Náðu í appið
Öllum leyfð

In & Out 1997

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 23. janúar 1998

An out-and-out comedy.

90 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 73% Critics
The Movies database einkunn 70
/100
Tilnefnd til 1 óskarsverðlauna og 1 Golden Globe verðlauna

Fyrrum nemandi menntaskólakennara nokkurs segir í ræðu á Óskarsverðlaunahátíðinni að þessi gamli kennari hans sé samkynhneigður. Þetta veldur nokkru fjaðrafoki í einkalífi kennarans og í bænum þar sem hann býr og starfar, og hann fer að efast um kynhneigð sína.

Aðalleikarar

Kevin Kline

Howard Brackett

Joan Cusack

Emily Montgomery

Tom Selleck

Peter Malloy

Matt Dillon

Cameron Drake

Debbie Reynolds

Berniece Brackett

Wilford Brimley

Frank Brackett

Bob Newhart

Tom Halliwell

Gregory Jbara

Walter Brackett

June Squibb

Cousin Gretchen

Alice Drummond

Aunt Susan

Bill Camp

Bachelor Party Guest

J. Smith-Cameron

Trina Paxton

Ernie Sabella

Aldo Hooper

Dan Hedaya

Military Attorney

Debra Monk

Mrs. Lester

Leikstjórn

Handrit


Aðdáendur góðra gamanmynda ættu alls ekki að missa af þessari léttu og bráðskemmtilegu mynd þar sem óskarsverðlaunaleikarinn Kevin Kline (A Fish Called Wanda) fer á algjörum kostum í hlutverki menntaskólakennarans Howards Brackett sem dag einn þarf að glíma við afar einkennilegan orðróm í kjölfar óheppilegra ummæla fyrrverandi nemanda síns. Með önnur stór hlutverk fara úrvalsleikarar eins og Joan Cusack, sem er hreint út sagt frábær í hlutverki sínu og var tilnefnd til óskarsverðlauna sem besta leikkona í aukahlutverki 1997 fyrir vikið, Tom Selleck, Matt Dillon, gamla stjarnan Debbie Reynolds, Wilford Brimley og Bob Newhart. Lífið í smábænum Greenleaf í Indiana gengur sinn vanagang fyrir utan dálitla spennu sem er í loftinu vegna tilnefningar eins af sonum bæjarins, Cameron Drake (Dillon) til Óskarsverðlauna fyrir besta leik í aðalhlutverki karla. Og mikil verður gleði bæjarbúa þegar í ljós kemur að hann hlýtur hin eftirsóttu verðlaun. Í ræðu sinni þakkar Cameron öllum sem aðstoðað hafa hann á framabrautinni og tileinkar árangur sinn ekki síst fyrrum kennara sínum, Howard Beckett, "sem ...", segir hann að lokum, "... er hommi." Howard, sem hefur aldrei verið við karlmann kenndur og er að horfa á sjónvarpið ásamt unnustu sinni, Emily (Cusack), veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Skyndilega er fótunum kippt gjörsamlega undan allri hans tilveru enda voru allir að horfa á afhendinguna, foreldrar hans, nemendur, samkennarar og svo auðvitað slúðurþyrstir blaðamenn sem eru ekki lengi að koma sér til Greenleaf til að hafa tal af "hommanum" sem veitti hinum nýbakaða óskarsverðlaunahafa þennan mikla og ómetanlega innblástur. Í fyrstu vonast Howard til að þetta gangi yfir þegar hann hefur leiðrétt málið með sínum hætti, en hann á eftir að komast að því á sprenghlægilegan hátt að svo auðveld er útgönguleiðin ekki!!! Þetta er stórgóð gamanmynd sem er hiklaust óborganleg skemmtun fyrir alla aldurshópa og mæli ég eindregið með henni. Hún er ein af allra bestu gamanmyndum ársins 1997
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn