinnar. Barney segist hafa heillast af sögu Gilmore af því að hún var eins og kafli í öllu "Cremaster" ferlinu, um persónu sem á í baráttu við eigin örlög. Saga Gilmore var efni í bók Norman Mailer, The Executioner´s Song ( Mailer leikur sjálfur hlutverk Harry Houdini í myndinni ), en mynding byggir á bókinni að hluta. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn