Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Frozen 2010

Fannst ekki á veitum á Íslandi

No one knows you're up there

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 63% Critics
The Movies database einkunn 43
/100

Snjóbrettafólkið Dan Walker, kærasta hans Parker O´Neal, og besti vinur Dans, Joe Lynch, eiga ekki nægan pening til að kaupa sér ferð með skíðalyftunni upp í fjall. Parker mútar Jason, starfsmanni skíðasvæðisins með 100 dollurum, til að láta þau fá miða. Þegar skíðasvæðið er að loka, þá þvinga þau Jason til að láta sig hafa síðustu miðana... Lesa meira

Snjóbrettafólkið Dan Walker, kærasta hans Parker O´Neal, og besti vinur Dans, Joe Lynch, eiga ekki nægan pening til að kaupa sér ferð með skíðalyftunni upp í fjall. Parker mútar Jason, starfsmanni skíðasvæðisins með 100 dollurum, til að láta þau fá miða. Þegar skíðasvæðið er að loka, þá þvinga þau Jason til að láta sig hafa síðustu miðana í skíðalyftuna. Jason þarf að útkljá smá vandamál áður, og samstarfsmaður hans misskilur leiðbeiningar hans og stoppar skíðalyftuna, og þremenningarnir eru fastir í skíðalyftunni á leið upp fjallið. Þegar ljósin slokkna á skíðasvæðinu þá verða þau að taka ákvörðun um hvort þau eigi að yfirgefa lyftuna, eða frjósa í hel.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Grimm og óvænt
Viðvörun: Ef þú vilt ekki vita NEITT um söguþráð myndarinnar ekki lesa áfram.

Frozen er mjög fín mynd sem fjallar um þrjá félaga, strákana Dan og Lynch og stelpuna Parker. Þau festast í skíðalyftu fyrir slysni og skíðasvæðið opnar ekki fyrr en eftir 5 daga.

Í fyrstu bjóst ég ekki við neinni svakalegri mynd heldur bara setu í skíðalyftu og spúkí tónlist undir. Frozen gerir mun meira en það. Það finnst varla veikur punktur í myndinni en hún á það til að hægja aðeins á sér á milli stóra atburða eða risum. Þá taka við þagnir eða samtöl sem eru aldrei pínd (nema náttúrulega viljandi). Öll myndin er mjög raunveruleg, frammistöðurnar, samtölin og afleiðingarnar. Handritið er mjög gott og samtölin alltaf nógu áhugaverð.

Öll þrjú ungmennin standa sig mjög vel en að mínu mati stóð enginn upp úr, heldur voru þau jafningjar. Með þeirra hjálp og persónusköpuninni líkar manni strax við þau öll og ég vonaði að þau myndu sleppa í lokin. Ég ætla alls ekki að segja hvort óskin mín rættist. Myndin er vel unnin tæknilega séð og kuldanum og pyntingin sem persónurnar eru að fara í gegn kemur vel til skila. Myndin er mjög grimm og ógeðfelld frostbit, árásargjarnir úlfar og annað spila stóran þátt í hryllingnum.

Ég mæli með þessari en fannst samt hin ,,Föst''-myndin, Buried, aðeins betri. (Á eftir að sjá 127 Hours). Myndin tekur kannski dágóðan tíma að byrja en ég fann varla fyrir lengdinni og myndin var mjög fljótlega búinn og með réttum ákvörðunum hvað varðar söguna hefði hún alveg þolað nokkrar aukamínútur. Það virðast samt margir vera mjög ósammala því. 7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gríðarlega spennandi mynd.
Frozen er kvikmynd í leikstjórn Adam Green en hann færði okkur hina þrælfínu slasser mynd Hatchet.

Frozen er í stuttu máli um þrjú ungmenni sem eyða saman sunnudeginum að skíða í brekkum new england og þegar þau ætla sér að fara í sína seinustu ferð áður en
að skíðasvæðið lokar þá gerist hið ómögulega að stólalyftan sem þau eru í stoppar og ekki nóg með það þá gleymast þau þarna uppi, starfsfólkið fer heim og þau eru föst í 100 fetum upp í stólalyftunni og fjallið opnar ekki aftur fyrr en eftir 5 daga.

Frozen er rosalega spennuþrunginn mynd og verð ég að segja að eins fín og Hatchet er þá er þessi mynd mun betri. Það er erfitt að búa til mynd sem gerist eingöngu í stólalyftu en Adam Green tekst það. Gríðarlega spennandi mynd hér á ferð.

Það er líka engar steríótípur í myndinni, þ.e.a.s. sæti gaurinn og pirraði töffarinn eins og er svo oft i bandarískjum myndum, Adam nær að sleppa við allar klisjur.


SPOILER-----------------------------------------------------------------

Eitt sem mér finnst skrítið er hversu árásagjarnir úlfanir eru, ráðast þeir svona heiftarlega á fólk? Það var eina sem böggaði mig svolítið.

SPOILER BÚINN----------------------------------------------------------


Í heildina litið ótrúlega spennandi og mjög fín mynd, mjög góð afþreying og mæli ég hiklaust með þessari. Til á Laugarásvideo fyrir þá sem vilja kíkja á þessa mynd.


* * * 1/2 af * * * * * eða 8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fullt að gerast, þrátt fyrir lítið rými
Frozen er augljóslega ekki hefðbundinn þriller, heldur tilheyrir myndin hálfgerðum undirgeira ("sub-genre") sem frekar myndi kallast survival-þriller, og það eru oftast raunsæjar spennumyndir sem innihalda mjög fáar persónur, gerast allar á afmörkuðu svæði og spila með aðstæður ásamt því að spyrja spurninguna: Hvað myndir ÞÚ gera? Ég held að sú mynd sem þessi minnir mig hvað mest á er Open Water. Munurinn á myndunum er samt sá að Frozen hefur skemmtilegri persónur, miklu meiri spennu, sterkari endi og atburðarás sem er ekki nærri því jafn einhæf.

Myndin hefur afskaplega einfalt "set-up"; Þrjú ungmenni festast í skíðalyftu fyrir slysni. Enginn gemsi, enginn matur og ekkert til að halda hlýju. Þetta lítur út fyrir að vera uppskrift að frekar leiðinlegri setu (bæði fyrir persónurnar og áhorfandann) en myndinni tekst bara nokkuð vel að halda sér í þróun án þess að vera einhæf eða stefnulaus. Leikstjórinn og handritshöfundurinn Adam Green er í rauninni að búa til áskorun fyrir sjálfan sig með því að stilla upp einfaldri sögu og passa upp á það að það sé alltaf eitthvað áhugavert að gerast svo athyglin glatist ekki. Eftirá var ég hissa að sjá hversu vel honum tókst það. Myndin byrjaði vel en eftir smástund fór ég að spyrja sjálfan mig hversu mikið væri hægt að gera með einungis þremur persónum sem sitja fastar í skíðalyftu. Svarið reyndist vera: Ýmislegt! En ég vil helst ekki segja frá of miklu sem gerist.

Að vísu finnst mér að það ætti að vera regla með svona myndir að fara ekki langt yfir 75-80 mínútur, nema uppfyllingin svínvirki. Frozen hefði mögulega komist upp með það að vera 5-10 mínútum styttri, en það er samt eitthvað við köldu þagnirnar og viljandi píndu samræðurnar (eins og þegar einn karakteranna reynir að drepa tíma með því að draga upp hversdagslegar umræður) sem gerir þetta raunverulegra, svo ég get þannig séð ekki kvartað undan því að þessi slefi upp í nánast heilar 90 mínútur. Annars bjóst ég alltaf við því að myndin ætti eftir að dala og detta út í svipuð leiðindi og Open Water gerði. Eftir hvert athyglisverða atvik spurði ég sjálfan mig: "ókei, hvað nú?" En í ljós kom síðan að Frozen hélt athygli minni allan tímann, og á endanum get ég ekki öðru þakkað en traustri uppbyggingu, góðum persónusamskiptum, grimmu andrúmslofti, frábærum leik (djöfull er Shawn Ashmore orðinn góður! Kaldhæðnislega lék hann Iceman í X-Men) og áköfum en trúverðugum "spennusenum" sem annaðhvort héldu mér pikkföstum við sætisbrúnina eða tóku svoleiðis á taugarnar að ég var farinn að iða. Green virðist njóta þess að kvelja okkur dálítið, en hann gerir það á áhrifaríkan hátt í stað þess að reiða sig einungis á sjokk-gildið.

Það er alls ekki erfitt að lifa sig inn í þessa atburðarás því við getum öll meira eða minna tengt okkur við þessar aðstæður, sérstaklega á litla Íslandi. Sumir munu eflaust eitthvað gagnrýna ákvarðanir og gjörðir persónanna en mér fannst þær aldrei óraunsæjar eða fullheimskulegar, miðað við þessar ógeðfelldu kringumstæður. Frozen er alls ekki fyrir alla, en ef þið vitið við hverju á að búast þá hvet ég ykkur til að kíkja á hana við tækifæri.

8/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

03.04.2024

Risaskrímsli tóku áhorfendur með trompi

Risaskrímslin Godzilla og King Kong tóku íslenska bíógesti með trompi um síðustu helgi en kvikmyndin um þessa ólíklegu "vini" sigldi beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans. Myndin ruddi þar með úr vegi teiknim...

26.03.2024

Aðstoða fólk við að losna við áreiti

Í tilefni af því að draugabanamyndin Ghostbusters: Frozen Empire er komin í bíó leitaði Kvikmyndir.is til Sálarrannsóknarfélags Íslands til að kanna sannleiksgildi myndarinnar. Eins og flestir ættu að vita ganga Ghostbus...

25.03.2024

Þriðja vika Po á toppinum - Draugabanar efstir í Bandaríkjunum

Þriðju vikuna í röð er kínverski pandabjörninn Po í fyrsta sæti íslenska bíóaðsóknarlistans. 2.800 manns komu í bíó að sjá myndina um helgina og tekjur voru 4,5 milljónir króna. Í öðru sæti var vísindaskál...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn