Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Die Welle 2008

(The Wave)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 17. apríl 2009

Evil is something that you learn

107 MÍNÞýska
Rotten tomatoes einkunn 67% Critics
2 verðlaun og 2 tilnefningar

Tilraun framhaldsskólakennara til að sýna nemendum sínum hvernig lífið er undir stjórn einræðisherra fer úr böndunum þegar nemendurnir taka hlutina einum of alvarlega.

Aðalleikarar

Leikstjórn


Die Welle (Bylgjan) er þýsk mynd um félagslega tilraun í skólastofu. Ég hélt að hún yrði svona eins og Das Experiment en hún er reyndar mjög ólík þeirri mynd. Sagan segir frá kennara nokkrum, leiknum af Jürgen Vogel, sem kennir kúrs sem kallast Autocracy. Til að sýna fram á hvað það þýðir að búa undir einræðisherra er ákveðið að fara í ákveðinn hlutverkaleik. Vogel er einræðisherran og nemendurnir hlýðnir þegnar sem minna á Hitler-Junge. Auðvitað fer þessi æfing úr böndunum með áhugaverðum og skemmtilegum afleiðingum. Myndin vekur mikilvægar spurningar og reynir að svara þeim. Sú stærsta er líklega sú hvort að sagan gæti endurtekið sig. Virkilega áhrifarík og góð mynd í alla staði, mæli eindregið með henni. Heil Die Welle!!

Myndin er gerð eftir bók, skrifuð af Todd Strasser, sem hefur verið kennd mikið í þýskum skólum, einskonar víti til varnaðar. Árið 1981 var gerð stuttmynd um hana með sama titli. Þetta er því í raun endurgerð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Flott Pólutísk kvikmynd!!!
Þetta er góð pólitísk sem er hægt að sýna unglingum. Það er ekki hægt að sýna krökkum 12-16 JFK, Nixon, Missing, Fahrenheit 9/11, Gandhi, Che : Part 1&2 eða Der Untergang. En það er hægt að sýna þessa því að það eru unglingar í henni, ekki löng og það eru unglingar sem reyna að stjórna skólanum sjálfum. Söguþráðurinn virkar vel því það er spennandi að sjá hvernig myndin gengur og hvað mun gerast næst. Persónur myndarinar eru skemmtilegar og leikararnir passa vel við þá. Vel leikinn og vel skrifuð. Tökurnar eru frekar flottar og vandaðar. Vel vönduð mynd.
Í myndinni er tekið stórt dæmi og það breytir myndina, mínútur eftir mínútu, HITLER.
Þetta vald, stjórn og hvernig allir verða með.

Það fór ekkert í taugarnar á mér við þessa mynd. Lengdin er fín, tökurnar flottar, bókin góð og vel leikinn. Góð mynd til að sýna í skóla.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn