Lady and the Tramp
Öllum leyfð
FjölskyldumyndSöngleikurTeiknimynd

Lady and the Tramp 1955

7.3 113662 atkv.Rotten tomatoes einkunn 93% Critics 7/10
76 MÍN

Aðalleikarar

Peggy Lee

Darling / Si / Am / Peg (voice)

Barbara Luddy

Lady (voice)

Larry Roberts

Tramp (voice)

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)

Með betri ástarsögum Disney
Þegar kemur að Disney-myndum (sérstaklega þeim gömlu) er líklegt að ástarsambandið sé ekki rosalega raunhæft. Ég lít ekki á þetta sem galla þar sem þetta er byggt á sögum sem höfðu ekkert meiri dýpt (Snow White bætti meira að segja við atriði í byrjun með henni og prinsinum). En Lady and the Tramp fyrir mér er með þeim betri, og kaldhæðnislega er sagan ekki um mannfólk, heldur um hunda, sem heita ekkert meira en titillinn, Lady og Tramp (get ekki ímyndað mér hversu kjánalegt það hefði verið í Beauty and the Beast).

Til að byrja með eru karakterarnir sem eru í myndinni meira en í einu atriði frekar skemmtilegir. Lady hafði ég alltaf gaman af frá því að hún var lítill hvolpur í byrjuninni á myndinni. Hún er líka vel byggð upp. Þegar eitthvað slæmt kemur fyrir hana, finnur maður til með henni og manni líður vel þegar eitthvað gott kemur fyrir hana. Jock (Bill Thompson úr Peter Pan og AiW) og Trusty virka sem vinir hennar jafnvel þótt að rennandi brandarinn hans (running joke) Trusty um afa hans hefur engan tilgang með myndinni og lét mig aldrei brosa. Tramp er hinn klassíski karakter frá annari stétt sem er fjörugur og aðeins of sjálfumglaður sem aðalkvenkyns karakterinn heillast að (jafnvel risamyndir á borð við Titanic hafa notast við svona karakter). Darling og Jim Dear hafa nær engan persónuleika enda þurfa þau þess ekki. Þar sem þetta er kvikmynd um dýr er hægt að snúa bæði dýrunum við og láta þau tvö hafa jafnmikinn persónuleika og mikilvægi í sögunni eins og dýr eru venjulega í "venjulegum" kvikmyndum. Kokkarnir eru lítið í myndinni en eigna sér algjörlega sína senu. Sarah frænka er reyndar tík (á slæma háttinn) en hún hefur meiri ástæðu til þess en margir aðrir tíkarlegir karakterar.

Annað gott við myndina var ástarsagan en eins og ég sagði fyrir ofan er þetta ein af þeim bestu. Þau hafa reyndar þetta týpíska "ástfangin á einum degi" klisju en ég var ekki að búast við einhverri rosalegri dýpt í sambandið. Ég fékk samt meiri dýpt en ég bjóst við, enda bjóst ég bara við einhverju rosalegu standard þar sem allt gekk fullkomlega, en það breyttist í hundabyrgisatriðinu. En mest megnis er sambandið milli þeirra sætt og hefur myndin mjög iconískt atriði með spaghetti.

En gallarnir eru að myndin er of stutt. Hefði hún verið lengri hefði verið hægt að setja meiri dýpt í sambandið. Ég er ekki að segja beint að þetta sé galli, en það hefði getað fært myndina yfir í 8. Klæmaxið er þar að auki aðeins of stutt. Lögin eru frekar gleymd og það eru margir gleymdir karakterar (sérstaklega þeir sem eru í hundabyrginu).

Á tímabilinu á milli gullaldartímabils Disney og endukomutímabils þeirra. (1950 - 1989) þá er þessi ein af þeim bestu, en ekki alveg sú besta.

7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn